23.3.2009 | 00:11
Fullveldissinnar vara við svikum VG í Evrópumálum !
Nú liggur það fyrir skýrt og klárt að Vinstri grænir hafa ALLT
GALOPIÐ í Evrópumálum í ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylking-
una eftir kosningar. Þeir ESB-andstæðingar sem treyst hafa VG
í Evrópumálum geta nú ALGJÖRLEGA gleymt því. VG munu eftir
kosningar í nýrri vinstristjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir,
opna á aðildarviðræður. EKKERT í ályktun landsfundar VG bannar
þeim að samþykkja slíkar aðildarviðræður við ESB. EKKERT! En til
þess að þær geti farið fram verður Ísland fyrst að sækja formlega
um aðild að ESB. VG er því í raun orðin meiriháttar ESB-flokkur *
undir fölsku flaggi.
En auðvitað kemur þetta alls ekkert á óvart. Hvenær hafa
sósíalistar og vinstrisinnaðir róttæklingar flaggað þjóðlegum
gildum og viðhorfum? ALDREI! Þvert á móti hafa þeir unnið
markvíst gegn ríkjandi þjóðskipulagi, og sýnt ótrúlegt ábyrgðar-
leysi í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Á síðustu öld var
Sóvet-Ísland draumaland fjölmargra vinstrisinna. Hvers vegna
gæti ESB ekki orðið það núna á nýrri öld?
Fullveldissinnar vara því mjög við Vinstri grænum í Evrópu-
málum. Ekki síst þar sem þeir sjá ekki sólina lengur fyrir
öfgafullum krötum í Evrópumálum. - L-Listi fullveldissinna
er því EINA stjórnmálaaflið í komandi þingkosningum sem
ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar geta treyst. stutt og kosið!
X-L frjáls og fullvalda íslenzk þjóð!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2009 kl. 00:39 | Facebook
Athugasemdir
Hvað skelfir þig svo illilega? Að þjóðin fái sjálf að ákvarða framtíð sína? Heldur þú að einhver stjórnmálaflokkur fái að ákveða það upp á eigin spýtur? Ekki að ég sé að eltast við inngöngu í ESB en þjóðin sjálf ákveður það, ekki einhver fámenn klíka ef þú heldur það.
Davíð Löve., 23.3.2009 kl. 00:28
Fyrirgefðu Davið Löve. Hef MARGSINNIS svarað þínum STÖÐLUÐUM fullyrðingum um ESB-trúboð þitt, en nenni því ekki lengur. Farðu til
þíns heima!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 00:37
Mætti snúa aðeins útúr fyrirsögninni og segja: "Íslendingar varist einangrunarstefnu L listans" Og lýðræðishalla flokksins þar sem þeir stefna að því að þjóðin fái ekki að ráða/kjósa um hvort sótt verður um aðild að ESB.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 01:01
Magnús. Samfylkingin og ESB sinnar eru MEIRIHÁTTAR einangrunarsinnar.
Vilja múra Ísland inn í 28 ófrálsa Ríkjasambandsblokk, utan 154 annara
frjálsra fullvalda ríkja. Að sjálfsögðu berjast Fullveldissinnar á móti því sem
þeir eru á móti, ESB og aðildarviðræðum við það. Er nokkuð eðlilegra til en
það? Ruglið í þér Magnús minn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 01:13
Guðmundur við eigum sáralítl viðskipti við aðrar þjóðir en þær í Evrópu. Síðan minni ég þig á að ESB er með viðskiptasamninga við flestar af þessum þjóðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 01:20
Magnús. Bandaríkin, Rússland, Japan, Kína, ÖLL þessi stórveldi utan hiðs
SNARHNIGNANDI ESB, sem er nánast á brauðfótum í dag. Eigum meiriháttar
viðskipti við þessi stórveldi, sem einmitt munu standast kreppuna, en ESB
alls ekki! Eigum MJÖG mikla möguleika á mjög góðum viðskiptasamningum
við þessi stórveldi Á OKKAR FORSENDUM, í náinni framtíð EKKI ESB, sem er MEIRIHÁTTAR! ESB mun leysast upp innan fárra ára!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.