Baráttan sem nú er hafin!

flosagja_820612.jpgÞá er það endanlega staðfest eftir fundi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um helgina að ESB er mál málanna í þeim kosningum sem nú eru framundan. Þetta sögðum við hjá L - lista fullveldissinna í upphafi þegar við hófum baráttu okkar.

Allir flokkar aðrir gerðu þá lítið úr því.

En það er gott að þetta mál hefur skýrst.

Annað liggur líka fyrir eftir helgina: Eina 100% örugga vörnin gegn ESB er að kjósa L í kosningunum.

Kratarnir vilja ólmir í ESB, hvað sem það kostar.

VG og O og Sjálfstæðismenn vilja það ekki, þó kannski, allavega  eru þeir tilbúnir að skoða málið og kjósa ef fólk vill.......

Framsókn vill ESB.

L segir  nei! Og stendur við það.

Hvað vilt þú?

Sjálfstætt Ísland eða hjálendu frá London, Brussel og París?

Þitt er valið. 

Að fara í viðræður við Evrópusambandið

Birtist á bloggsíðu Atla Harðarsonar.

 

Um þessar mundir reyna þeir sem eru æstir í að koma Íslandi inn í Evrópusambandið að fá sitt fram með því að tala um einhvers konar könnunarviðræður. Þeir segja gjarna eitthvað á þá leið að rétt sé að fara í viðræður við Sambandið, sjá hvað út úr þeim kemur og leggja niðurstöðuna svo í dóm kjósenda. Gjarna er látið að því liggja að ef kjósendur segja nei verði allt eins og áður var.

Þessi tillaga kann að hljóma vel. Hver getur verið á móti því að ræða málin og leyfa almennum kjósendum svo að hafa síðasta orðið? Er þetta ekki allt ósköp lýðræðislegt, sætt og krúttlegt og í anda samræðustjórnmála?

Eða er kannski ekki allt sem sýnist?

Viðræður um „sérkjör“ við inngöngu í Evrópusambandið fara ekki fram fyrr en eftir að ríki hefur sótt um aðild. Umsókn um aðild þýðir að stjórn ríkisins óskar eftir henni. Þessar umtöluðu „könnunarviðræður“ munu því ekki fara fram nema ríkisstjórn Íslands óski formlega eftir að landið gangi í Sambandið. Sú hugmynd að ríkisstjórnin geti verið hlutlaus þar til niðurstaða viðræðna liggur fyrir er ekki raunhæf.

Ef Ísland sækir um aðild og umsókn er samþykkt af Sambandinu og aðildarríkjum þess þá verður sjálfsagt rætt um alls konar mál eins og 200 mílna lögsöguna. Vel er líklegt að í þeim viðræðum verði reynt að velta við hverjum steini í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og hjá stofnunum þess. Hvað út úr því kemur veit enginn en það er barnaskapur að halda að allt geti lagst aftur í sama far ef aðild að Sambandinu verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þegar flókin mál eru skoðuð upp á nýtt kemur jafnan eitthvað á daginn sem menn skilja á ólíkan veg og þykir rétt að endurskoða. Við „samningaborðið“ verður Ísland með afleita stöðu ef gagnaðilinn reynir að nota tækifærið og færa eitthvað til okkur í óhag. Þá er raunar eins víst að „könnunarviðræðurnar“ endi með að valið standi milli þess að ganga í Sambandið eða enda með verri stöðu en áður.

Þetta hygg ég að þeir sem virðast hvað blíðmálastir þegar þeir tala um viðræður og þjóðaratkvæði viti vel. Mér heyrist vera falskur tónn í málflutningi þeirra þegar þeir reyna telja fólki trú um að tillaga sín sé hlutlaus í þeim skilningi að ef eftir henni verði farið þá eigi kjósendur á endanum val milli inngöngu í Sambandið og óbreyttrar stöðu innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Hvernig væri að láta af þessum óheilindum og koma hreint fram? Sambandssinnar ættu að sjá sóma sinn í að leggja einfaldlega til að sótt verði um aðild og hætta að fela sig á bak við barnalegar hugmyndir um „könnunarviðræður.“


Keppni í yfirboðum

Gömlu flokkarnir yfirbjóða nú hver annan í kosningaloforðum:

 

1)  20% flatar afskrifitir á allar skuldir!  Þetta mundi setja bankana og Íbúðalánasjóð á hausinn (og svo í fangið á skattgreiðendum)! Það er óþarfi að gefa eftir skuldir fólks með góða eignastöðu og atvinnu, það er óréttlæti sem fæðir af sér árekstra og afsiðun. Margir ráða við sínar skuldir og þurfa ekki afskrift. Fyrir þær fjölskyldur sem bankarnir, lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður geta ekki haldið gangandi á framlengingum og frestum þarf að stofna kreppusjóð sem tekur ofhlaðnar fjölskyldur undir sinn verndarvæng þar til er kreppunni linnir, barnafjölskyldur strax.

2) Afnám verðtryggingar! Getið þið ímyndað ykkur vaxtaæðið sem þá mundi renna á bankana? Enginn fengi lán nema með breytilegum vöxtum sem bankarnir sjálfir breyta að vild. Ísland er sérstakt með að kljúfa vaxtabyrðina í tvennt sem gerir hana gagnsærri, bankarnir breyta ekki svo glatt umsamda vaxtahlutanum. Vaxtabyrðin lækkar ekki þó verðtryggingin sé afnumin, þvert á móti, hún gæti versnað en lækkun himinhárra stýrivaxta mundi lækka hana. En það þarf að endurskoða verðtrygginguna svo bólur komi ekki af stað lánabólgu og svo skuldakreppu og vísitölurnar þurfa að fylgja raunverðmætum. Verðbólga er viðvarandi í löndum þar sem er uppbygging og verður því áfram hér hjá okkur.

3) Taka upp evru!  Yfirboðið er, að þannig fáist stöðugleiki! En stöðugur gjaldmiðill í sveiflukenndu hagkerfi leiðir ekki til stöðugleika heldur fjöldagjaldþrota, fjöldaatvinnuleysis og loks þjóðargjaldþrots eins og dæmin sýna. Það þarf að vera hægt að laga peningastefnuna að sveiflunni í hagakerfinu, ólík hagkerfi með hvert sína hagsveiflu þurfa hvert sinn gjaldmiðil. Seðlabanki ESB mun ekki haga sinni peningastefnu eftir íslenskum hagsveiflum. En það þarf vitræna hagstjórn í landinu, stjórnkerfi sem er lamað af fjórfrelsiskreddum dugir ekki, krónan getur ekki verið alþjóða braskaramynt og leiksoppur ofbólginna einkavinabanka.

Friðrik Daníelsson. Efnaverkfræðingur

Höfundur skipar 4. sæti L-lista fullveldissinna í Reykjavíkurkjördæmi norður.


Engar lausnir boðaðar hjá íhaldinu

Guðrún Sæmundsdóttir skrifar:
 
Ráðaleysið virðist vera það sama hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Í stað þess að boða lausnir á vandamálunum og nýjar leiðir til verðmæta og atvinnusköpunar sem myndu síðan styrkja krónuna og tryggja velferðarkerfið þá eru þessir flokkar klofnir áttavilltir og ráðalausir. Það er nú eitthvað annað en Fullveldissinnarnir í L-listanum en þeir hafa varpað fram hugmyndum til að leysa vanda heimilanna sem fellst í því að komið verði á kreppulánasjóði sem mætir þeim sem eru að missa heimilin sín og gerir þeim kleyft að eignast það aftur. Einnig leggjum við til að iðnaði og garðyrkju verði gert kleyft að endursemja við orkuverin um að greiða hluta af afurðaverði í stað notkunar. Þetta er það sem álverum býðst og að sjálfsögðu eiga íslendingar að fá þetta líka. Með þessari leið væri verið að hygla íslenskum fyrirtækjum. Og endilega kynnið ykkur atvinnuhugmyndir mínar fyrir þann mannauð sem við eigum í viðskipta og bankageiranum. 
 

Bannaðar skoðanir og baráttan fyrir sjálfstæði

Bjarni Harðarson ritar:

 

Barátta lítillar eyþjóðar fyrir sjálfstæði sínu tekur á sig ýmsar myndir. Nú síðast þá að engum dyrum má nú loka gagnvart ESB sinnum, hvorki í umræðu né pólitísku starfi. Og ESB sinnarnir ætla sér svo sannarlega inn um allar glufur sem þeir komast.

Fulltrúar fjórflokksins býsnast nú mjög yfir því að það sé orðin til pólitísk hreyfing þeirra sem vilja standa utan ESB og að ESB sinnum skuli ekki hleypt  að starfi L - lista fullveldissinna. Þannig réðist áhrifamaður VG að hreyfingunni í nýlegum sjónvarpsþætti og sakaði hana um að vera afar ófrjálsa fyrst liðsmenn væru sammála í þessu máli...

 

Smelltu hér til að lesa meira.


ESB brennur í boði IMF.

Guðmundur Ásgeirsson veltir fyrir sér:
 

Félagsmálaráðuneytið í Lettlandi stendur nú frammi fyrir því að þurfa að skerða barnabætur vegna yngstu barna, og er það vegna niðurskurðar að skipan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Fallegt?

Þing Tékklands, sem rétt í þessu var að taka við forystu í ESB, var að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn landins. Traustvekjandi?

 

Smelltu hér til að lesa meira.


Októberstjórnin á Íslandi og ESB

Bjarni Harðarson birtir athygliverðan pistil á bloggsíðu sinni:
 

Stóru flokkarnir halda aðalfundi sína um þessar mundir og sverja sumir vinum trúnaðareiða og festa óvinum niður hæla fyrir hólmgöngur. Um vélráð þessi gildir þó líkt og borgarísjaka að aðeins sér í toppinn.

 

Nýliðin helgi með fundarsamþykkt VG í þá veru að sverja Samfylkingu trúnaðareiða fyrir kosningar eiga sér forsögu allt frá í október...
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband