Ísland-EFTA og ESB.

Ísland gekk í EFTA árið 1970. Fjögur ríki mynda í EFTA: Ísland, Noregur, Lichtenstein og Sviss. EFTA skapar samstarfsvettvang fyrir Ísland, Noreg og Lichtenstein gagnvart ESB á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins) en fjórða EFTA-ríkið, Sviss, er ekki aðili að EES-samningnum,en hefur þó einnig gert ýmsa samninga við ESB.

Eitt af grundvallarskilyrðunum í EES samningnum var að sérhvert EFTA-ríki héldu sjálfræði sínu til ákvarðanatöku. Samningurinn felur því ekki í sér framsal á löggjafarvaldi til stofnana EES, heldur er löggjafarvald áfram alfarið í höndum þjóðþinga EES/EFTA-ríkjanna og hver ný ákvörðun um breytingu á EES-reglum er því í raun nýr þjóðréttarsamningur sem Alþingi þarf að samþykkja.EFTA hefur gert fríverslunarsamninga við ýmis ríki utan ESB á undanförnum árum. EFTA ríkin undirrituðu til dæmis fríverslunarsamning við Kanada árið 2008 og hafa gert fríverslunarsamning við Suður-Kóreu og Singapúr og ákveðið hefur verið að hefja fríverslunarviðræður við Indland og Kína svo dæmi séu tekin.

Utan við EES-samninginn eru ýmsir málaflokkar sem eru í eðli sínu ekki viðskiptamál, heldur innanríkis og utanríkismál þjóðríkis:

  • a. Sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum,
  • b. Náttúruvernd,
  • c. Auðlindanýting,
  • d. Tollabandalag við önnur ríki,
  • e. Sameiginleg viðskiptastefna,
  • f. Efnahags- og myntbandalag Evrópu
  • g. Sameiginleg utanríkis- og öryggisstefna sambandsins.
  • h. sameiginleg stefna á sviði dóms- og innanríkismála fellur einnig utan við EES-samninginn, en Ísland tekur hins vegar þátt í Schengen-samstarfinu, sem fellur undir dóms- og innanríkismál, á grundvelli sérstaks samnings þar að lútandi.

L-listinn vill ekki ganga í ESB og afhenda sjálfræði Íslands og gerast útkjálkasvæði með 2-3 atkvæði á 770 manna þingi ESB. 

Með sambandssáttmálanum ( Maastricht-sáttmálanum), sem gildi tók 1. nóvember 1993, var nafnið: Evrópusambandið - ESB, á ensku nefnt European Union tekið upp fyrir heildarstarfsemina, en nafni efnahagssamvinnunnar var breytt í Evrópubandalagið - EB , sem á ensku er kallað European Community – EC. Nú síðast með Lissabon sáttmálanum stefnir ESB að því að taka upp nýja stjórnarskrá sem öll aðildarríkin eiga að samþykkja og færir sig nær því að verða eitt ríki, Bandaríki Evrópu.

 

Sigurbjörn Svavarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband