Keppni í yfirboðum

Gömlu flokkarnir yfirbjóða nú hver annan í kosningaloforðum:

 

1)  20% flatar afskrifitir á allar skuldir!  Þetta mundi setja bankana og Íbúðalánasjóð á hausinn (og svo í fangið á skattgreiðendum)! Það er óþarfi að gefa eftir skuldir fólks með góða eignastöðu og atvinnu, það er óréttlæti sem fæðir af sér árekstra og afsiðun. Margir ráða við sínar skuldir og þurfa ekki afskrift. Fyrir þær fjölskyldur sem bankarnir, lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður geta ekki haldið gangandi á framlengingum og frestum þarf að stofna kreppusjóð sem tekur ofhlaðnar fjölskyldur undir sinn verndarvæng þar til er kreppunni linnir, barnafjölskyldur strax.

2) Afnám verðtryggingar! Getið þið ímyndað ykkur vaxtaæðið sem þá mundi renna á bankana? Enginn fengi lán nema með breytilegum vöxtum sem bankarnir sjálfir breyta að vild. Ísland er sérstakt með að kljúfa vaxtabyrðina í tvennt sem gerir hana gagnsærri, bankarnir breyta ekki svo glatt umsamda vaxtahlutanum. Vaxtabyrðin lækkar ekki þó verðtryggingin sé afnumin, þvert á móti, hún gæti versnað en lækkun himinhárra stýrivaxta mundi lækka hana. En það þarf að endurskoða verðtrygginguna svo bólur komi ekki af stað lánabólgu og svo skuldakreppu og vísitölurnar þurfa að fylgja raunverðmætum. Verðbólga er viðvarandi í löndum þar sem er uppbygging og verður því áfram hér hjá okkur.

3) Taka upp evru!  Yfirboðið er, að þannig fáist stöðugleiki! En stöðugur gjaldmiðill í sveiflukenndu hagkerfi leiðir ekki til stöðugleika heldur fjöldagjaldþrota, fjöldaatvinnuleysis og loks þjóðargjaldþrots eins og dæmin sýna. Það þarf að vera hægt að laga peningastefnuna að sveiflunni í hagakerfinu, ólík hagkerfi með hvert sína hagsveiflu þurfa hvert sinn gjaldmiðil. Seðlabanki ESB mun ekki haga sinni peningastefnu eftir íslenskum hagsveiflum. En það þarf vitræna hagstjórn í landinu, stjórnkerfi sem er lamað af fjórfrelsiskreddum dugir ekki, krónan getur ekki verið alþjóða braskaramynt og leiksoppur ofbólginna einkavinabanka.

Friðrik Daníelsson. Efnaverkfræðingur

Höfundur skipar 4. sæti L-lista fullveldissinna í Reykjavíkurkjördæmi norður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband