Afhverju framboð??

passamynd    

 Ágætu kjósendur.

Verkefni stjórnmála næstu ára eru ekki eingöngu bundin við það hvernig koma eigi bankamálum þjóðarinnar eða samskiptum hennar við erlend ríki þó vissulega séu þau verkefni brýn.

Brýnustu verkefni næstu ára lúta líka að samhjálp og því að forða þúsundum einstaklinga frá þeim vandræðum að missa heimili sín vegna skulda. Við þurfum um leið að tryggja fæðuöryggi, læknishjálp og félagslega aðstoð allra á erfiðum tímum. Þörfin fyrir mannlega umhyggju inn í kalda sali stjórnsýslunnar hefur aldrei verið meiri.

Það er vegna þessara verkefna sem ég hef ákveðið að bjóða mig fram til setu á Alþingi Íslendinga.

 

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir 1. sæti fyrir L-lista fullveldissinna í suðurkjördæmi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband