Ekki gera ekki neitt "aftur"!

Það er berlega að koma í ljós að stjórnvöldum er að takast að koma harðgerðri og duglegri þjóð á norðukveli jarðarinnar lóðbeint á hausinn.

Hvers vegna var ekki hægt að stöðva alla þessa vitleysu strax í október?

Hvers vegna var verið að bíða með þær aðgerðir sem allir hljóta að sjá að eru nausynlegar?

Það eru til lög í landinu sem ná yfir þetta framferði þau lög eru hin almennu hegningarlög ásamt lögum nr.7 frá 1936, lög um samningagerð, umboð og ógilda samninga. Einnig væri hægt að vitna í hlutafélagalögin þar sem ábyrgð stjórnar er markvist skýrð gagnvart hluthöfum og framkvæmdarstóra gagnvart stjórn, ef stjórnarmaður segir af sér störfum lækkar hann ekki eða kemst undan ábyrgð sinni sem stjórnarmaður, það sama á við framkvæmdarstjóra félagsins, það gengur ekki varpað ábyrgðinni á starfsmann félagsins á gerðum framkvæmdarstjórans eða óskráð tilmæli frá stjórn félagsins (sjóðsins).

Ég vill benda á þetta atriði þar sem einn af stjórnarmönnum Seðlabankans virðist ganga það eitt til að ganga úr stjórn sjóðsins til að sýna fram á máttleysi stjórnarinnar, það er bara ekki næganlega ljóst fyrir mér en svo að viðkomandi ætti að axla sömu ábyrgðir og aðrir stjórnarmenn. Hvers vegna bar stjórnarmaðurinn ekki fram tillögu á stjórnafundi um breyttar vinnureglur, til þess er viðkomandi kosinn eða skipaður í þetta embætti en ekki hvað, ekki til að sytja að kaffisumbli með útsýni yfir hið óheyrilega hafnarsvæði reykvíkinga, nema síður sé.

Það er hægt að dæma þessa menn samkvæmt hegningarlögum með því fororði að þeir hafi misboðið sæmdartilfinningu og bligðunarsemi þjóðarinnar, reyndar væri hægt að dæma alla stjórnarmeðlimi fyrir einmitt þessar sakir, getur einhver bent á þann aðila sem ber ekki neina ábyrgði í því máli.

Við höfum lög sem varðar óglidingu samninga sem ég hef rætt áður hér á síðunni sem ég tel að rétt sé að beita gagnvart lánastofnunum, þó sérstaklega þeim sem tóku skortstöðu gagnvar hinum innlenda gjaldeyrir með það að markmiði að hagnast á eigin fjármálasafni sem gerði það að verkum að gengi krónunar féll hér í samræmi við fjórðungs uppgjör allra bankanna þriggja. Þetta tel ég vera landráð sem þessir menn framkvæmdu í hagnaðar skyni, það hlýtur að vera hægt að sjá þetta eins og ég sé þetta þegar ég ber saman afkomutölur bankanna og fall íslenskukrónunar á síðustu tveimur árum, ekki er ég hagfræðingur þó ég sé menntaður á fjámálastjórnunarsviði, þá gefur það mér visst innsæi í þessi fræði en ég er alls ekki að segja að ég hafi ótakmarkaða vitneskjum um þessi mál önnur en þau að þetta gegnur bara ekki upp í mínum þvermóðskuhuga, ég er ætíð til búin að einduskoða allar forsendur þó að ég sé komin að niðurstöðu, því ég lít þannig á mig að ég geti ætíð gert mistök, en með því að endurskoða og meta eldri gögn kem ég æði oft auga á misræmi eða misskilning í mínum hugsunum, og hugleiðingum, það er bara eðlilegt að menn séu tilbúnir að endumeta og skoða fyrri ákvarðanir og upplýsa um þær eða þau.

Ég vona að Ingibjörg Sólrún nái bata í sínum veikindum á næstu mánuðu, en hún viðurkennir að hún hafi verið of veik í raun og veru til að standa í þessu þrasi. Hún segir hreint út að það álag sem hún var undir var henni offviða, það gefur augaleið að hún taki veikinda leyfi frá störfum og hætti tímabundi að starfa í pólitík. Hún var samt sem áður einn aðalmaðurinn í þessu hruni sem var að reyna að koma okkur á réttar brautir, sem sagt hennar veikindi koma til með að kosta þjóðina töluvert mikla fjármuni að ekki var hægt að klára þessa vinnu fyrir áramót, því það þurfti að gera, í dag erum við að missa af þeim tækifærum sem voru í stöðunni. Núverandi stjórnvöld verða hreinlega að knýja fram þær aðgerðir sem þarf til að koma þjóðinni af stað aftur. Það þarf að setja gömlu bankanna í þrot og það þarf að finna leið fyrir skuldara á Íslandi til að vinna sig út úr þeim óskapnaði sem “Útrásanýðingarnir” komu þjóðinni í, svo mikið er alla veganna ljóst.

Hvað varðar 36.gr. og 38 gr.laga nr.7 frá 1936 þarf bara vilja stjórnvalda til að lesa þessi lög með þeim hætti sem þau segja til um, ekki bara lánadrottinshlið það þarf að skoða skuldarahliðina líka, því ef ekkert verður gert með þá hlið fara allar eignirnar á afskriftareikning og þjóðin lóð beint á hausinn.

Nei og aftur nei, “ekki gera ekki neitt, aftur”

L-listinn hefur verið að segja frá okkar aðaláherlsum nú fyrir kosningar en þetta atriði að komast til botns í þessu bankahruni verður einnig eitt af þeim atriðum sem við komum til með að leggja mikla áherslu á. Það er ekki eðlilegt að 25 lánahlutfall fjármálafyrirtækis séu veitt til 10 einstaklinga sem eru einnig eigendur af fjármálafyrirtækinu. Þetta verður að rannsaka og hefja undirbúning að þeirri rannsókn sem allra fyrst.

Það er bara einkennilegt að við sem almenningur í landinu verðum láttnir greiða þessa óreiðu “Útrásarníðinganna”, ef svo verður spái ég því að hér muni sjóða uppúr á næstu misserum ef ekki fyrr, ef ekkert verður aðgert í þeim efnum.

Ég veit ekki hvað við þurfum að horfa mikið til alþjóðavæðingarinnar, því þar sýnist mér að hver höndin sé upp á móti hvor annarri eins og er, þannig að ég á ekki von á mikilli alþjóðavæðingu á næstu 10 til 15 árum, sem getur bæði orðið til góðs fyrir okkur og einnig verið slæmar fréttir fyrir svo smáa þjóð sem Ísland er í raun og veru á alþjóðlegann mælikvarða. Mér sýnist að þessi svokallaði alþjóðavæðing sé mest í því að bjarga málum heima fyrir frekar en að leggjast á eitt með það að markmiði að koma þessum vandamálum aftur fyrir okkur, þar sem hagsmunir þeirra eru það mismunandi, þannig að ef aðgerðir í Frakklandi hafa slæm áhrif í Bretlandi og aðgerðir í Bretlandi slæm áhrif í Frakklandi. Þeir geta bara ekki komið sér saman um neinar aðgerðir sem koma til með að duga í baráttunni við þessa kreppu.

En við ættum að geta komist í gegnum þetta með því að fara að gera eitthvað sem fyrst en ekki vera að skoða þessi mál betur, AÐGERÐIR STRAX, áður en það verður um seinann.

 

Friðrik Björgvinsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband