13.7.2009 | 10:24
Fundur í gær.
Samtök Fullveldissinna héldu opinn spjallfund í gærkvöldi og mættu til okkar tveir alþingismenn, þeir Ásmundur Einar Daðason, VG og Pétur Böndal, Sjálfstæðisflokki. Fundurinn sjálfur var vel mættur miðað við með hve skömmum fyrirvara boðað var til hans.
Rætt var um mögulega aðildarumsókn Ríkisstjórnar að ESB og Icesave samningana. Voru fundarmenn sammála um það að fólk ætti að taka sig til og hafa samband við sem flesta alþingismenn, helst í eigin persónu en í síma eða tölvupósti annars, og gera þeim grein fyrir sinni afstöðu sem kjósenda. Jafnframt var minnst á að auka fjölda fólks á Austurvelli í friðsömum mótmælum og fjölmenna á þingpalla.
Ég mun sjálfur vera við og í þinghúsinu næstu þrjá daga frá klukkan 14:00 - 17:00 ef einhverjir vilja slást í hópinn.
Hér er listi yfir alþingismenn og netföng og símanúmer þeirra.
f.h Samtaka Fullveldissinna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Athugasemdir
Þetta var mjög góður fundur! Fámennt en góðmennt, og athyglisverðar umræður sem áttu sér stað. Sérstaklega þótti mér merkilegt að fá sjónarhorn einstaklings frá landi sem hefur gengið í gegnum þetta sama ferli áður.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2009 kl. 14:59
Axel og Guðmundur. Ég var á þessum fundi og fannst þetta mjög góður fundur, og var eins þú segir: fámennt og góðment. Takk fyrir hann.
þarna komu athyglisverð sjónarmið fram sem þjóðin á rétt á að vita. Af öllu merkilegu sem kom þarna fram fannst mér sérstaklega merkilegt eins og þér Guðmundur, sjónarhorn hans sem hafa gengið í gegnum þetta ferli áður.
þjóðin á rétt á að heyra svona reynslusögur.
Sérstaklega með tilliti til að hún er skylduð til að borga fyrir ríkisfréttaflutninginn (sem er að mestu leyti verri en enginn.)
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2009 kl. 17:11
Þó er eins og Sjónvarpið skammist sín nú fyrir að hafa sent Kastljósið í sumarfri, þegar tvö afgerandi og gríðarmikilvæg mál eru í meðferð Alþingis.
Auka-Kastljósþattur var í kvöld, en það er segin saga, að talendurnir 5 voru liðónýtir málsvarar landsins með einni undantekningu: Ásmundi Einari Daðasyni. Er verið að handvelja Evrópubandalagssinna í þáttinn?!!! Jafnvel Illugi Gunnarsson er einn – viðrar þar aftur sín viðhorf á þá lund (gömlu viðhorfin, sem hann og Bjarni Benediksson höfðu í haust, en síðan hefur Bjarni séð að sér). Og þessi Borgarahreyfingarkona er nú bara verri en engin sem baráttumanneskja landsins!
Þetta gengur ekki, hve ómarkviss mótmælin eru. Vilji hreyfing ykkar standa að þeim, þarf hún á gera það á árangursríkari hátt. Sjálfur mætti ég á Austurvöll um 17.10 í dag og hrópaði mín hvatningarorð ítrekað að þinginu, svo að heyrðist, og hafði stuðning fáeinna, sem þarna voru enn að mótmæla.
Skrifa þér, Axel Þór!
Jón Valur Jensson, 13.7.2009 kl. 22:00
Takk fyrir góðan fund ígær. Já guðmundur, það var ég sem benti á fjármagn sem er að streyma eða ætla að streyma til landsins vegna upplysinga ároðin sem almeningur ætla að finna í gegnum fjölmiðla. Ekki nóg með það. Þetta L lístin á í raun taka afstöðu gegn NATO eða/og úrsókn úr þetta atlantshaf bandalag.
Til dæmis hefur ígær verið frétt hér eða á textavarpinu um að russnesk kjarnorku kafbátur hefur verið á Drekasvæðinu. Gott mál segi ég. Planið virka vel, því það segi engin um ameriska kafbátar, hvað þá flug þeira, eða NATO. Hér er verið að reyna að að beina athygli almennings að Russum því um NATO má ekki tala sem stendur. Í raun er Icesave, Brettland, Holand IMF og NATO það sama. Með því að segja NATO bless, heyrist það langt, plan stækkunar bæði þetta hér líð og EB væri svo ýfir nótt að engu.
Til eru sjálfsagt önnur úræði en ég tel að ofantalið og alt hitt sem ég ef sagt á fundi ígær er sterkasta vopn íslendinga. Því miður eru Vikingar ekki til lengur og eins hinir úti trúi ég, létt mútanleg þjóðflokkur.
Andrés.si, 13.7.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.