ESB í sögulegu samhengi.

Mikil umræða fer fram um Ísland og ESB þessi misserin. Skoðanir eru mjög skiptar og umræðan getur oft orðið heit og tilfinningahlaðin.

Af því tilefni vil ég benda á bók eftir danska sagnfræðinginn og bókasafnsvörðinn Kristian Hvidt sem nú er að koma út í annarri útgáfu hjá Gyldendal í Danmörku (2009) og heitir einfaldlega EVROPA.

Þessi bók hefur fengið mjög góðar viðtökur jafnt hjá þeim sem eru meðmæltir og andsnúnir bandalaginu í Danaveldi.

Hvidt rekur sögu Evrópu í 1000 ár og tengir ESB og stöðuna í dag við atburði liðinna alda. Það ferst honum mjög vel úr hendi og sýnir hann fram á hversu nauðsynlegt er að horfa á ESB í sögulegu samhengi.

Þ.e. ef menn á annað borð vilja fá botn í það sem nú er að gerast á meginlandinu. 

Okkur hættir stundum til að tala aðeins um málefni ESB út frá efnahagslegum forsendum líðandi stundar. En ESB er svo miklu meira en peningar og viðskipti eins og Hvidt sýnir svo vel fram á.

ESB er líka 1000 ára draumur um sameinaða Evrópu sem margann mektar manninn hefur dreymt í gegnum aldirnar í London, París, Berlín og Róm, já meira að segja í Stokkhólmi og Köben. Og sumir hafa reynt að láta drauminn rætast með sínum eigin aðferðum sem sumar eru umdeildar.

Spurningin hvort sá draumur sé líka okkar draumur?

 

Þórhallur Heimisson

Höfundur skipar 1.sæti L-lista fullveldissinna í Suðvesturkjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband