Markaðssálfræði og verðhjöðnun

Skilgreiningar sumra hagrýna á verðhjöðnun finnst mér oft ansi grunn og yfirborðsleg.  Þá er litið á að verðhjöðnun skapist vegna síminnkandi eftirspurnar.  Hugmyndafræðin gengur út á að fólk hætti að eyða vegna þess að það bíði það þangað til hlutirnir lækki í verði, svo kaupin verði betri.  Þetta finnst mér ákaflega þröngsýnt og barnalegt.

Sumir líta til Týnda áratug Japana en þeir prentuðu ógrynni af seðlum sem svo almenningur lagði inn á bók og notuðu ekki í eyðslu.  Þess vegna fór peningurinn aldrei almenninlega í hagkerfið og lengdist því kreppan.  Þess vegna hafa Bretar íhugað að taka upp neikvæða nafnvexti og tímastimplaða seðla til að koma í veg fyrir það.

Það sem greinir þessa kreppu frá Týnda áratuginum er að allur heimurinn er í kreppu.  Japanir bjuggu við þokkalega eftirspurn frá umheiminum, einkum frá Bandaríkjunum.  Þessari eftirspurn er ekki til að dreifa í þessari kreppu, og verður hún alvarlegri fyrir vikið.  Vegna hnattvæðingarinnar hafa hagrýnar staðhæft að þótt Bandaríkjamenn nái sér á strik, sem sé ólíklegt, þá muni það ekki rétta af efnahag Evrópu, eins og í fyrri skiptin í hagsögunni.

Það sem gerir langvarandi verðhjöðnun líklega í Bandaríkjunum og Evrópu, þ.e.a.s. þar sem hún er ekki orðin þegar staðreynd, er atvinnuleysið.  Verðhjöðnun skapar ekki eingöngu atvinnuleysi heldur orsakar atinnuleysi verðhjöðnun; einkum þegar atvinnuleysi eykst með ólíkindum um allan heim.  Þetta veldur hrapi í eftirspurn sem leiðir af sér enn meiri verðhjöðnun.  Þetta er ekki spurning um einhverja aula markaðssálfræði, um hvernig neytandin hagar sér, heldur eru þetta spurning um hvernig félagslegar staðreyndir hafa áhrif á neyslu fólks.  Þegar fólk er atvinnulaust breytist neyslan og dregst gríðarlega saman.  Opinberar atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru 8.1% en hagrýnar telja töluna vera í raun miklu hærri vegna þess hvernig Bandaríkjamenn reikna atvinnuleysið.  Þeir taka eingöngu þá með í reikningin sem eru að leita af starfi opinberlega.  Sumir vilja meina að raunverulegt atvinnuleysi sé allt að 50% hærra.  Við þetta bætist að meðalvinnuvika Bandaríkjamanna er komin niður fyrir 30 klst.

Þótt hagvöxtur myndi hætta að lækka, sem er ólíklegt, myndi atvinnuleysi halda áfram að hækka vegna margfeldisáhrifa í samfélaginu.  Þjónusta færist inn á heimilin, og leikskólar og skólaskjól loka eða minnka umsvif sín.  Fólk hættir að fara út að borða, eða eyða í dýran mat.  Verslanir minnka umsvif sín sem og öll þjónusta.  Þetta skilar sér í síauknu atvinnuleysi.  Þótt atvinnuleysi á Íslandi sé um 10% er það raunverulega amk 5-7% hærra sé það hugsað nokkrar vikur fram í tímann.  Þetta minnkar eftirspurn og veldur verðhjöðnun. 

Svo er það farið með gjörvallan heiminn.  Þetta snýst ekki um einhverja aulalega markaðssálfræði, heldur um nauðsyn, og hvernig fólk bregst við í neyð.  Í neyð gerir fólk allt til þess að lifa af, þ.m.t. að minnka lífsgæði og neyslu.

 

Gunnar Kristinn Þórðarson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband