Einangrunarstefna, afdalamenn og evrópusambandið.

Eitt af mörgu sem við andstæðingar Evrópusambandsaðildar fáum að heyra er það að við séum afdalamenn, einangrunarsinnar eða jafnvel öfga þjóðernissinnar. Það er ekki bara særandi að fá þessum fullyrðingum slengt framan í sig heldur er þetta líka rangt.


Í dag eru 193 alþjóðlega viðurkennd sjálfstæð ríki og þar að auki ríki sem ekki hafa verið viðurkennd og svo ríki sem eru ekki sjálfstæð eins og t.d. Færeyjar og Grænland. Í Evrópusambandinu eru 27 ríki.


Allir hafa nú þegar heyrt um sameiginlega sjávarútvegsstefnu og landbúnaðarsetefnu ESB, en ekki allir vita af sameiginlegri viðskiptastefnu. Evrópusambandið semur fyrir hönd sinna 27 aðildarríkja um tvíhliða viðskiptasamninga og fríverslun. Eitt af því sem Ísland sem ríki yrði að láta af er sá réttur að semja við önnur lönd um fríverslun, og við inngöngu í ESB þyrftum við jafnframt að segja upp þeim samningum sem við höfum umfram Evrópusambandið.


En hvað er svona mikilvægt við það að geta samið við önnur lönd án ESB? Svarið við því er einfalt ef maður hugsar út í það.


Ísland hefur nú þegar fríverslunarsamninga við Færeyjar og Grænland ásamt þeim löndum sem EFTA hefur samið við sem hópur og svo að sjálfsögðu við ESB í gegnum EES-samninginn. Undanfarið hefur EFTA verið í óformlegum viðræðum við fríverslunarsamtök ríkja í Suður-Ameríku og ýmis lönd við Persaflóa. Ísland hefur verið í sjálfstæðum viðræðum við Kína.

Þessir samningar og aðrir framtíðarsamningar bjóða okkur upp á mikla möguleika. Þar sem við nú þegar höfum aðgang að innri markaði Evrópu, og möguleikann á að gera tvíhliða samninga við lönd sem ESB er ekki tilbúið að gera, eða betri samninga en ESB, höfum við jafnframt möguleika á því að flytja inn vörur frá löndum eins og Kína og fullvinna þær hér á Íslandi. Tökum sjónvörp sem dæmi: Hér gætum við flutt inn alla þá íhluti sem fara í sjónvarpstæki og sett það saman. Þar sem hlutirnir eru fluttir tollfrjálst til Íslands þar sem vinnan er kláruð og flutt héðan tollfrjálst til Evrópu geta fyrirtæki hvort sem þau eru innlend eða erlend nýtt sér bakdyraleið inn í Evrópu. Þetta dæmi er svo hægt að flytja yfir á hvaða vöru sem er, í hvaða átt sem er.


Nú spyr ég þig kæri lesandi; Hvort er meiri einangrunarstefna að ganga í ESB eða hafa þor til að vinna á jafnræðisgrunni með öllum 193+ ríkjum heimsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Axel. Í þessari röksemdarfærslu þá gleymir þú því að ESB er með tvíhliðasamnnga við flest þessi lönd. Þú getur t.d. séð það á því að breskir bílar finnast út um allan heim. Við að ganga í ESB þá falla niður tollar við öll lönd innan ESB og það eru þau lönd sem við nú eigum um 80% af viðskiptum við. Sem og að fríverslunar- og tvíhliðasamningar ESB við önnur lönd er líka til. Við verðum að álykta að ríki geri nú betri samninga við samband landa þar sem búa um 500 milljónir manna. Enda sé ég ekki hvaða lönd af þessum 193 eru svona mikilvægir markaðir fyrir okkur. Við mundum nú halda þessum tengslum sem við höfum við Færeyjar og Grænland í gegnum Danmörk.

Og einmitt vegna tollafrelsis þá er það vinnan og orkan sem og tekjuskattur sem við græðum á því að ganga í ESB. Það eru ekki tollar sem eru í raun höft á innflutningi sem veita tekjur og hækka verð til neytenda eins og er í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2009 kl. 23:03

2 identicon

Tvíhliða samningur er ekki endilega það sama og fríverslunarsamningur, og það er eitt að semja sjálfur, annað að fá inn á sitt borð undirritaðan samning sem maður hefur fyrir sinna hagsmuna leiti ekki nokkur áhrif á.

Reyndar eru (svo best ég veit) mestöll viðskipti okkar við ESB. En ekki nærri öll, og það hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hvaða áhrif ESB aðild hefði þar. Vissulega er ESB stór "blokk". En Ameríka, Japan, Kína og fleiri Asíulönd eru heldur ekki neinir smáfiskar, og verslun við þá nokkuð mikil. Mikill fiskur fer þangað og Asískir bílar eru hér í meirihluta, - ekki breskir.

Og Magnús,  - ég bara átta mig ekki á síðustu fullyrðingu þinni. Gætir þú útskýrt hana ögn betur, og þá má taka inn í reikninginn að tekjur okkar ríkis minnka við afnám tolla ef eitthvað er (flókið system) svo og að góður hluti íslensks VSK (ath að það er lágmarks  VSK gildi í gangi í ESB) myndi renna til ESB, það er svo eftir regluverki þeirra ásamt okkar duglega stjórnmálamanna-poti að ná þessu til baka. Þarna erum við að spila sem minnsta peðið á taflborðinu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bara til að benda þér Magnús á smá villu hjá þér, þá eru nánast engir tollar inn á ESB svæðið vegna aðkomu okkar að EES.

Þó ESB geri vissulega samninga við önnur ríki, þá hefur það líka sterka verndartollastefnu á sviðum sem henta Íslandi ekkert endilega.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband