ESB-reynsla Svía.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild var haldin 13. nóvember 1994.  Tímar erfiðleika og bankakreppu höfðu hrjáð Svía.  Sænskum kunningja mínum sagðist svo frá að fjölmiðlarnir hafi útvarpað linnulausum áróðri frá samtökum launþega, atvinnuveitenda og stjórnmálaflokkum sem sögðu; Svíþjóð verður útilokuð frá Evrópu ef við verðum ekki með, mikilvæg fyrirtæki leggjast af eða fara, atvinnuleysið eykst og lífskjörin rýrna.  Norðmenn ætluðu að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu nokkrum vikum síðar og töldu fjölmiðlarnir Svíum trú um að Norðmenn myndu samþykkja aðild.  Niðurstaðan varð að 52,3 % Svía sögðu já.  Norðmenn höfnuðu svo aðild.  Þegar það varð ljóst sáu margir Svíar eftir að hafa samþykkt aðildina, stuðningurinn hraðpaði niður fyrir 40%.

Á árunum eftir inngönguna flutti um tugur stærri fyrirtækja á ári höfuðstöðvar sínar frá Svíþjóð.  Verslunarhömlur ESB hafa valdið fyrirtækjum miklum búsifjum, mikilvæg verslun Svía hefur verið utan evrusvæðisins og s.k. innri markaður ESB í stöðnun.  Evrópurétturinn jók skrifræðið, ofan á sænska regluverkið bættust reglur ESB.  Góðar umbótatillögur í þinginu hafa tafist eða strandað á lögum ESB.  Atvinnuleysið hefur farið í 10% þrátt fyrir góðæri á heimsvísu síðustu 5 árin.

Nú hafa sænskir bændur fengið boð frá ESB um fjölda trjáa í beitarlöndum, það eru mörg tré í Svíþjóð og standa bændur í stórfelldu trjáhögi.  Stefna ESB hefur leitt til aukins stórreksturs, 7 býli hafa verið lögð niður að meðaltali daglega í Svíþjóð.  Starfsmönnum eftirlitsstofnunar landbúnaðarins fjölgaði samt úr 100 í 800.  Víða í dreifbýlinu hefur alla tíð verið fastmúruð andstaða við aðildina.

Aðildargjald Svía er 29 milljarðar sænskra króna á ári.  Þar á ofan bætist svipaður kostnaður við tilskipanir ESB.  Lokun landamæraeftirlits hefur valdið mikilli aukningu kostnaðar vegna áfengismisnotkunar, eiturneyslu og glæpa.  Bein útgjöld Svía af aðildinni eru því líklega orðin á annað þúsund milljarðar SEK auk óbeins taps.


Friðrik Daníelsson

Höfundur er efnaverkfræðingur og skipar 4. sætí í Reykjavíkurkjördæmi norður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband