17.3.2009 | 17:32
Oddvitar í suðvestur og norðvesturkjördæmum.
L listi fullveldissinna ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að Guðrún Guðmundsdóttir bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal muni leiða L listann í Norðvesturkjördæmi og að Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfirði muni leiða L listann í Suðvesturkjördæmi.
Unnið er að frekari röðun á báða þessa lista sem og skipan annarra lista. Stefnt er að því að röðun á lista verði lokið um komandi mánaðamót.
Þórhallur Heimisson sem leiðir L lista fullveldissinna í Kraganum er 47 ára prestur búsettur í Hafnarfirði. Hann lauk guðfræðiprófi frá HÍ árið 1988 og vígðist til prestsstarfa árið eftir. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð. Árið 1996 var Þórhallur kosinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju en hann er sem stendur settur héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi. Þórhallur er kvæntur og á fjögur börn.
Guðrún Guðmundsdóttir sem leiðir L lista fullveldissinna í Norðvesturkjördæmi er 57 ára bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal í Austur Húnavatnssýslu. Guðrún var stúdent frá MR 1972. Hún á fjögur uppkomin börn á aldrinum 19 30 ára. Guðrún hefur starfað í Framsóknarflokki frá unga aldri en sagði sig úr þeim flokki fyrr í vetur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.