Neikvæðir nafnvextir og tímastimplaðir seðlar

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar:

 

GunnarKristinnÞótt fræðimenn og fjölmiðlar vilji ekki tala um það, þá er nokkurra ára tímabil verðhjöðnunar á næsta leiti. Nánast allir í heiminum eru að búa sig undir þetta eða verjast þessu nema við Íslendingar. Bjartsýnismenn segja að aðgerðir Obama séu að virka þar sem peningaprentunin er að skila sér út í verðlagið í Bandaríkjunum og hlutabréf hækka, þegar þetta er skrifað.
 
Fleiri og meira sannfærandi rök lúta að því að um sé að ræða sápukúlu sem á brátt eftir að springa. ARM og Alt-a íbúðarveðlánavöndlanir eru komnir í vanskil í Bandaríkjunum upp á 1,7 billjón (1.700 milljarða!) dala en þeir voru seldir víðsvegar um heiminn. Það eru um 700 billjónir dala í hlutafleiðum og tryggingum í hagkerfi heimsins og AIG sýnir sig sem óseðjandi svarthol á bandarískt almannafé. General Motors og Chrysler verða án nokkurs vafa færðir í gjaldþrotaskipti með ófyrirséðum afleiðingum fyrir iðnað í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, þ.m.t. áliðnað á Íslandi.
 
Talið er að fjármálakerfi Evrópu þurfi 25 billjónir dala til að endurfjármagna sig á næstu fjórum árum, og eru ábyrgir menn að segja að fjármálakerfi heimsins sé í raun hrunið. Líklegt er að S-Evrópa reyni að slíta sig úr evrubandalaginu á meðan A- Evrópa reynir að komast inn í það. Evran er of há fyrir S-Evrópu og A-Evrópa er tæknilega gjaldþrota. Þetta gerist á meðan lánadrottnar A-Evrópu eru flestir frá N-Evrópu, eins og Austurríki, Belgíu, Svíþjóð og jafnvel Noregi.
 
Nú er svo komið að skuldir ríkja eru svo ofboðslegar að fjöldagjaldþrot heilu ríkjanna og stórfyrirtækja eru nær óhjákvæmileg og skilar það sér í gríðarlegu atvinnuleysi. Atvinnuleysi kallar á stórminnkaða eftirspurn sem svo leiðir til verðhjöðnunar. Þetta er vítahringurinn sem innsiglar nokkra ára verðhjöðnunartímabil á hnattrænum skala.
 
Viðbrögðin við verðhjöðnun eru aðallega prentun gjaldmiðla og lækkun stýrivaxta. Við Íslendingar eigum eftir að gera hvort tveggja, en umræður eru á meðal hagrýna um annan valkost. Vangaveltur eru um að koma á neikvæðum nafnvöxtum á bankainnlán og tímastimplaða seðla. Þetta þýðir að bankar taka þóknun fyrir að hýsa fjármuni almennings, og seðlar missa verðmæti sitt ef þeim er ekki eytt innan tiltekins tíma. Þetta er býsna róttæk aðgerð, en gæti verið óhjákvæmileg. Það besta við þessa aðgerð er að hún kemur ekki niður á þeim sem lítinn pening eiga eða hafa lág laun. Þetta úrræði neyðir aðeins þá sem töluverðan eða mikinn pening eiga inni á bókum til að fjárfesta í hagkerfinu; í hlutabréfum eða öðrum eignum sem vænlegar eru til ávöxtunar. Þannig má knýja hjól atvinnulífsins áfram og atvinnusköpun.
 
Það er ekki vænlegt að þeir sem eiga enga peninga séu að eyða þeim, það liggur í orðanna hljóðan. Hins vegar er hagkerfið og atvinnulífið botnfrosið vegna þess að þeir sem eiga peninga eru ekki að fjárfesta eða eyða. Ég vil hér með varpa þessari vangaveltu til hagrýna þjóðarinnar því umræða verður að skapast um komandi ár, sem eiga eftir að verða mögur í meira lagi.

 

Gunnar Kristinn Þórðarson skipar 2. sæti fyrir L-lista fullveldissinna í Reykjavík Norður

 

 


Upptaka Evru.

Evra  

Ein megin röksemd ESB-sinna fyrir inngöngu í sambandið er sú að þá getum við tekið upp Evru sem gjaldmiðil og þá muni komast á stöðugleiki í efnahagslífi íslendinga. Þessi röksemd er eins og margt í málflutningi þeirra, í besta falli fáviska eða þeir eru vísvitandi að blekkja almenning.

Lesendi getur séð hér að neðan hvað þarf að uppfylla til að komast í Evruklúbbinn, og spurt sig hve langan tíma það tekur að ná þessum markmiðum. Skuldastaða ríkissjóðs og halli á fjárlögum á komandi árum mun útiloka það, en þrátt fyrir það, lofa þeir okkur Evruhimnaríki.

Raunhæfara væri fyrir þá ( ESB-sinna) að bjóða okkur að taka upp US dollar, þar eru engi slík skilyrði.

" Til að taka upp evruna þurfa aðildarríkin að uppfylla eftirfarandi meginskilyrði um árangur í efnahagsmálum:220
  •  Halli á ríkissjóði má ekki vera meira en 3% af landsframleiðslu og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meira en 60% af landsframleiðslu.
  • Verðbólga má ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum ESB þar sem hún er lægst.
  • Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim löndum ESB þar sem verðlag er stöðugast
  • Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%.

Til að taka upp evruna þurfa aðildarríki ESB einnig m.a. að gera tilteknar lagabreytingar og uppfylla skilyrði um sjálfstæði seðlabanka sinna. 221 

"220 , Skilyrðin eru sett fram í bókun við stofnsáttmála ESB (Protocol on the convergence criteria referred to in Article121 of the Treaty establishing the European Community). Skilyrðin, skýringar á þeim og umfjöllun um hvernig þauhafa verið túlkuð af framkvæmdastjórn ESB eru á heimasíðu Seðlabanka Evrópu, á vefslóðinni: http://www.ecb.eu/ecb/orga/escb/html/convergence-criteria.en.html                                                                                        Úr skýrslu " Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Mars 2007 

 

 
 

 


Kallaði engin(n) Úlfur Úlfur?

Már Wolfgang Mixa skrifar um efnhafsmál:

 

Hví stöðvaði þetta engin(n)?  Augljóst var að aukin skuldtaka var í tísku.  Hér er ekki einungis hægt að benda á einhverja útrásarvíkinga, stjórnvöld hefðu átt að taka í taumanna á þessu máli löngu fyrr.

Hægt er að sjá mínar viðvaranir sem fram komu í forsíðugrein 24 Stunda...

 Smelltu hér til að lesa meira.

 

 


Oddvitar í suðvestur og norðvesturkjördæmum.

L – listi fullveldissinna ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að Guðrún Guðmundsdóttir bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal muni leiða  L – listann í Norðvesturkjördæmi og að Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfirði muni leiða L – listann í Suðvesturkjördæmi.

Unnið er að frekari röðun á báða þessa lista sem og skipan annarra lista. Stefnt er að því að röðun á lista verði lokið um komandi mánaðamót.

 

Þórhallur Heimisson sem leiðir L – lista fullveldissinna í Kraganum er 47 ára prestur búsettur í Hafnarfirði. Hann lauk guðfræðiprófi frá HÍ árið 1988 og vígðist til prestsstarfa árið eftir. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð. Árið 1996 var Þórhallur kosinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju en hann er sem stendur settur héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi. Þórhallur er kvæntur og á fjögur börn.

 

 

 

 

Guðrún Guðmundsdóttir sem leiðir L – lista fullveldissinna í Norðvesturkjördæmi er 57 ára bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal í Austur Húnavatnssýslu. Guðrún var stúdent frá MR 1972. Hún á fjögur uppkomin börn á aldrinum 19 – 30 ára. Guðrún hefur starfað í Framsóknarflokki frá unga aldri en sagði sig úr þeim flokki fyrr í vetur.

 

 

 

 


ESB og fæðuöryggi á Íslandi.

saudfjarraekt Ef við göngum í ESB þá mun íslenskur matvæla og grænmetisiðnaður hverfa að stórum hluta með tilheyrandi gjaldþrotum og atvinnuleysi, svína og kjúklingarækt leggist að mestu af, kúabúskapur og mjólkurframleiðsla minnkar og sjúkdómahætta í íslenskum bústofni eykst stórlega. Þetta er ekki hræðsluáróður. Þetta er samhljóða álit þeirra sem til þekkja.

Lega Íslands út á Atlandshafi er allt önnur en þjóða á meginlandi Evrópu, Skandinavíu eða jafnvel Bretlands og Írlands. Hingað verður alltaf dýrt að flytja vörur og fæðuöryggi landsmanna er ekki hægt að bera saman við þar sem hægt er að flytja allt á bílum eða járnbrautum innan Evrópu. Hér verðum við að getað treyst á innlenda framleiðslu til fæðuframboðs, þar er einfaldlega þjóðaröryggismál.

Í áróðri ESB sinna fyrir inngöngu í ESB er fullyrt að matvælaverð muni lækka til hagsbóta fyrir almenning, (með lækkun tolla) er aldrei tekin í dæmið sá mikli fórnarkostnaður sem því fylgir fyrir íslenska bændur og matvælaiðnaðinn í landinu. Aldrei er talað um þá staðreynd að stjórnvöld hafa í hendi sinni að lækka matvælaverð strax í dag með niðurfellingu á gjöldum á matvæli og aðföngum til matvælaframleiðslu.

"4.6.1. Áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenskan landbúnað

Ljóst þykir að innganga Íslands í ESB myndi m.a. leiða til samdráttar og tekjumissis í landbúnaði og afurðastöðvum, í samanburði við núverandi stuðningskerfi ríkisins við landbúnaðinn. Aðalástæðan fyrir því eru breytingar sem gera má ráð fyrir að verði á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu vegna aukinnar samkeppni við innflutta framleiðslu. Þó eru samningstækifæri varðandi innlendan stuðning að nokkru marki.

 Ef Íslendingar ganga í ESB verður búvörumarkaður hér á landi hluti af innri markaði ESB með tilheyrandi niðurfellingu tolla. Í skýrslunni Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi frá árinu 2003 segir að þessu muni fylgja verulegar lækkanir á verði til framleiðenda hérlendis og reynsla Finna bendir einnig til nokkurrar verðlækkunar til neytenda.280 .Hver áhrifin á framleiðslu búvara verða ræðst annars vegar af því hve miklar þessar verðlækkanir verða og hins vegar hvort auknum styrkjum verður beint til landbúnaðarframleiðslu og hvernig þeir dreifast milli framleiðenda.Í skýrslunni kemur fram að miðað við núverandi aðstæður má gera ráð fyrir að framleiðsla á mjólkurvörum muni minnka nokkuð við inngöngu Íslands í ESB og kjúklinga- og svínakjötsframleiðsla hlutfallslega enn meira. Ætla megi að samdráttur verði einnig í framleiðslu og sölu kinda- og nautakjöts. Þetta velti þó m.a. á reglum um sjúkdómavarnir og innflutning á hráu kjöti. Auk þessara greina hefur verið bent á að samdráttur verði í garðyrkju við inngöngu í ESB.281 "

280 Við inngöngu Finna í ESB lækkaði verð á matvælum um u.þ.b. 10%, sbr. utanríkisráðuneytið (2003), Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi, bls. 38.

Úr skýrslu " Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Mars 2007

 

 


Markaðssálfræði og verðhjöðnun

Skilgreiningar sumra hagrýna á verðhjöðnun finnst mér oft ansi grunn og yfirborðsleg.  Þá er litið á að verðhjöðnun skapist vegna síminnkandi eftirspurnar.  Hugmyndafræðin gengur út á að fólk hætti að eyða vegna þess að það bíði það þangað til hlutirnir lækki í verði, svo kaupin verði betri.  Þetta finnst mér ákaflega þröngsýnt og barnalegt.

Sumir líta til Týnda áratug Japana en þeir prentuðu ógrynni af seðlum sem svo almenningur lagði inn á bók og notuðu ekki í eyðslu.  Þess vegna fór peningurinn aldrei almenninlega í hagkerfið og lengdist því kreppan.  Þess vegna hafa Bretar íhugað að taka upp neikvæða nafnvexti og tímastimplaða seðla til að koma í veg fyrir það.

Það sem greinir þessa kreppu frá Týnda áratuginum er að allur heimurinn er í kreppu.  Japanir bjuggu við þokkalega eftirspurn frá umheiminum, einkum frá Bandaríkjunum.  Þessari eftirspurn er ekki til að dreifa í þessari kreppu, og verður hún alvarlegri fyrir vikið.  Vegna hnattvæðingarinnar hafa hagrýnar staðhæft að þótt Bandaríkjamenn nái sér á strik, sem sé ólíklegt, þá muni það ekki rétta af efnahag Evrópu, eins og í fyrri skiptin í hagsögunni.

Það sem gerir langvarandi verðhjöðnun líklega í Bandaríkjunum og Evrópu, þ.e.a.s. þar sem hún er ekki orðin þegar staðreynd, er atvinnuleysið.  Verðhjöðnun skapar ekki eingöngu atvinnuleysi heldur orsakar atinnuleysi verðhjöðnun; einkum þegar atvinnuleysi eykst með ólíkindum um allan heim.  Þetta veldur hrapi í eftirspurn sem leiðir af sér enn meiri verðhjöðnun.  Þetta er ekki spurning um einhverja aula markaðssálfræði, um hvernig neytandin hagar sér, heldur eru þetta spurning um hvernig félagslegar staðreyndir hafa áhrif á neyslu fólks.  Þegar fólk er atvinnulaust breytist neyslan og dregst gríðarlega saman.  Opinberar atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru 8.1% en hagrýnar telja töluna vera í raun miklu hærri vegna þess hvernig Bandaríkjamenn reikna atvinnuleysið.  Þeir taka eingöngu þá með í reikningin sem eru að leita af starfi opinberlega.  Sumir vilja meina að raunverulegt atvinnuleysi sé allt að 50% hærra.  Við þetta bætist að meðalvinnuvika Bandaríkjamanna er komin niður fyrir 30 klst.

Þótt hagvöxtur myndi hætta að lækka, sem er ólíklegt, myndi atvinnuleysi halda áfram að hækka vegna margfeldisáhrifa í samfélaginu.  Þjónusta færist inn á heimilin, og leikskólar og skólaskjól loka eða minnka umsvif sín.  Fólk hættir að fara út að borða, eða eyða í dýran mat.  Verslanir minnka umsvif sín sem og öll þjónusta.  Þetta skilar sér í síauknu atvinnuleysi.  Þótt atvinnuleysi á Íslandi sé um 10% er það raunverulega amk 5-7% hærra sé það hugsað nokkrar vikur fram í tímann.  Þetta minnkar eftirspurn og veldur verðhjöðnun. 

Svo er það farið með gjörvallan heiminn.  Þetta snýst ekki um einhverja aulalega markaðssálfræði, heldur um nauðsyn, og hvernig fólk bregst við í neyð.  Í neyð gerir fólk allt til þess að lifa af, þ.m.t. að minnka lífsgæði og neyslu.

 

Gunnar Kristinn Þórðarson

 


Fréttatikynning.

L - listi fullveldissinna varar við ESB slagsíðu flokkanna

Frambjóðendur L – lista fullveldissinna lýsa yfir þungum áhyggjum af fullveldi og sjálfstæði Íslands í kjölfar nýliðinna prófkjöra. Líkur benda til að fleiri ESB sinnar setjist nú á Alþingi Íslendinga en áður.

Vaxandi ítök ESB sinna á öllum framboðslistum Sjálfstæðisflokks eru hér sérstakt áhyggjuefni en flokkurinn var til skamms tíma brjóstvörn sjálfstæðissinna á Íslandi. Yfirlýsingar frá oddvitum allra lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu benda til að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að aðildarviðræðum við ESB. Frambjóðendur L – listans telja að þar með sé lagt í hættulegan leik með það fjöregg þjóðarinnar sem sjálfstæði þjóðarinnar er.

Fullveldissinnar lýsa einnig yfir þungum áhyggjum af stefnubreytingu formanns Framsóknarflokksins sem lýsti því yfir á Viðskiptaþingi í síðustu viku að stefna hans flokks væri sú að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Þá er uppgangur harðlínu ESB manna innan Samfylkingar áhyggjuefni. Að síðustu telur L – listinn rétt að vekja athygli á þeirri sýn varaformanns Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð að flokknum beri að ná sameiginlegri ESB stefnu með Samfylkingunni á næsta kjörtímabili.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband