14.3.2009 | 23:20
Breytt kosningafyrirkomulag og persónukjör.
Það eru fleiri en talsmenn L-lista sem hafa gagnrýnt núverandi hugmyndir um breytingar á kosningalögum.
Karl Th. Birgisson skrifar ákall til leiðtoga Samfylkingarinnar undir yfirskriftinni "Ekki eyðileggja persónukjörið, Jóhanna" á vefsetrið Herðubreið.
Þar bendir hann t.d. á þennan stóra galla:
Miðað við núverandi hugmyndir færi prófkjör flokkanna í raun fram samhliða kosningum þar sem frambjóðendur væru ekki bara framboði fyrir sitt framboð heldur líka í beinni samkeppni við samherja sína.
Margar hugmyndir hafa verið ræddar um breytt fyrirkomulag á kosningafyrirkomulagi hjá flestum stjórnmálahreyfingum, og af landsmönnum öllum. Við sem stöndum að L-listanum höfum mikið rætt þessi mál og ýmsar hugmyndir verið ræddar.
Ein af þessum hugmyndum er að vera í raun með tvöfalt kerfi. Hluti þingmanna, t.d. 2/3 er kosinn af listum framboða í einu landskjördæmi, og þá mögulega útfært með með því að hver kjósandi velji 5 einstaklinga af einum lista, eða á milli lista.
Hinn 1/3 hluti þingamanna yrði kosinn í nýjum einmenningskjördæmum í beinu persónukjöri.
En það er ljóst að núverandi kerfi er ekki vilji þjóðarinnar, og ekki vilji okkar sem standa að L-listanum, en breytingar á kosningalögum rúmum mánuði fyrir kosningar getur ekki verið góð hugmynd.
Endilega skiljið eftir ykkar hugmyndir um hvernig þið viljið sjá breytingar á fyrirkomulagi kosninga. Við viljum heyra frá þér. Opið verður fyrir nýjar athugasemdir við þessa færslu til 23.apríl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2009 kl. 00:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.