26.3.2009 | 08:55
Um ágreining hagfræðinga austan hafs og vestan og aðferðir þeirra.
Ragnar Geir Brynjólfsson skrifar:
Aðgerðir hinnar nýju ríkisstjórnar Obama vestanhafs sem byggja á innspýtingu fjármagns inn í hagkerfið sem og seðlaprentun virðast vera umdeildar meðal hagfræðinga sérstaklega hérna megin Atlantsála þó svo að Þorvaldur Gylfason sé greinilega ekki einn þeirra ef marka má nýlegan Fréttablaðspistil hans. Í lokaorðum pistilsins má merkja að hann telji að hagfræðingar í Evrópu ættu að fara að dæmi starfsbræðra sinna Vestanhafs, en eftirtektarvert er að þeir virðast, sumir hverjir vera á öndverðum meiði og vara eindregið við skuldasöfnun ríkisins á krepputímum. Nýlega kom einn þeirra í sjónvarpið og hélt þeim viðhorfum fram.
Erfitt er fyrir leikmenn að gera sér grein fyrir forsendum hagfræðinganna og þessa ágreinings, en skiljanlegt er að Bandaríkjamenn byggi á reynslu sinni af kreppunni miklu og New Deal áætlun Roosevelt forseta sem almennt er talið að hafi rofið vítahring víxlverkandi lækkana og hruns. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að kreppan mikla hófst með hruni í október 1929 en efnahagsáætlun forsetans var ekki hrundið í framkvæmd fyrr en á árunum 1933-1938...
Smellið hér til að lesa meira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook