ESB stefna Framsóknar er skýr - INN SKAL EK!

Í aðdraganda formannskjörs Framsóknarflokks reyndu margir að fá mig til að taka þátt og styðja hinn unga og efnilega Sigmund Davíð.

Þar gengu vasklega fram ESB sinnar sem höfðu á foringjanum mikið dálæti og sömuleiðis ESB andstæðingar sem voru sannfærðir um að Sigmundur væri sá maður sem ætlaði að snúa niður allt ESB daður Framsóknarmaddömmunar. Ég verð alltaf var um mig þegar mönnum tekst þannig að tala upp á eyrun á ólíkum hópum.

Í gær var hinn nýi formaður á Viðskiptaþingi með mörgum ESB sinnum og sagði þar ef marka má Fréttablaðið:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði stefnu flokksins skýra: "Afstaðan er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru," sagði hann.

Sigmundur spurði þá Steingrím nánar út í hans afstöðu; hvort hann útilokaði stjórnarsamstarf við Samfylkinguna, setti hún Evrópumál að skilyrði. Steingrímur svaraði því ekki játandi en vildi þó vara Samfylkingu við að setja skilyrði.

Reyndar held ég að tvöfeldni hefni sín ætíð eins og marka má af þessari færslu SME um Framsóknarbyltinguna sem sýnir að lífið er enginn dans á rósum hjá hinum nýja formanni.

 

Bjarni Harðarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband