Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kallaði engin(n) Úlfur Úlfur?

Már Wolfgang Mixa skrifar um efnhafsmál:

 

Hví stöðvaði þetta engin(n)?  Augljóst var að aukin skuldtaka var í tísku.  Hér er ekki einungis hægt að benda á einhverja útrásarvíkinga, stjórnvöld hefðu átt að taka í taumanna á þessu máli löngu fyrr.

Hægt er að sjá mínar viðvaranir sem fram komu í forsíðugrein 24 Stunda...

 Smelltu hér til að lesa meira.

 

 


Oddvitar í suðvestur og norðvesturkjördæmum.

L – listi fullveldissinna ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að Guðrún Guðmundsdóttir bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal muni leiða  L – listann í Norðvesturkjördæmi og að Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfirði muni leiða L – listann í Suðvesturkjördæmi.

Unnið er að frekari röðun á báða þessa lista sem og skipan annarra lista. Stefnt er að því að röðun á lista verði lokið um komandi mánaðamót.

 

Þórhallur Heimisson sem leiðir L – lista fullveldissinna í Kraganum er 47 ára prestur búsettur í Hafnarfirði. Hann lauk guðfræðiprófi frá HÍ árið 1988 og vígðist til prestsstarfa árið eftir. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð. Árið 1996 var Þórhallur kosinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju en hann er sem stendur settur héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi. Þórhallur er kvæntur og á fjögur börn.

 

 

 

 

Guðrún Guðmundsdóttir sem leiðir L – lista fullveldissinna í Norðvesturkjördæmi er 57 ára bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal í Austur Húnavatnssýslu. Guðrún var stúdent frá MR 1972. Hún á fjögur uppkomin börn á aldrinum 19 – 30 ára. Guðrún hefur starfað í Framsóknarflokki frá unga aldri en sagði sig úr þeim flokki fyrr í vetur.

 

 

 

 


ESB og fæðuöryggi á Íslandi.

saudfjarraekt Ef við göngum í ESB þá mun íslenskur matvæla og grænmetisiðnaður hverfa að stórum hluta með tilheyrandi gjaldþrotum og atvinnuleysi, svína og kjúklingarækt leggist að mestu af, kúabúskapur og mjólkurframleiðsla minnkar og sjúkdómahætta í íslenskum bústofni eykst stórlega. Þetta er ekki hræðsluáróður. Þetta er samhljóða álit þeirra sem til þekkja.

Lega Íslands út á Atlandshafi er allt önnur en þjóða á meginlandi Evrópu, Skandinavíu eða jafnvel Bretlands og Írlands. Hingað verður alltaf dýrt að flytja vörur og fæðuöryggi landsmanna er ekki hægt að bera saman við þar sem hægt er að flytja allt á bílum eða járnbrautum innan Evrópu. Hér verðum við að getað treyst á innlenda framleiðslu til fæðuframboðs, þar er einfaldlega þjóðaröryggismál.

Í áróðri ESB sinna fyrir inngöngu í ESB er fullyrt að matvælaverð muni lækka til hagsbóta fyrir almenning, (með lækkun tolla) er aldrei tekin í dæmið sá mikli fórnarkostnaður sem því fylgir fyrir íslenska bændur og matvælaiðnaðinn í landinu. Aldrei er talað um þá staðreynd að stjórnvöld hafa í hendi sinni að lækka matvælaverð strax í dag með niðurfellingu á gjöldum á matvæli og aðföngum til matvælaframleiðslu.

"4.6.1. Áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenskan landbúnað

Ljóst þykir að innganga Íslands í ESB myndi m.a. leiða til samdráttar og tekjumissis í landbúnaði og afurðastöðvum, í samanburði við núverandi stuðningskerfi ríkisins við landbúnaðinn. Aðalástæðan fyrir því eru breytingar sem gera má ráð fyrir að verði á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu vegna aukinnar samkeppni við innflutta framleiðslu. Þó eru samningstækifæri varðandi innlendan stuðning að nokkru marki.

 Ef Íslendingar ganga í ESB verður búvörumarkaður hér á landi hluti af innri markaði ESB með tilheyrandi niðurfellingu tolla. Í skýrslunni Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi frá árinu 2003 segir að þessu muni fylgja verulegar lækkanir á verði til framleiðenda hérlendis og reynsla Finna bendir einnig til nokkurrar verðlækkunar til neytenda.280 .Hver áhrifin á framleiðslu búvara verða ræðst annars vegar af því hve miklar þessar verðlækkanir verða og hins vegar hvort auknum styrkjum verður beint til landbúnaðarframleiðslu og hvernig þeir dreifast milli framleiðenda.Í skýrslunni kemur fram að miðað við núverandi aðstæður má gera ráð fyrir að framleiðsla á mjólkurvörum muni minnka nokkuð við inngöngu Íslands í ESB og kjúklinga- og svínakjötsframleiðsla hlutfallslega enn meira. Ætla megi að samdráttur verði einnig í framleiðslu og sölu kinda- og nautakjöts. Þetta velti þó m.a. á reglum um sjúkdómavarnir og innflutning á hráu kjöti. Auk þessara greina hefur verið bent á að samdráttur verði í garðyrkju við inngöngu í ESB.281 "

280 Við inngöngu Finna í ESB lækkaði verð á matvælum um u.þ.b. 10%, sbr. utanríkisráðuneytið (2003), Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi, bls. 38.

Úr skýrslu " Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Mars 2007

 

 


Markaðssálfræði og verðhjöðnun

Skilgreiningar sumra hagrýna á verðhjöðnun finnst mér oft ansi grunn og yfirborðsleg.  Þá er litið á að verðhjöðnun skapist vegna síminnkandi eftirspurnar.  Hugmyndafræðin gengur út á að fólk hætti að eyða vegna þess að það bíði það þangað til hlutirnir lækki í verði, svo kaupin verði betri.  Þetta finnst mér ákaflega þröngsýnt og barnalegt.

Sumir líta til Týnda áratug Japana en þeir prentuðu ógrynni af seðlum sem svo almenningur lagði inn á bók og notuðu ekki í eyðslu.  Þess vegna fór peningurinn aldrei almenninlega í hagkerfið og lengdist því kreppan.  Þess vegna hafa Bretar íhugað að taka upp neikvæða nafnvexti og tímastimplaða seðla til að koma í veg fyrir það.

Það sem greinir þessa kreppu frá Týnda áratuginum er að allur heimurinn er í kreppu.  Japanir bjuggu við þokkalega eftirspurn frá umheiminum, einkum frá Bandaríkjunum.  Þessari eftirspurn er ekki til að dreifa í þessari kreppu, og verður hún alvarlegri fyrir vikið.  Vegna hnattvæðingarinnar hafa hagrýnar staðhæft að þótt Bandaríkjamenn nái sér á strik, sem sé ólíklegt, þá muni það ekki rétta af efnahag Evrópu, eins og í fyrri skiptin í hagsögunni.

Það sem gerir langvarandi verðhjöðnun líklega í Bandaríkjunum og Evrópu, þ.e.a.s. þar sem hún er ekki orðin þegar staðreynd, er atvinnuleysið.  Verðhjöðnun skapar ekki eingöngu atvinnuleysi heldur orsakar atinnuleysi verðhjöðnun; einkum þegar atvinnuleysi eykst með ólíkindum um allan heim.  Þetta veldur hrapi í eftirspurn sem leiðir af sér enn meiri verðhjöðnun.  Þetta er ekki spurning um einhverja aula markaðssálfræði, um hvernig neytandin hagar sér, heldur eru þetta spurning um hvernig félagslegar staðreyndir hafa áhrif á neyslu fólks.  Þegar fólk er atvinnulaust breytist neyslan og dregst gríðarlega saman.  Opinberar atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru 8.1% en hagrýnar telja töluna vera í raun miklu hærri vegna þess hvernig Bandaríkjamenn reikna atvinnuleysið.  Þeir taka eingöngu þá með í reikningin sem eru að leita af starfi opinberlega.  Sumir vilja meina að raunverulegt atvinnuleysi sé allt að 50% hærra.  Við þetta bætist að meðalvinnuvika Bandaríkjamanna er komin niður fyrir 30 klst.

Þótt hagvöxtur myndi hætta að lækka, sem er ólíklegt, myndi atvinnuleysi halda áfram að hækka vegna margfeldisáhrifa í samfélaginu.  Þjónusta færist inn á heimilin, og leikskólar og skólaskjól loka eða minnka umsvif sín.  Fólk hættir að fara út að borða, eða eyða í dýran mat.  Verslanir minnka umsvif sín sem og öll þjónusta.  Þetta skilar sér í síauknu atvinnuleysi.  Þótt atvinnuleysi á Íslandi sé um 10% er það raunverulega amk 5-7% hærra sé það hugsað nokkrar vikur fram í tímann.  Þetta minnkar eftirspurn og veldur verðhjöðnun. 

Svo er það farið með gjörvallan heiminn.  Þetta snýst ekki um einhverja aulalega markaðssálfræði, heldur um nauðsyn, og hvernig fólk bregst við í neyð.  Í neyð gerir fólk allt til þess að lifa af, þ.m.t. að minnka lífsgæði og neyslu.

 

Gunnar Kristinn Þórðarson

 


Fréttatikynning.

L - listi fullveldissinna varar við ESB slagsíðu flokkanna

Frambjóðendur L – lista fullveldissinna lýsa yfir þungum áhyggjum af fullveldi og sjálfstæði Íslands í kjölfar nýliðinna prófkjöra. Líkur benda til að fleiri ESB sinnar setjist nú á Alþingi Íslendinga en áður.

Vaxandi ítök ESB sinna á öllum framboðslistum Sjálfstæðisflokks eru hér sérstakt áhyggjuefni en flokkurinn var til skamms tíma brjóstvörn sjálfstæðissinna á Íslandi. Yfirlýsingar frá oddvitum allra lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu benda til að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að aðildarviðræðum við ESB. Frambjóðendur L – listans telja að þar með sé lagt í hættulegan leik með það fjöregg þjóðarinnar sem sjálfstæði þjóðarinnar er.

Fullveldissinnar lýsa einnig yfir þungum áhyggjum af stefnubreytingu formanns Framsóknarflokksins sem lýsti því yfir á Viðskiptaþingi í síðustu viku að stefna hans flokks væri sú að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Þá er uppgangur harðlínu ESB manna innan Samfylkingar áhyggjuefni. Að síðustu telur L – listinn rétt að vekja athygli á þeirri sýn varaformanns Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð að flokknum beri að ná sameiginlegri ESB stefnu með Samfylkingunni á næsta kjörtímabili.

 

 


Þjóðin er á móti aðildarviðræðum við ESB.

Samkvæmt könnun fréttablaðsins eru 54,6% þjóðarinnar andvíg því að farið sé í aðildarviðræður við ESB.  49,1% íbúa á höfuðborgarsvæðinu og 62,5% íbúa landsbyggðarinnar eru andvíg viðræðum.

 

Aðstandendur L-lista fullveldissinna taka undir skoðanir meirihluta landsmanna.

 

 


Ekki hægt að afskrifa neina lista.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að útiloka að grasrótarframboðin nái mönnum á þing, þrátt fyrir að ekki hafi mælst mikill stuðningur við þau í nýlegum skoðanakönnunum samkvæmt frétt á mbl.is.

 

Fyrri færsla um skoðannakannanir.

 

 


Hvað hefur trúboð að gera með lausnir á vandamálum nútímans?

Friðrik Björgvinsson

 

Sé þetta rétt með skuldatryggingarálagið að það sé komið svona langt niður að við séum á barmi þess að allar skuldbindingar séu marklausar verður að grípa til lækkunar skulda heilt yfir í mun stærra mæli en Framsókn hefur boðað.

Skuldatryggingarálag er þannig til fundið að miðað er við líkurnar á að það komi til greiðslufalls á skuldinni, þetta þýðir í raun og veru að ytrimarkaður er farin að taka til sína stýrisvaxtalækkun sem ekki var sett af stað á síðasta vaxta degi, einnig að það er farið að gera ráð fyrir greiðslufalli hjá íslenskaríkinu.

Ég ætla að nefna hérna flokka skuldatrygginagrálags (DRP Default Risk Premium)

 

Investment Grade

Junk Bonds

Moody’s

Aaa Aa A Baa

Ba B Caa C

S & P

AAA AA A BBB

BB B CCC D



Það er ekki sama hvaða aðili metur lánshæfni og flokkar geta skipt máli.




AAA

AA

A

BBB

BB

B

CCC

EBIT/INREST

21,4 x

10,1x

6,1x

3,7x

2,1x

0,8x

0,1x

EBITDA/INTREST

26,5

12,9

9,1

5,8

3,4

1,8

1,3

N.cash.flow/total.dept

128,8%

55,4%

43,2%

30,8%

18,8%

7,8%

1,6%

F.cash.flow/total dept

84,2

25,2

15,0

8,5

2,6

-(3,2)

-(12,9)

ROC

34,9

21,7

19,4

13,6

11,6

6,6

1,0

Operating inc.sales1

27,0

22,1

18,6

15,4

15,9

11,9

11,9

Long.term.debt/t.t.capital

13,3

28,2

33,9

42,5

57,2

69,7

68,8

Total.debt/Total capital

22,9

37,7

42,5

48,2

62,6

74,8

87,7

Heimildir “Adjusted key U.S. Industrial Financial Ratios”Standard &Poor´s CreditWeek, August 29,2001,30-35.

Við höfum ekki efni á því að fara niður fyrir BBB flokk því þá verða útgefin skuldabréf ríkisins verðlaus eða ill seljanleg, þar sem fjárfestar hreinlega kaupa ekki þannig bréf eða taka við þeim.

Ég áætlaði ekki að vera með fyrirlestur um kennitölur og vona að menn geti lesið sig í gegnum þetta hjálparlaust, en við getum lesið það út úr þessum tölum að í síðustu línunni að heildar þjóðarskuldir séu að nálgast (samkvæmt þessum upplýsingum) 50 til 60% af landsframleiðslu.

Það eru trúboðs framsetning flokka sem eru að fara mikið í taugarnar á mér og hafa gert lengi, Samfylkingin segir að ef við göngum í EB verði allt mikið betra og það sé lausnin á öllum vandamálum þjóðarinnar, “come-on” við greiðum ekki upp skuldir þjóðarinnar með því að ganga inní EB, við breytum ekki atvinnuleysinu með því að ganga inní EB, er það raunhæft að fara inní evrusvæðið á þessu gengi sem íslenskakrónan er í á þessari stundu, þetta eru afvegaleiðandi fullyrðingar og draumar um fullkomið jafnvægi sem er hreinlega ekki til í heiminum í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikla fóbíu gangvart opinberageiranum sem hefur þó stækkað gígatískt á þeirra valda tíma, vilja einkavæða allan opinbera geirann vegna lífeyrissjóðsréttinda sem eru svo ósveigjanleg og uppsagnarákvæða í kjarasamningum starfsfólksins.

Það er ekki stjórnunarlegt atriði að kostnaður fer upp úr öllu valdi innan opinbera geirans nei það eru samningar starfsfólksins, þetta er auðvita tómt bull, þetta liggur í mikið í öryggis og reglugerðarverkinu sem kemur frá hinu opinber eða ríkinu sjálfu, þar sem lög og regluverk er ekki sniðið með kostnaðar eða tekjugreiningum heldur á þetta bara að vera svona.

VG vilja jöfnuð í öllu, sem gengur hreinlega ekki upp. Það er ekki hægt að jafna aðstæður á öllu landinu nema að mismuna einhverjum, því er það mikið atriði að vera með óháða aðila innan kerfisins sem geta séð raunverulegar þarfir ekki það sem pólitíkinni finnst. Það er ekki endilega það sem fólkið vill, það sem að pólitíkinni finnist að ætti að vera þarfir fólksins. Þar liggur átrúnaður VG, að halda því fram að þeir viti hvað sé fólkinu fyrir bestu og að þeir ætli að framkvæma það, en það gæti verið að þeir séu að misskilja þetta atriði.

Framsókn hefur aldrei verið með betri stefnuskrá að mínu mati en þetta EB mál klúðrar öllum framsetningum þeirra. Það er nýja formanninum til hróss sem ég segi þetta þar sem hann sýndi fádæma öryggi og dirfsku að segja frá hlutunum eins og þeir eru, en ekki eins og hann vildi að þeir væru, það liggur mikil munur á svona framsetningu.

L-listinn hefur lagt á það áherslur í framsetningum sínum á áherslum að segja satt og rétt frá öllum hlutum, en það er eins og fjölmiðlar taki sér bersaleyfi og túlki framsetninguna á sinn hátt, það hefur aldrei verið meiningin að efsti maður á lista L-listans ráði röðun á listann, það var bara ekki tími til að fara í raða upp listum og því var gripið til þess ráðs að menn kæmu sér saman um nöfn á listanum.

Þetta var allt gert með það að markmiði að persónukjör yrði leyft í komandi alþingiskosningum, þannig að kjósendum gæfist kostur á að raða þeim aðilum sem séu þeim þóknanlegir í þá röð sem þeim líkaði. L-listinn hefur ekki digra kosningarsjóði eins og fjórflokka kerfið hefur byggt upp, með eindæmum, til að ganga á við þessar aðstæður, því var valin eins ódýr leið og möguleg var við þær aðstæður.

1 Operating inc.sales hér er skilgreint hár sem sala mínus kostnaðarverð framleiddrarvöru, sala, heildar stjórnunarkostnaður, vinnulaun og framleiðslukostnaður


Youtube

Hugleiðing dagsins:

 


L-listinn fyrir fólkið í landinu

Gunnar Kristinn Þórðarson

GunnarKristinn

Algjört ráðaleysi virðist einkenna viðbrögð stjórnmálamanna við heimskreppunni og áhrifa hennar á Íslendinga.  Viðbrögð þeirra virðast tilviljunarkenndar og lausar við alla framsýni eða snertingu við þær aðstæður sem heimili landsmanna eru í.  Það er útlit fyrir að heimskreppan verði langvarandi kreppa, og hefur það áhrif á hagmuni Íslendinga og þjóðartekjur.  Á meðan þjóðartekjur rýrna, verðum við að halda á efnahagsmálum þjóðarinnar á þann hátt, að tekjur dugi fyrir skuldum, þar sem engum lánum er til að dreifa á milli þjóða.  Þá er gríðarlega mikilvægt að stuðst sé við rétt gildi og framsýni í atvinnumálum. 

L-listinn boðar nýja sýn á efnahagskreppuna og boðar lausnir fyrir fólkið í landinu.  L-listinn vill koma á kreppusjóði sem er stofnaður til þess að tryggja landsmönnum fjóra hluti:  

1.  Fæðuöryggi heimila og þjóðar.  

2. Heilsugæslu fyrir alla óháð efnahag.  

3.  Húsaskjól fyrir alla. 

4. En síðast atvinnusköpun sem vænleg er til að skila þjóðarbúinu tekjur með framleiðslu og útflutningi. 

Ljóst er að á næstu misserum og árum, verða þessir grunnþættir ekki sjálfssagðir og eru reyndar  þegar blikur á lofti.  Kreppusjóðurinn er hugsaður á þann veg að ríkið kaupi skuldir heimila í neyð, að hluta til eða að fullu, leigi þeim íbúðirnar og gefi skuldurum búseturétt og forkaupsrétt á húsnæðinu, að kreppunni lokinni.

Ljóst er, ef þjóðartekjur minnka stórlega, sem útlit er fyrir, þurfum við að treysta þessa grunnþætti samfélagsins.  Við þurfum að sækja hart fram á við í framleiðslu og útflutningi, en á sama tíma horfa inn á við, og treysta velferðina fyrir allt fólkið í landinu.  Framboð L-listans til Alþingiskosninga er tímamót fyrir heimilin í landinu sem blæða. 

Við erum komin til að segja þeim sem bera angist og ótta í hjarta í kreppunni, að við erum til staðar fyrir þau með lausnir, og vinnum að þeirra hagsmunum.

Höfundur skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir L-listann.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband