17.3.2009 | 14:14
ESB og fæðuöryggi á Íslandi.
Ef við göngum í ESB þá mun íslenskur matvæla og grænmetisiðnaður hverfa að stórum hluta með tilheyrandi gjaldþrotum og atvinnuleysi, svína og kjúklingarækt leggist að mestu af, kúabúskapur og mjólkurframleiðsla minnkar og sjúkdómahætta í íslenskum bústofni eykst stórlega. Þetta er ekki hræðsluáróður. Þetta er samhljóða álit þeirra sem til þekkja.
Lega Íslands út á Atlandshafi er allt önnur en þjóða á meginlandi Evrópu, Skandinavíu eða jafnvel Bretlands og Írlands. Hingað verður alltaf dýrt að flytja vörur og fæðuöryggi landsmanna er ekki hægt að bera saman við þar sem hægt er að flytja allt á bílum eða járnbrautum innan Evrópu. Hér verðum við að getað treyst á innlenda framleiðslu til fæðuframboðs, þar er einfaldlega þjóðaröryggismál.
Í áróðri ESB sinna fyrir inngöngu í ESB er fullyrt að matvælaverð muni lækka til hagsbóta fyrir almenning, (með lækkun tolla) er aldrei tekin í dæmið sá mikli fórnarkostnaður sem því fylgir fyrir íslenska bændur og matvælaiðnaðinn í landinu. Aldrei er talað um þá staðreynd að stjórnvöld hafa í hendi sinni að lækka matvælaverð strax í dag með niðurfellingu á gjöldum á matvæli og aðföngum til matvælaframleiðslu.
"4.6.1. Áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenskan landbúnað
Ljóst þykir að innganga Íslands í ESB myndi m.a. leiða til samdráttar og tekjumissis í landbúnaði og afurðastöðvum, í samanburði við núverandi stuðningskerfi ríkisins við landbúnaðinn. Aðalástæðan fyrir því eru breytingar sem gera má ráð fyrir að verði á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu vegna aukinnar samkeppni við innflutta framleiðslu. Þó eru samningstækifæri varðandi innlendan stuðning að nokkru marki.
Ef Íslendingar ganga í ESB verður búvörumarkaður hér á landi hluti af innri markaði ESB með tilheyrandi niðurfellingu tolla. Í skýrslunni Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi frá árinu 2003 segir að þessu muni fylgja verulegar lækkanir á verði til framleiðenda hérlendis og reynsla Finna bendir einnig til nokkurrar verðlækkunar til neytenda.280 .Hver áhrifin á framleiðslu búvara verða ræðst annars vegar af því hve miklar þessar verðlækkanir verða og hins vegar hvort auknum styrkjum verður beint til landbúnaðarframleiðslu og hvernig þeir dreifast milli framleiðenda.Í skýrslunni kemur fram að miðað við núverandi aðstæður má gera ráð fyrir að framleiðsla á mjólkurvörum muni minnka nokkuð við inngöngu Íslands í ESB og kjúklinga- og svínakjötsframleiðsla hlutfallslega enn meira. Ætla megi að samdráttur verði einnig í framleiðslu og sölu kinda- og nautakjöts. Þetta velti þó m.a. á reglum um sjúkdómavarnir og innflutning á hráu kjöti. Auk þessara greina hefur verið bent á að samdráttur verði í garðyrkju við inngöngu í ESB.281 "
280 Við inngöngu Finna í ESB lækkaði verð á matvælum um u.þ.b. 10%, sbr. utanríkisráðuneytið (2003), Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi, bls. 38.
Úr skýrslu " Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Mars 2007
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook