16.3.2009 | 09:01
Þjóðin er á móti aðildarviðræðum við ESB.
Samkvæmt könnun fréttablaðsins eru 54,6% þjóðarinnar andvíg því að farið sé í aðildarviðræður við ESB. 49,1% íbúa á höfuðborgarsvæðinu og 62,5% íbúa landsbyggðarinnar eru andvíg viðræðum.
Aðstandendur L-lista fullveldissinna taka undir skoðanir meirihluta landsmanna.
16.3.2009 | 08:17
Ekki hægt að afskrifa neina lista.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að útiloka að grasrótarframboðin nái mönnum á þing, þrátt fyrir að ekki hafi mælst mikill stuðningur við þau í nýlegum skoðanakönnunum samkvæmt frétt á mbl.is.
Fyrri færsla um skoðannakannanir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 18:17
Hvað hefur trúboð að gera með lausnir á vandamálum nútímans?
Sé þetta rétt með skuldatryggingarálagið að það sé komið svona langt niður að við séum á barmi þess að allar skuldbindingar séu marklausar verður að grípa til lækkunar skulda heilt yfir í mun stærra mæli en Framsókn hefur boðað.
Skuldatryggingarálag er þannig til fundið að miðað er við líkurnar á að það komi til greiðslufalls á skuldinni, þetta þýðir í raun og veru að ytrimarkaður er farin að taka til sína stýrisvaxtalækkun sem ekki var sett af stað á síðasta vaxta degi, einnig að það er farið að gera ráð fyrir greiðslufalli hjá íslenskaríkinu.
Ég ætla að nefna hérna flokka skuldatrygginagrálags (DRP Default Risk Premium)
| Investment Grade | Junk Bonds |
Moodys | Aaa Aa A Baa | Ba B Caa C |
S & P | AAA AA A BBB | BB B CCC D |
Það er ekki sama hvaða aðili metur lánshæfni og flokkar geta skipt máli.
AAA | AA | A | BBB | BB | B | CCC | |
EBIT/INREST | 21,4 x | 10,1x | 6,1x | 3,7x | 2,1x | 0,8x | 0,1x |
EBITDA/INTREST | 26,5 | 12,9 | 9,1 | 5,8 | 3,4 | 1,8 | 1,3 |
N.cash.flow/total.dept | 128,8% | 55,4% | 43,2% | 30,8% | 18,8% | 7,8% | 1,6% |
F.cash.flow/total dept | 84,2 | 25,2 | 15,0 | 8,5 | 2,6 | -(3,2) | -(12,9) |
ROC | 34,9 | 21,7 | 19,4 | 13,6 | 11,6 | 6,6 | 1,0 |
Operating inc.sales1 | 27,0 | 22,1 | 18,6 | 15,4 | 15,9 | 11,9 | 11,9 |
Long.term.debt/t.t.capital | 13,3 | 28,2 | 33,9 | 42,5 | 57,2 | 69,7 | 68,8 |
Total.debt/Total capital | 22,9 | 37,7 | 42,5 | 48,2 | 62,6 | 74,8 | 87,7 |
Heimildir Adjusted key U.S. Industrial Financial RatiosStandard &Poor´s CreditWeek, August 29,2001,30-35.
Við höfum ekki efni á því að fara niður fyrir BBB flokk því þá verða útgefin skuldabréf ríkisins verðlaus eða ill seljanleg, þar sem fjárfestar hreinlega kaupa ekki þannig bréf eða taka við þeim.
Ég áætlaði ekki að vera með fyrirlestur um kennitölur og vona að menn geti lesið sig í gegnum þetta hjálparlaust, en við getum lesið það út úr þessum tölum að í síðustu línunni að heildar þjóðarskuldir séu að nálgast (samkvæmt þessum upplýsingum) 50 til 60% af landsframleiðslu.
Það eru trúboðs framsetning flokka sem eru að fara mikið í taugarnar á mér og hafa gert lengi, Samfylkingin segir að ef við göngum í EB verði allt mikið betra og það sé lausnin á öllum vandamálum þjóðarinnar, come-on við greiðum ekki upp skuldir þjóðarinnar með því að ganga inní EB, við breytum ekki atvinnuleysinu með því að ganga inní EB, er það raunhæft að fara inní evrusvæðið á þessu gengi sem íslenskakrónan er í á þessari stundu, þetta eru afvegaleiðandi fullyrðingar og draumar um fullkomið jafnvægi sem er hreinlega ekki til í heiminum í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikla fóbíu gangvart opinberageiranum sem hefur þó stækkað gígatískt á þeirra valda tíma, vilja einkavæða allan opinbera geirann vegna lífeyrissjóðsréttinda sem eru svo ósveigjanleg og uppsagnarákvæða í kjarasamningum starfsfólksins.
Það er ekki stjórnunarlegt atriði að kostnaður fer upp úr öllu valdi innan opinbera geirans nei það eru samningar starfsfólksins, þetta er auðvita tómt bull, þetta liggur í mikið í öryggis og reglugerðarverkinu sem kemur frá hinu opinber eða ríkinu sjálfu, þar sem lög og regluverk er ekki sniðið með kostnaðar eða tekjugreiningum heldur á þetta bara að vera svona.
VG vilja jöfnuð í öllu, sem gengur hreinlega ekki upp. Það er ekki hægt að jafna aðstæður á öllu landinu nema að mismuna einhverjum, því er það mikið atriði að vera með óháða aðila innan kerfisins sem geta séð raunverulegar þarfir ekki það sem pólitíkinni finnst. Það er ekki endilega það sem fólkið vill, það sem að pólitíkinni finnist að ætti að vera þarfir fólksins. Þar liggur átrúnaður VG, að halda því fram að þeir viti hvað sé fólkinu fyrir bestu og að þeir ætli að framkvæma það, en það gæti verið að þeir séu að misskilja þetta atriði.
Framsókn hefur aldrei verið með betri stefnuskrá að mínu mati en þetta EB mál klúðrar öllum framsetningum þeirra. Það er nýja formanninum til hróss sem ég segi þetta þar sem hann sýndi fádæma öryggi og dirfsku að segja frá hlutunum eins og þeir eru, en ekki eins og hann vildi að þeir væru, það liggur mikil munur á svona framsetningu.
L-listinn hefur lagt á það áherslur í framsetningum sínum á áherslum að segja satt og rétt frá öllum hlutum, en það er eins og fjölmiðlar taki sér bersaleyfi og túlki framsetninguna á sinn hátt, það hefur aldrei verið meiningin að efsti maður á lista L-listans ráði röðun á listann, það var bara ekki tími til að fara í raða upp listum og því var gripið til þess ráðs að menn kæmu sér saman um nöfn á listanum.
Þetta var allt gert með það að markmiði að persónukjör yrði leyft í komandi alþingiskosningum, þannig að kjósendum gæfist kostur á að raða þeim aðilum sem séu þeim þóknanlegir í þá röð sem þeim líkaði. L-listinn hefur ekki digra kosningarsjóði eins og fjórflokka kerfið hefur byggt upp, með eindæmum, til að ganga á við þessar aðstæður, því var valin eins ódýr leið og möguleg var við þær aðstæður.
1 Operating inc.sales hér er skilgreint hár sem sala mínus kostnaðarverð framleiddrarvöru, sala, heildar stjórnunarkostnaður, vinnulaun og framleiðslukostnaður
15.3.2009 | 12:43
Youtube
Hugleiðing dagsins:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2009 | 23:41
L-listinn fyrir fólkið í landinu
Gunnar Kristinn Þórðarson
Algjört ráðaleysi virðist einkenna viðbrögð stjórnmálamanna við heimskreppunni og áhrifa hennar á Íslendinga. Viðbrögð þeirra virðast tilviljunarkenndar og lausar við alla framsýni eða snertingu við þær aðstæður sem heimili landsmanna eru í. Það er útlit fyrir að heimskreppan verði langvarandi kreppa, og hefur það áhrif á hagmuni Íslendinga og þjóðartekjur. Á meðan þjóðartekjur rýrna, verðum við að halda á efnahagsmálum þjóðarinnar á þann hátt, að tekjur dugi fyrir skuldum, þar sem engum lánum er til að dreifa á milli þjóða. Þá er gríðarlega mikilvægt að stuðst sé við rétt gildi og framsýni í atvinnumálum.
L-listinn boðar nýja sýn á efnahagskreppuna og boðar lausnir fyrir fólkið í landinu. L-listinn vill koma á kreppusjóði sem er stofnaður til þess að tryggja landsmönnum fjóra hluti:
1. Fæðuöryggi heimila og þjóðar.
2. Heilsugæslu fyrir alla óháð efnahag.
3. Húsaskjól fyrir alla.
4. En síðast atvinnusköpun sem vænleg er til að skila þjóðarbúinu tekjur með framleiðslu og útflutningi.
Ljóst er að á næstu misserum og árum, verða þessir grunnþættir ekki sjálfssagðir og eru reyndar þegar blikur á lofti. Kreppusjóðurinn er hugsaður á þann veg að ríkið kaupi skuldir heimila í neyð, að hluta til eða að fullu, leigi þeim íbúðirnar og gefi skuldurum búseturétt og forkaupsrétt á húsnæðinu, að kreppunni lokinni.
Ljóst er, ef þjóðartekjur minnka stórlega, sem útlit er fyrir, þurfum við að treysta þessa grunnþætti samfélagsins. Við þurfum að sækja hart fram á við í framleiðslu og útflutningi, en á sama tíma horfa inn á við, og treysta velferðina fyrir allt fólkið í landinu. Framboð L-listans til Alþingiskosninga er tímamót fyrir heimilin í landinu sem blæða.
Við erum komin til að segja þeim sem bera angist og ótta í hjarta í kreppunni, að við erum til staðar fyrir þau með lausnir, og vinnum að þeirra hagsmunum.
14.3.2009 | 23:20
Breytt kosningafyrirkomulag og persónukjör.
Það eru fleiri en talsmenn L-lista sem hafa gagnrýnt núverandi hugmyndir um breytingar á kosningalögum.
Karl Th. Birgisson skrifar ákall til leiðtoga Samfylkingarinnar undir yfirskriftinni "Ekki eyðileggja persónukjörið, Jóhanna" á vefsetrið Herðubreið.
Þar bendir hann t.d. á þennan stóra galla:
Miðað við núverandi hugmyndir færi prófkjör flokkanna í raun fram samhliða kosningum þar sem frambjóðendur væru ekki bara framboði fyrir sitt framboð heldur líka í beinni samkeppni við samherja sína.
Margar hugmyndir hafa verið ræddar um breytt fyrirkomulag á kosningafyrirkomulagi hjá flestum stjórnmálahreyfingum, og af landsmönnum öllum. Við sem stöndum að L-listanum höfum mikið rætt þessi mál og ýmsar hugmyndir verið ræddar.
Ein af þessum hugmyndum er að vera í raun með tvöfalt kerfi. Hluti þingmanna, t.d. 2/3 er kosinn af listum framboða í einu landskjördæmi, og þá mögulega útfært með með því að hver kjósandi velji 5 einstaklinga af einum lista, eða á milli lista.
Hinn 1/3 hluti þingamanna yrði kosinn í nýjum einmenningskjördæmum í beinu persónukjöri.
En það er ljóst að núverandi kerfi er ekki vilji þjóðarinnar, og ekki vilji okkar sem standa að L-listanum, en breytingar á kosningalögum rúmum mánuði fyrir kosningar getur ekki verið góð hugmynd.
Endilega skiljið eftir ykkar hugmyndir um hvernig þið viljið sjá breytingar á fyrirkomulagi kosninga. Við viljum heyra frá þér. Opið verður fyrir nýjar athugasemdir við þessa færslu til 23.apríl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2009 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 22:22
ESB stefna Framsóknar er skýr - INN SKAL EK!
Í aðdraganda formannskjörs Framsóknarflokks reyndu margir að fá mig til að taka þátt og styðja hinn unga og efnilega Sigmund Davíð.
Þar gengu vasklega fram ESB sinnar sem höfðu á foringjanum mikið dálæti og sömuleiðis ESB andstæðingar sem voru sannfærðir um að Sigmundur væri sá maður sem ætlaði að snúa niður allt ESB daður Framsóknarmaddömmunar. Ég verð alltaf var um mig þegar mönnum tekst þannig að tala upp á eyrun á ólíkum hópum.
Í gær var hinn nýi formaður á Viðskiptaþingi með mörgum ESB sinnum og sagði þar ef marka má Fréttablaðið:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði stefnu flokksins skýra: "Afstaðan er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru," sagði hann.
Sigmundur spurði þá Steingrím nánar út í hans afstöðu; hvort hann útilokaði stjórnarsamstarf við Samfylkinguna, setti hún Evrópumál að skilyrði. Steingrímur svaraði því ekki játandi en vildi þó vara Samfylkingu við að setja skilyrði.
Reyndar held ég að tvöfeldni hefni sín ætíð eins og marka má af þessari færslu SME um Framsóknarbyltinguna sem sýnir að lífið er enginn dans á rósum hjá hinum nýja formanni.