L-listinn fyrir fólkið í landinu

Gunnar Kristinn Þórðarson

GunnarKristinn

Algjört ráðaleysi virðist einkenna viðbrögð stjórnmálamanna við heimskreppunni og áhrifa hennar á Íslendinga.  Viðbrögð þeirra virðast tilviljunarkenndar og lausar við alla framsýni eða snertingu við þær aðstæður sem heimili landsmanna eru í.  Það er útlit fyrir að heimskreppan verði langvarandi kreppa, og hefur það áhrif á hagmuni Íslendinga og þjóðartekjur.  Á meðan þjóðartekjur rýrna, verðum við að halda á efnahagsmálum þjóðarinnar á þann hátt, að tekjur dugi fyrir skuldum, þar sem engum lánum er til að dreifa á milli þjóða.  Þá er gríðarlega mikilvægt að stuðst sé við rétt gildi og framsýni í atvinnumálum. 

L-listinn boðar nýja sýn á efnahagskreppuna og boðar lausnir fyrir fólkið í landinu.  L-listinn vill koma á kreppusjóði sem er stofnaður til þess að tryggja landsmönnum fjóra hluti:  

1.  Fæðuöryggi heimila og þjóðar.  

2. Heilsugæslu fyrir alla óháð efnahag.  

3.  Húsaskjól fyrir alla. 

4. En síðast atvinnusköpun sem vænleg er til að skila þjóðarbúinu tekjur með framleiðslu og útflutningi. 

Ljóst er að á næstu misserum og árum, verða þessir grunnþættir ekki sjálfssagðir og eru reyndar  þegar blikur á lofti.  Kreppusjóðurinn er hugsaður á þann veg að ríkið kaupi skuldir heimila í neyð, að hluta til eða að fullu, leigi þeim íbúðirnar og gefi skuldurum búseturétt og forkaupsrétt á húsnæðinu, að kreppunni lokinni.

Ljóst er, ef þjóðartekjur minnka stórlega, sem útlit er fyrir, þurfum við að treysta þessa grunnþætti samfélagsins.  Við þurfum að sækja hart fram á við í framleiðslu og útflutningi, en á sama tíma horfa inn á við, og treysta velferðina fyrir allt fólkið í landinu.  Framboð L-listans til Alþingiskosninga er tímamót fyrir heimilin í landinu sem blæða. 

Við erum komin til að segja þeim sem bera angist og ótta í hjarta í kreppunni, að við erum til staðar fyrir þau með lausnir, og vinnum að þeirra hagsmunum.

Höfundur skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir L-listann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband