Samtök Fullveldissinna stofnuð

Þann 12. maí voru Samtök fullveldissinna stofnuð.  Fram að stofnfundi sem fyrirhugað er að halda í Ágúst var útnefnd þriggja manna bráðabrigða stjórn.

Samtökin hafa í hyggju að vinna á pólitískum grunni og stefna að framboði til Alþingis.

Meðal helstu baráttumála er að standa vörð um fullveldi Íslands, breytingar á lagaumhverfi fjármálastofnanna, endurskoðun hagstjórnar, aukin sjálfbærni þjóðarinnar og aukin samskipti við þjóðir heimsins með gerð fríverslunarsamninga og tvíhliða viðskiptasamninga.

Fulltrúar samtakana munu ferðast um landið í sumar til að kynna starf samtakanna og hugmyndir ásamt því að bjóða fólki að taka þátt í starfi okkar og móta sameiginlega grunnstefnu.  Tilkynnt verður um dagsetningar og staðsetningar þessara funda á þessari vefsíðu ásamt því að vefpóstur verður sendur til þeirra sem eru á póstlista okkar.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á póstlista eru beðnir um að senda tilkynningu um það á l.listinn@gmail.com

Einnig er hægt að lesa um hugmyndir okkar í þessari skrá (pdf).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband