13.7.2009 | 20:09
Atburðir dagsins og gjörningur annað kvöld
Í framhaldi af því var ferðinni heitið að alþingishúsinu til að reyna að ná tali af alþingismönnum. Við náðum ekki nema fimm þegar ég þurfti frá að hverfa en aðrir tóku við kyndlinum og vonuðust til að ná í það minnsta tveim í viðbót. Við sátum reyndar á þingpöllum þegar Jóhanna sagði:
Mér heyrist hv. þingmaður bera mikla umhyggju fyrir áframhaldandi starfi þessarar ríkisstjórnar þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfi áfram.
Baráttan heldur áfram næstu daga og munum við hittast hvern dag á Súfistanum klukkan 13:30 og höldum þaðan að alþingi. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Ég hvet alla sem geta að hafa samband við sem flesta þingmenn á hvaða hátt sem þeir geta, jafnvel með SMS-skeyti. Munið að best er að ræða við þá af kurteisi því þannig komast okkar skilaboð helst til skila. Látið þá vita að þið viljið ekki að neinn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta stærsta mál frá lýðveldisstofnun.
Hér er hægt að nálgast tölvupóstföng og símanúmer þingmanna: http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1
-----------------------------------------------------------------------
Mætum öll á Þingvöll til að heita á land okkar og þjóð.
Þriðjudaginn 14. Júlí klukkan 20.00 mun hópur fólks mæta á Þingvöll í litlu sætin fyrir framan miðja Almannagjá á svæðinu fyrir ofan Þingvallakirkju. Þar munu þeir sem vilja fara með heit sín til lands og þjóðar.
Tilgangurinn með þessu er að vekja samhug okkar allra með fullvalda og frjálsri þjóð.
Þessi gjörningur verður ekki á vegum neinna samtaka eða annarra hópa, heldur er um einstaklinga að ræða sem koma allsstaðar að.
Guðni Karl Harðarson er hugmyndasmiðurinn á bak við þennan gjörning.
Ég hvet sem flesta til að mæta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna hefði ég viljað vera en er boðin til Egilsstaða (hitta dóttur og fjölsk.)
Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2009 kl. 22:19
ég sá engan á Súfistan kl 13;30. Það stóð hvert dag. :)
Andrés.si, 14.7.2009 kl. 14:08
Sæll Andrés.
Ég mætti, en var því miður svolítið seinn fyrir. Ég hef mætt þarna um 13:45.
Meira síðar.
Axel Þór Kolbeinsson, 14.7.2009 kl. 18:43
Tíminn var heldur óheppilegur. :)
Andrés.si, 14.7.2009 kl. 19:46
Ég kem aftur á morgun Andrés og reyni mitt besta að vera á réttum tíma.
Axel Þór Kolbeinsson, 14.7.2009 kl. 22:57
Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/
Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.