L-listi fullveldissinna gegn ESB aðild.

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar:

 

GunnarKristinnUmræðan um Evrópumálin er aftur komin á borð fjórflokkanna í aðdraganda kosninganna og eru þeir flestir tilbúnir til að gera málamiðlanir í því efni til að forðast klofning, en sérhver flokkur er klofinn í herðar niður í þeirri umræðu. Undantekning á því eru Vinstri-grænir, en þeim virðist kappsmál að leggjast gegn allri arðbærri atvinnuuppbyggingu á Íslandi. A-Evrópa er að sigla í greiðsluþrot en lánardrottnar þeirra eru flestir í N-Evrópu, þ.m.t. Austurríki og Svíþjóð. S-Evrópa er að reyna að slíta sig úr evrusamstarfinu en gjaldmiðillinn er að sliga þær þjóðir vegna þess að gengi evrunnar er of hátt m.t.t. útflutnings og þjóðartekna. Sagt er að gjaldþrot þessara þjóða muni reynast ódýrari kostur en að slíta samstarfinu innan Evrópubandalagsins; slíkir eru fjötrarnir. Ofan á þetta bætist að ábyrgir hagrýnar staðhæfa að fjármálakerfi Evrópu sé í raun hrunið, en talið er að það þurfi 25 billjónir dala til að endurfjármagna sig næstu fjögur árin. Slíku fjármagni er ekki til að dreifa í heiminum.
 
L-listinn leggst gegn ESB-aðild og telur gjaldmiðilsskipti ekki tímabær eða skynsamlegan kost eins og heimsefnahagurinn stendur. L-listinn boðar sókndirfsku í arðbærum framkvæmdum sem vænlegar eru til að skila þjóðarbúinu tekjum, á meðan við treystum grunnþætti velferðarinnar, sem eru: fæðuöryggi heimila og þjóðar, heilsugæsla fyrir alla óháð efnahag, og húsaskjól fyrir alla Íslendinga. L-listinn er skynsamlegur kostur sem vinnur að þjóðarhag.

 

Höfundur skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir L-listann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband