4.6.2009 | 13:31
Fundaherferðin byrjar
Nú um helgina verða fyrstu fundir í fundaherferð okkar um landið.
Á laugardagskvöldið 6. júní verðum við á Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22, Selfossi frá 20:00 til 22:00
Á sunnudagskvöldið 7. júní verðum við í Árhúsum, Rangárbökkum, Hellu frá 20:00 til 22:00
Þetta eru óformlegir spjallfundir sem við fáum að halda með góðfúslegu leyfi staðahaldara, gegn því að við verslum af þeim kaffi og aðrar veitingar.
Þau ykkar sem hafa áhuga á að koma á þessa fundi og heyra í okkur er það velkomið, og þið megið endilega láta fólk á þessu svæði sem þið teljið að gæti haft áhuga vita af fundunum. Því fleiri sem koma, því betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Athugasemdir
Áfram Ísland!
Árni Gunnarsson, 5.6.2009 kl. 09:41
Íslandi allt.
Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2009 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.