23.3.2009 | 23:19
Leiðtogar Evrópusambandsins ráðalausir gagnvart atvinnuleysisvofunni
Jón B Lorange stjórnmálafræðingur skrifar á bloggsíðu sinni:
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að mæta ekki á fyrirhugaðan fund um aðgerðir til að fjölga störfum í Evrópu. Í stað þeirra mæta embættismenn í framkvæmdastjórninni, Tékkar sem eru í forsæti Evrópusambandsins og aðilar úr viðskiptalífinu og verkalýðshreyfingunni. Ástæðan sem er nefnd er að leiðtogar ríkja Evrópusambandsins vildu koma í veg fyrir búa til falsar vonir hjá atvinnulausum um töfralausnir sem væri hægt að lofa á slíkum fundi, sem vel að merkja átti aðeins að standa í 1 dag. Einnig var það talið óheppileg tímasetning að hafa slíkan fund nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins...
Smelltu hér til að lesa meira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook