Hvað hefur trúboð að gera með lausnir á vandamálum nútímans?

Friðrik Björgvinsson

 

Sé þetta rétt með skuldatryggingarálagið að það sé komið svona langt niður að við séum á barmi þess að allar skuldbindingar séu marklausar verður að grípa til lækkunar skulda heilt yfir í mun stærra mæli en Framsókn hefur boðað.

Skuldatryggingarálag er þannig til fundið að miðað er við líkurnar á að það komi til greiðslufalls á skuldinni, þetta þýðir í raun og veru að ytrimarkaður er farin að taka til sína stýrisvaxtalækkun sem ekki var sett af stað á síðasta vaxta degi, einnig að það er farið að gera ráð fyrir greiðslufalli hjá íslenskaríkinu.

Ég ætla að nefna hérna flokka skuldatrygginagrálags (DRP Default Risk Premium)

 

Investment Grade

Junk Bonds

Moody’s

Aaa Aa A Baa

Ba B Caa C

S & P

AAA AA A BBB

BB B CCC D



Það er ekki sama hvaða aðili metur lánshæfni og flokkar geta skipt máli.




AAA

AA

A

BBB

BB

B

CCC

EBIT/INREST

21,4 x

10,1x

6,1x

3,7x

2,1x

0,8x

0,1x

EBITDA/INTREST

26,5

12,9

9,1

5,8

3,4

1,8

1,3

N.cash.flow/total.dept

128,8%

55,4%

43,2%

30,8%

18,8%

7,8%

1,6%

F.cash.flow/total dept

84,2

25,2

15,0

8,5

2,6

-(3,2)

-(12,9)

ROC

34,9

21,7

19,4

13,6

11,6

6,6

1,0

Operating inc.sales1

27,0

22,1

18,6

15,4

15,9

11,9

11,9

Long.term.debt/t.t.capital

13,3

28,2

33,9

42,5

57,2

69,7

68,8

Total.debt/Total capital

22,9

37,7

42,5

48,2

62,6

74,8

87,7

Heimildir “Adjusted key U.S. Industrial Financial Ratios”Standard &Poor´s CreditWeek, August 29,2001,30-35.

Við höfum ekki efni á því að fara niður fyrir BBB flokk því þá verða útgefin skuldabréf ríkisins verðlaus eða ill seljanleg, þar sem fjárfestar hreinlega kaupa ekki þannig bréf eða taka við þeim.

Ég áætlaði ekki að vera með fyrirlestur um kennitölur og vona að menn geti lesið sig í gegnum þetta hjálparlaust, en við getum lesið það út úr þessum tölum að í síðustu línunni að heildar þjóðarskuldir séu að nálgast (samkvæmt þessum upplýsingum) 50 til 60% af landsframleiðslu.

Það eru trúboðs framsetning flokka sem eru að fara mikið í taugarnar á mér og hafa gert lengi, Samfylkingin segir að ef við göngum í EB verði allt mikið betra og það sé lausnin á öllum vandamálum þjóðarinnar, “come-on” við greiðum ekki upp skuldir þjóðarinnar með því að ganga inní EB, við breytum ekki atvinnuleysinu með því að ganga inní EB, er það raunhæft að fara inní evrusvæðið á þessu gengi sem íslenskakrónan er í á þessari stundu, þetta eru afvegaleiðandi fullyrðingar og draumar um fullkomið jafnvægi sem er hreinlega ekki til í heiminum í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikla fóbíu gangvart opinberageiranum sem hefur þó stækkað gígatískt á þeirra valda tíma, vilja einkavæða allan opinbera geirann vegna lífeyrissjóðsréttinda sem eru svo ósveigjanleg og uppsagnarákvæða í kjarasamningum starfsfólksins.

Það er ekki stjórnunarlegt atriði að kostnaður fer upp úr öllu valdi innan opinbera geirans nei það eru samningar starfsfólksins, þetta er auðvita tómt bull, þetta liggur í mikið í öryggis og reglugerðarverkinu sem kemur frá hinu opinber eða ríkinu sjálfu, þar sem lög og regluverk er ekki sniðið með kostnaðar eða tekjugreiningum heldur á þetta bara að vera svona.

VG vilja jöfnuð í öllu, sem gengur hreinlega ekki upp. Það er ekki hægt að jafna aðstæður á öllu landinu nema að mismuna einhverjum, því er það mikið atriði að vera með óháða aðila innan kerfisins sem geta séð raunverulegar þarfir ekki það sem pólitíkinni finnst. Það er ekki endilega það sem fólkið vill, það sem að pólitíkinni finnist að ætti að vera þarfir fólksins. Þar liggur átrúnaður VG, að halda því fram að þeir viti hvað sé fólkinu fyrir bestu og að þeir ætli að framkvæma það, en það gæti verið að þeir séu að misskilja þetta atriði.

Framsókn hefur aldrei verið með betri stefnuskrá að mínu mati en þetta EB mál klúðrar öllum framsetningum þeirra. Það er nýja formanninum til hróss sem ég segi þetta þar sem hann sýndi fádæma öryggi og dirfsku að segja frá hlutunum eins og þeir eru, en ekki eins og hann vildi að þeir væru, það liggur mikil munur á svona framsetningu.

L-listinn hefur lagt á það áherslur í framsetningum sínum á áherslum að segja satt og rétt frá öllum hlutum, en það er eins og fjölmiðlar taki sér bersaleyfi og túlki framsetninguna á sinn hátt, það hefur aldrei verið meiningin að efsti maður á lista L-listans ráði röðun á listann, það var bara ekki tími til að fara í raða upp listum og því var gripið til þess ráðs að menn kæmu sér saman um nöfn á listanum.

Þetta var allt gert með það að markmiði að persónukjör yrði leyft í komandi alþingiskosningum, þannig að kjósendum gæfist kostur á að raða þeim aðilum sem séu þeim þóknanlegir í þá röð sem þeim líkaði. L-listinn hefur ekki digra kosningarsjóði eins og fjórflokka kerfið hefur byggt upp, með eindæmum, til að ganga á við þessar aðstæður, því var valin eins ódýr leið og möguleg var við þær aðstæður.

1 Operating inc.sales hér er skilgreint hár sem sala mínus kostnaðarverð framleiddrarvöru, sala, heildar stjórnunarkostnaður, vinnulaun og framleiðslukostnaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband