Um ágreining hagfræðinga austan hafs og vestan og aðferðir þeirra.

Ragnar Geir Brynjólfsson skrifar:

 

Aðgerðir hinnar nýju ríkisstjórnar Obama vestanhafs sem byggja á innspýtingu fjármagns inn í hagkerfið sem og seðlaprentun virðast vera umdeildar meðal hagfræðinga sérstaklega hérna megin Atlantsála þó svo að Þorvaldur Gylfason sé greinilega ekki einn þeirra ef marka má nýlegan Fréttablaðspistil hans. Í lokaorðum pistilsins má merkja að hann telji að hagfræðingar í Evrópu ættu að fara að dæmi starfsbræðra sinna Vestanhafs, en eftirtektarvert er að þeir virðast, sumir hverjir vera á öndverðum meiði og vara eindregið við skuldasöfnun ríkisins á krepputímum. Nýlega kom einn þeirra í sjónvarpið og hélt þeim viðhorfum fram.

Erfitt er fyrir leikmenn að gera sér grein fyrir forsendum hagfræðinganna og þessa ágreinings, en skiljanlegt er að Bandaríkjamenn byggi á reynslu sinni af kreppunni miklu og New Deal áætlun Roosevelt forseta sem almennt er talið að hafi rofið vítahring víxlverkandi lækkana og hruns. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að kreppan mikla hófst með hruni í október 1929 en efnahagsáætlun forsetans var ekki hrundið í framkvæmd fyrr en á árunum 1933-1938...

 

Smellið hér til að lesa meira.


Afhverju framboð??

passamynd    

 Ágætu kjósendur.

Verkefni stjórnmála næstu ára eru ekki eingöngu bundin við það hvernig koma eigi bankamálum þjóðarinnar eða samskiptum hennar við erlend ríki þó vissulega séu þau verkefni brýn.

Brýnustu verkefni næstu ára lúta líka að samhjálp og því að forða þúsundum einstaklinga frá þeim vandræðum að missa heimili sín vegna skulda. Við þurfum um leið að tryggja fæðuöryggi, læknishjálp og félagslega aðstoð allra á erfiðum tímum. Þörfin fyrir mannlega umhyggju inn í kalda sali stjórnsýslunnar hefur aldrei verið meiri.

Það er vegna þessara verkefna sem ég hef ákveðið að bjóða mig fram til setu á Alþingi Íslendinga.

 

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir 1. sæti fyrir L-lista fullveldissinna í suðurkjördæmi

 


Of mikil eyðsla endar illa

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir skrifar á bloggsíðu sína:
 
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki að segja okkur neitt nýtt, síður en svo. Það er fullt til af fólki sem kann að fara með peninga, þetta sama fólk er búið að tapa öllu sínu, þar er ég á meðal.  Hvað er með þá fjárglæframenn sem tóku stór lán aftur og aftur og þjóðin var í ábyrgð fyrir?  Á að bíða fram yfir kosningar, og þá geta þessir fjárglæframenn, ef stóru flokkarnir verða við stjórn þá, komið og keypt allt það upp sem verður komið á brunaútsöluna hjá okkur hér á landi...
 

Að kasta atkvæði sínu á glæ?

Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir skrifar:

 

Þetta heyrir maður í tíma og ótíma þegar fjallað er um nýju framboðin. Þetta þýðir ekki,  þetta fellur bara dautt niður.

Ég horfi ekki svona á þetta, ég spurði sjálfa mig í upphafi hvort ég gæti hugsað mér að kjósa einhvern af fjórflokkunum??? og svarið var einfaldlega nei, og hvað ef ekkert annað býðst ?? nú þá mæti ég stolt á kjörstað og skila auðu svo einfalt er það...

 

Smelltu hér til að lesa meira.

 


Tilkynning um framboð

Már Wolfgang Mixa skrifar á síðu sína:
 
Tilkynnt er formlega í dag um framboð mitt í 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir hönd L-lista fullveldissinna.  Rétt er að koma fram með nokkur orð um mig og ástæðu þess að ég fer í framboð. Ég hóf störf á fjármálamarkaði á Íslandi árið 1985.  Fyrstu ár mín voru í Landsbanka Íslands, fyrst sem fastráðinn starfsmaður bankans og síðar sem sumarstarfsmaður samhliða námi...
 

Endurreisnarbanki.

Fiskveiðasjóður, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Iðnlánasjóður eru horfin. Bönkum þjóðarinnar, Útvegsbanka, Búnaðarbaka og Landsbanka var líka sóað. Reyturnar, nýju bankarnir, hrúgur misjafnra pappíra, eru komnar í fang þjóðarinnar í skiptameðferð. Nýju bankarnir hafa enn ekki fengið fé frá ríkinu til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Enn er ekki búið að gera upp efnahagsreikninga þeirra enda erfitt að meta eignir eftir sprungnar eignabólur og ekki víst að uppgjörið komist nálægt raunveruleikanum þó að menn sitji yfir því mánuði í viðbót. Og það sem veldur mikilli óvissu er að nýju bankarnir gætu fengið á sig málsóknir og veit enginn nú hvernig því mun lykta. Menn spyrja sig því: Er skynsamlegt að íslenska ríkið leggi þeim til alla 385 milljarðana, sem áætlað hefur verið í endurfjármögnunina, ef eigna- og skuldastaða þeirra er óviss og þeir þurfa að eyða kröftunum í varnarstríð og eiga á hættu að tapa máli og greiða tröllvaxnar bætur? Það væri ekki góð búmennska meðan enginn veit hverskyns hít er verið að ausa í. Þeir gætu líka lent í eigu hvers sem er og gæti landið staðið uppi með bankakerfi sem ekki uppfyllir allar þarfir landsmanna.

Þjóðin getur ekki beðið lengur eftir því að lánsfé verði aðgengilegt hér í eðlilegu magni. Atvinnulífið og fjölskyldurnar þurfa fé, það vantar banka sem getur hafið eðlilega lánastarfsemi. Nýr banki gæti strax fengið hluta af 385 milljörðunum og hafið nauðsynlega útlánastarfsemi, sérstaklega til atvinnuuppbyggingar. Hættulegar hugmyndir eru á kreiki í hrunflokkunum um að afhenda eignarhlut í orkuverum til þeirra sem bröskuðu með íslensku krónuna þegar glámskyggnir menn ætluðu að gera hana að alþjóðagjaldmiðli. Endurreisnarbanki gæti forðað virkjunum og veiðikvóta frá að lenda í eigu auðmanna. Aðgerðalömun stjórnvalda er greinilega viðvarandi, strax eftir hrun hefðu þau átt að leggja drög að stofnun endurreisnarbanka til þess að koma eðlilegri útlánastarfsemi í gang. Það er enn ekki of seint.

 

Friðrik Daníelsson

Höfundur skipar 4. sæti L-lista fullveldissinna í Reykjavík norður.


Oddvitar í Reykjavík-suður og suðurkjördæmi.

mar_mixa-03.jpgMár Wolfgang Mixa fæddist í Reykjavík 6. febrúar, 1965 og hefur búið í Hafnarfirði síðastliðin ár  Hann er giftur Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði.  Þau eiga 3 börn.

Már hefur víðtæka reynslu í fjármálum en hann hefur starfað í meira en áratug við innlendar og erlendar fjármálastofnanir.  Meðal starfa sem hann hefur gegnt eru framkvæmdastjóri, forstöðumaður verðbréfasviðs, sjóðsstjóri, eigin viðskipti, millibankaviðskipti, uppsetningu verðbréfa- og lífeyrissjóða og samskipti við alþjóðlega aðila.  Már hefur skrifað margar greinar um fjármál sem eru aðgengilegar á www.mixa.blog.is.

Á þessu ári klárar Már meistaranám í Fjármálum við Háskóla Íslands.  Már hefur áður lokið BS námi í fjármálafræði og BA námi í heimsspeki við University of Arizona.  Hann hefur einnig hlotið löggildingu sem verðbréfamiðlari hér á landi og í Bandaríkjunum.

Már Wolfgang Mixa skipar 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður.

 


kristbjorg_gisladottir0011.jpgKristbjörg Steinunn Gísladóttir fæddist á Hofsósi í Skagafirði 11. október 1963 og er uppalin þar Hún er gift Bjarna Ragnarssyni búfræðingi og eiga þau saman tvo syni og fyrir átti Bjarni dóttir. Kristbjörg lauk námi í Ritaraskólanum Mími árið 1989 og námi í Ráðgjafaskóla Íslands árið 2004.

Hún hefur unnið m.a. í fiski og á skrifstofu hjá Hraðfrystihúsinu Hofsósi. Flutti suður á Flúðir 1991, meðan hún bjó þar vann hún m.a. á skrifstofunni hjá Límtré verksmiðjunni í 9 ár. Árið 2001 flutti Kristbjörg til Selfoss þar sem hún býr enn. Vorið 2005 hóf hún störf sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Teigi LSH þar til hún flutti sig um set í nóvember 2006 til Krýsuvíkur þar sem hún starfar einnig sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi.

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir skipar 1. sæti í suðurkjördæmi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband