Baráttan sem nú er hafin!

flosagja_820612.jpgÞá er það endanlega staðfest eftir fundi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um helgina að ESB er mál málanna í þeim kosningum sem nú eru framundan. Þetta sögðum við hjá L - lista fullveldissinna í upphafi þegar við hófum baráttu okkar.

Allir flokkar aðrir gerðu þá lítið úr því.

En það er gott að þetta mál hefur skýrst.

Annað liggur líka fyrir eftir helgina: Eina 100% örugga vörnin gegn ESB er að kjósa L í kosningunum.

Kratarnir vilja ólmir í ESB, hvað sem það kostar.

VG og O og Sjálfstæðismenn vilja það ekki, þó kannski, allavega  eru þeir tilbúnir að skoða málið og kjósa ef fólk vill.......

Framsókn vill ESB.

L segir  nei! Og stendur við það.

Hvað vilt þú?

Sjálfstætt Ísland eða hjálendu frá London, Brussel og París?

Þitt er valið. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga Íslendingar þá að segja sig úr EES?

Forvitinn (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 00:54

2 identicon

Þið fáið minn stuðning og mitt atkvæði í komandi kosningum. Hvernig kemst ég annars í samband við ykkur? Eruð þið einhversstaðar með fundi eða annað þar sem þið hittist og ræðið málin?

Árni Gunnar Haraldsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 08:40

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Í guðanna bænum !   ESB er þvílíkt EKKI mál málanna í komandi kosningum.

Heldur það hvernig á að draga þjóðina upp úr kviksyndinu.

Allt annað er gæluverkefni þeirra sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Árni Gunnar.

Þú kemst í samband við okkur með því að senda tölvupóst á frjalstframbod@gmail.com  við hittumst reglulega og munum fara í fundarferð um landið á næstu vikum.

Axel Þór Kolbeinsson, 31.3.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband