Fiskveiðistefna ESB og íslenskur sjávarútvegur.

Nokkrar staðreyndir: 

Verðmæti sjávarafurða í ESB er innan við 1 % af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna og því er efnahagsleg áhrif þeirra ekki mikil, öfugt við efnahagsleg áhrif sjávarútvegsins á Íslandi og þá sérstaklega í öflun gjaldeyristekna. Hinsvegar eru pólitísk áhrif sjávarútvegsins mikil innan sambandsins vegna þess að hann er á jaðar og láglaunasvæðum. Smæð Íslands sem meðlimir í ESB myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB vegna ólíkra hagsmuna innan greinarinnar. 

 Mannfjöldi íFjöldiAflamagnVerðmæti af
 greininni.skipatonnþjóðarframleiðslu
     
ESB226.00088.0005,7 millj.0,9%
     
Ísland8.0001.6401,2 millj.6,2%
     
     

Greinar sjávarútvegs eru stórlega ríkisstyrktar í ESB og eru hluti af landbúnaðarstefnu sambandsins. Sjávarútvegur teygir sig yfir strandlengju og eyjar 22 ríkja sambandsins og er allsstaðar láglaunuð grein.    Sjö ára áætlun 2007-2113 1)  gerir ráð fyrir að greiða yfir 4.305 milljónir Evra. (620 milljarða ISK) í styrki til sjávarútvegsfyrirtækja í í löndum ESB og þar inni er ekki rekstrarkostnaður stofnanna sem þjóna eða hafa eftirlit með greininni.

Þessir styrkir nema um 2,8 millj. ISK á hvern 226.400 starfsmann í greininni. Þeim er deilt á aðildarlöndin miðað við fjölda starfsmanna í greininni og stærð flotans. Þrjú hæstu löndin eru Spánn 160 milljarða, Pólland 100 milljarða og Ítalía 60 milljarða. 2)

80% fiskstofna sem nýttir eru í ríkjum sambandsins er ofveiddir og sumir að hruni komnir. Mikið af fiski hent og ekki er gefið upp og því ekki inní aflatölum. Afli ESB flotans hefur minnkað um 2,3 millj. tonna á síðustu 10 árum, úr 8 millj. í 5,7 millj. tonna. 

Áhrif á íslenskan sjávarútveg við inngöngu í ESB:

Við missum fullveldi um allar ákvarðanir í sjávarútvegsmálum.

Ákvörðun um heildarafla færist til Brussel, samningar um fiskveiðar við erlend ríki færist til Brussel.

Allir gallar fiskveiðistjórnunar ESB innleiddir hér á landi. Brottkast leyfilegt.

Ýmsar reglur sem þróast hafa hér á landi um stjórn fiskveiða munu ekki standast reglur ESB m.a. takmarkanir á aflaheimildum til einstakra fyrirtækja, lámark veiðiskyldu ofl.

Erlend fyrirtæki gætu eignast hlutdeild í íslenskum sjávarauðlindum, erlendum sjómönnum fjölgar á kostnað íslenskra og lækkar laun sjómanna.

Styrkjakerfi dregur úr frumkvæði og hagkvæmni.

Hvalveiðar bannaðar og  ýmsar aðrar tilskipanir í umhverfismálum teknar upp. 

ESB sinnar og jafnvel starfsmenn ESB eins og Mr. Michael Köhler ráðuneytisstjóri Sjávarútvegsmála ESB sem hélt hér fyrirlestur fyrir tæpum tveim árum reyna að slá á hræðslu íslendinga um að erlend skip fái veiðirétt á Íslandsmiðum með þeim rökum að veiðiréttur í ESB er byggður á veiðireynslu. Þetta er alveg rétt, hér munu engin erlend skip geta komið á Íslandsmið og veitt vegna þessara reglu, en raunveruleg hætta er fyrir hendi að kvótinn geti færst á hendur erlendum fyrirtækjum engu að síður og arður af veiðum og vinnslu hans hverfi frá Íslandi.

Rök ESB sinna eru þau, að af því að við séum betri fiskveiðiþjóð þá gæti þetta verið tækifæri fyrir okkur að fjárfesta erlendis eins og Samherji hafi gert í ESB og að fjárfestingar eigi ekki bara að vera frjálsar á annan veginn. Þessi rök halda ekki þegar litið er til hagsmuna íslensku þjóðarinnar. Ef erlent fyrirtæki eignast íslenska útgerð, þá eignast það vegna eðlis kvótakerfis okkar, varanlega % hlutdeild af íslenskri auðlind.

Það eru hagsmunir þjóðarinnar að helsta auðlind hennar haldist í íslenskri eigu og henni sé stjórnað af ábyrgð og arðsemi af íslendingum sjálfum. Hverfi arður hennar úr okkar höndum er illa farið.

1) European Fisheries Fund (EFF)

2) http://ec.europa.eu/fisheries/cfp/fisheries_sector_en.htm

461527B

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband