Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.3.2009 | 23:20
Breytt kosningafyrirkomulag og persónukjör.
Það eru fleiri en talsmenn L-lista sem hafa gagnrýnt núverandi hugmyndir um breytingar á kosningalögum.
Karl Th. Birgisson skrifar ákall til leiðtoga Samfylkingarinnar undir yfirskriftinni "Ekki eyðileggja persónukjörið, Jóhanna" á vefsetrið Herðubreið.
Þar bendir hann t.d. á þennan stóra galla:
Miðað við núverandi hugmyndir færi prófkjör flokkanna í raun fram samhliða kosningum þar sem frambjóðendur væru ekki bara framboði fyrir sitt framboð heldur líka í beinni samkeppni við samherja sína.
Margar hugmyndir hafa verið ræddar um breytt fyrirkomulag á kosningafyrirkomulagi hjá flestum stjórnmálahreyfingum, og af landsmönnum öllum. Við sem stöndum að L-listanum höfum mikið rætt þessi mál og ýmsar hugmyndir verið ræddar.
Ein af þessum hugmyndum er að vera í raun með tvöfalt kerfi. Hluti þingmanna, t.d. 2/3 er kosinn af listum framboða í einu landskjördæmi, og þá mögulega útfært með með því að hver kjósandi velji 5 einstaklinga af einum lista, eða á milli lista.
Hinn 1/3 hluti þingamanna yrði kosinn í nýjum einmenningskjördæmum í beinu persónukjöri.
En það er ljóst að núverandi kerfi er ekki vilji þjóðarinnar, og ekki vilji okkar sem standa að L-listanum, en breytingar á kosningalögum rúmum mánuði fyrir kosningar getur ekki verið góð hugmynd.
Endilega skiljið eftir ykkar hugmyndir um hvernig þið viljið sjá breytingar á fyrirkomulagi kosninga. Við viljum heyra frá þér. Opið verður fyrir nýjar athugasemdir við þessa færslu til 23.apríl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2009 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 22:22
ESB stefna Framsóknar er skýr - INN SKAL EK!
Í aðdraganda formannskjörs Framsóknarflokks reyndu margir að fá mig til að taka þátt og styðja hinn unga og efnilega Sigmund Davíð.
Þar gengu vasklega fram ESB sinnar sem höfðu á foringjanum mikið dálæti og sömuleiðis ESB andstæðingar sem voru sannfærðir um að Sigmundur væri sá maður sem ætlaði að snúa niður allt ESB daður Framsóknarmaddömmunar. Ég verð alltaf var um mig þegar mönnum tekst þannig að tala upp á eyrun á ólíkum hópum.
Í gær var hinn nýi formaður á Viðskiptaþingi með mörgum ESB sinnum og sagði þar ef marka má Fréttablaðið:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði stefnu flokksins skýra: "Afstaðan er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru," sagði hann.
Sigmundur spurði þá Steingrím nánar út í hans afstöðu; hvort hann útilokaði stjórnarsamstarf við Samfylkinguna, setti hún Evrópumál að skilyrði. Steingrímur svaraði því ekki játandi en vildi þó vara Samfylkingu við að setja skilyrði.
Reyndar held ég að tvöfeldni hefni sín ætíð eins og marka má af þessari færslu SME um Framsóknarbyltinguna sem sýnir að lífið er enginn dans á rósum hjá hinum nýja formanni.
14.3.2009 | 16:21
ESB þöggunin lyftir fylginu!
Jón B Lorange stjórnmálafræðingur skrifar:
Það er nokkuð ljóst að það er fylgni á milli umræðunnar um aðild að Evrópusambandinu og fylgis Samfylkingarinnar. Þegar ákafir fylgjendur ESB aðildar innan Samfylkingarinnar höfðu sem hæst þá var fylgi Samfylkingarinnar í lágmarki. Þetta gerðist fyrir örfáum vikum og var Samfylkingin komin í þriðja sætið á eftir VG og Sjálfstæðisflokknum.
Það gerist síðan núna að þegar umræðan um ESB aðild er í lágmarki þá lyftist fylgi Samfylkingarinnar að nýju...Smelltu hér til að lesa meira.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook
14.3.2009 | 13:45
Í samkeppni við svikamyllur - í nýjum hring
Hver fréttin rekur nú aðra af raunverulegu gengi íslensku stórfyrirtækjanna. Byr sem greiddi tugmilljarða út í arð á síðasta ári og er nú í tugmilljarða tapi. Baugur er farinn á hausinn og þjóðin sýpur súra skál þess ævintýris og annarra. En samt eru sömu menn að fara í ný ævintýri þeir sem ekki flatmaga á snekkjum sem kosta litlar 25 milljónir í útleigu. Ríkissjóður Steingríms J. gaf Mogganum skrilljónir í stað þess að leyfa honum að fara á hausinn. O.s.frv. o.s.frv.
Árum saman höfum við sem rekum lítil og meðalstór fyrirtæki verið í miskunnarlausri samkeppni og það hefur oft verið erfitt. Skemmtilegt en oft alveg gríðarlega erfitt. Ég veit að mörgum hefur þótt hlutafélagið mitt sem var stofnað í ársbyrjun 1992 skuldseigt - með afbrigðum skuldseigt á köflum. En það hefur alltaf borgað sitt og gerir enn. Lengst af veitt 4 - 5 og allt upp í 10 manns einhverja atvinnu. Og er einn af þeim heppnu því aldrei tókst að knésetja okkur eins og svo marga.
En sárt þótti mér oft og þykir enn að glíma við það að vera jafnan settur á óæðri bekk í viðskiptum því þeir stóru þurftu aldrei frest hjá lánadrottnum. Þeir áttu svikamyllu. Þeir áttu banka og eiga enn. Penninn sem jafnan hefur fengið bækur afhentar með hraði meðan við þessir litlu bóksalar megum bíða von og viti. Hvar er hann núna,- jú kominn á ríkisframfæri með gjaldþroti eins og allir þessir töffarar. Sem samt halda áfram og stofna nú nýjar svikamyllur í ríkisforsjá.
Töffarar sem undirbuðu allt og alla - rústuðu víða heilbrigðu atvinnulífi með oflæti sínu og senda nú reikninginn til þjóðarinnar.
Nýtt Ísland verður ekki til nema við horfumst í augu við það að allir þessir bankatöffarar hafa farið hraksmánarlega með okkur öll - og ætla sér að gera það aftur ef við ekki stoppum þá. Og svo ég botni þetta,- það kastar tólfunum þegar sömu Exista og Baugstöffararnir standa nú uppi á Viðskiptaþingum og geta sagt okkur hvað er þjóðinni fyrir bestu,- að við eigum að ganga í ESB.
Líklega svo taka megi á okkur annan og annan hring!
(Grein þessi er með vísunum í heimildir sem sjást ef tvíklikkað er á undirstrikaðar línur því sumt er hér með svo miklum ólíkindum að enginn gæti trúað nema sýnt væri með þessum hætti).
Bjarni Harðarson bóksali og blaðaútgefandi um aldarfjórðungs skeið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 20:44
Treystum við bankaflokkunum?
Bjarni Harðarson ritar:
Ófarir Íslendinga í efnahagsmálum eiga sér margslungnar rætur en tvennt stendur þar upp úr. Annarsvegar samþykkt EES samningsins sem ákveðin var á tveggja manna fundi. Hinsvegar einkavæðing ríkisbankanna sem lyktaði með því að aðilar tengdir Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu fengu hver sinn bankann.
Sá sem hér ritar starfaði um hríð í einum þessara bankaflokka...
Smelltu hér til að lesa meira.
13.3.2009 | 18:52
L-listinn fær góðar viðtökur.
Samkvæmt nýjustu könnun Capacent-Gallup sem gerð var dagana 4.-10.mars hefur L-listinn 1,7% fylgi og mælist stærstur utan fjórflokkanna klassísku.
Þessi bloggsíða L-listanns opnaði ekki fyrr en að kvöldi 10.mars og því er ljóst að lítið hefur verið um kynningar á framboðinu á þeim tíma sem skoðannakönnunin var gerð.
12.3.2009 | 23:48
Hvernig sjáum við Ísland í framtíðinni
Er ástæða til að gera ráð fyrir en frekari alþjóðavæðingu í framtíðinni, ég tel svo ekki vera, rökin fyrir því er að ekki hefur náðst samkomulag innan Evrópu eða alþjóðafjármálakerfisins til að bregðast við því hruni sem varð í raun árið 2007 ekki haustið 2008, það kom bara fram þá hér á landi haustið 2008. Upphafið að hruninu kom fram í Bretlandi sumarið og haustið 2007, þá náðist að bjarga Northen Rock bankanum en öðrum banka var ekki bjargað sem kemur fram hér síðar í þessari samantekt.
Þá komu fram hin títt nefndu undirmálslán í BNA sem voru talin vera ástæða þessa óstöðuleika sem þá myndaðist á lánsfé.
Upphafið
Í raun höfðu fjármálamarkaðir þann tíma til að bregðast við þeirri vitneskju sem þá kom fram, en kusu þess í stað að láta sem ekkert væri og fóru að þrengja að lánveitingum til áhættusækinna fjárfesta. Það var svo síðsumars sem fram kom að LehMan var í vandræðum. Þegar fréttist að LehMan væri í viðræðum við fjárfesta sem væru að skoða það að yfirtaka bankann, fóru margir að spá í hvað það væri sem ylli því að svo stór banki væri komin í þá stöðu. Það voru margar tölur sem komu fram á netinu á þessum tíma en sú minnisstæðasta var þegar fréttist að fjárfestirinn væri tilbúin að kaupa hvern hlut á 18 cent, þá gerðu menn sér grein fyrir að það væri eitthvað að gerast sem gæti skipt sköpum fyrir framtíðina, þetta er í kringum 10 september sem þessar upplýsingar voru komnar á þó nokkuð margar upplýsingasíður, þá stóð til að fara að skrifa undir þessi viðskipti en þá komu fram í dagsljósið upplýsingar sem vörðuðu svokallað vafningasafn LeMans í undirmálslánum það voru ekki 40 milljarðar dollara það voru um 80 milljarðar dollara, þar með lækkaði verðmæti bankans niður fyrir 5 cent á dollarann, sem varð einnig til þess að fjárfestirinn hætti við kaup sín á bankanum og hann fer í þrot þann 14.september.
Undirritaður fylgdist nokkuð með þessum atburðum á þessum tíma og var satt best að segja svolítið hissa þegar ekki var meira fjallað um þetta hérlendis en raunin varð. Í dag er ég aftur á móti sannfærður um að það fór allt á fullt við að reyna að bjarga því sem bjargað varð, með sölu eigna og reynt að koma sem mestu fé undan veðköllum og kröfum sem tengdust þessum aðilum.
Hrunið
Það kom því ekki á óvart þegar veðköll urðu til þess að hinir íslensku fjársterku fyrirtæki tóku að falla, en reyndar kom það meira á óvart hvað Kaupþing var snökt að falla, það tel ég reyndar hafa verið vegna mistaka Darlings, en hann fór á taugum vegna þess sem gerðist þegar áður ónefndur banki fór yfir árið 2007 og allt það fé sem flutt var vestur um haf á einni nóttu gæti endurtekið sig, sá banki hét LehMan en hafði útibú vestanhafs eða móðurfélag þannig að þessi ótti Darlings var ekki að ástæðulausu og ferlið í fersku minni. Það var ekki að ástæðulausu sem Darling hrundi af stað þessum lögum og kannski enn verra að um tungumála árekstur gæti hafa gætt í samskiptum þessara landa.
Viðbrögðin
Ég hef ekki enn skilið það hvers vegna það var ekki ástæða að senda þó það væri ekki nema einn ráðherra til Bretlands um leið og þessar hremmingar byrjuðu, það hafði verið næg ástæða að senda þá áður til að skoða leikskóla, aðferðir við löggæslu og svo maður tali nú ekki um öryggisráðið, en það var ekki ástæða til að senda einu sinni embættismann til Bretlands á þessum tímapunkti, það tel ég vera stærstu mistök síðustu stjórnar á samskiptasviði, þó að almenningi hafi verið haldið í myrkri um flest þau atriði sem var verið að undirbúa og sé það reyndar enn.
Viðbrögð Evrópu
ESB hefur reynt að réttláta það regluverk sem þeir byggðu sitt fjármálakerfi upp með, en hafa komist að því að það er alls ekki fullkomið, og við íslendingar erum gott fordæmi fyrir þá hvernig getur gerst sé farið fram með þær fyrirætlanir að leyfa fjármagni að flæða frjálsu milli landa án skilyrða eða óheft. ESB hefur ekki en náð að komast að niðurstöðu varðandi mótspyrnuna gagnvart þessari vitneskju og er mest í því núna að hver og einn bjargar sér sem best hann getur. Gordon Brown var í dag að tilkynna skiptingu fjármálafyrirtækja landsins upp í fasteignabanka, viðskiptabanka og framkvæmdarbanka eða atvinugreiningarbanka, sem sagt það gamla kerfi sem hér var áður en allt var falt og selt með einkavæðingu bankanna. Er ástæða til að ætla að þessi aðlögun komi til með að taka töluverðan tíma og miklar samningarviðræður á milli þessara aðila, sem alls ekki leysast á næstu árum, ég tel að það verði meiri líkur á því en minni að löndin komi til með að loka á allar lánveitingar til áhættufjárfesta næstu 5 til 10 árin, meðan þessi markaður er að jafna sig á bullinu.
Viðbrögð Breta
Gordon Brown fór aðeins út af sporinu nú í haust því hann trúði ekki þeirri græðgi sem hafði náð fótfestu innan bankakerfisins í Bretlandi, en dældi því miklu fé inní bankakerfi með því markmiði að bankarnir færu að lána fé til minni fyrirtækja og einstaklinga sem voru komin í vandræði vegna lánsféþurrðar. Í stað þess greiddu topparnir sér sína bónusa og hurfu síðan á braut úr bönkunum í hrönnum, þeir tóku nærri alla þá fjárhæðir sem stjórnvöld höfðu dælt inní kerfið á haustdögum 2008. Nú ætlar hann að ná í þessa aðila og láta þá endurgreiða þessar fjárfúlgur til baka. Við ættum kannski að ræða við Gordon og bjóða fram okkar aðstoð við að hafa upp á þessum mönnum, og þeir af okkar þannig að við ættum að geta náð í það fjármagn sem þeim hefur tekist að hafa meðferðis út úr báðum þessum efnahagskerfum.
Framtíð Íslands
Framtíð Íslands er ekki björt og það versta er að við hefðum getað náð hagstæðum samningum við Breta, Þjóverja og Hollendinga á sínum tíma en við voru of upptekin að verja hagsmuni hér á landi, hagsmuni sem flokkaræðið var að reyna að verja með öllum hætti. Við þurfum erlenda fjárfesta til að koma hérlendum atvinnufyrirtækjum og eðlilegri lánastarfsemi til einstaklinga og fyrirtækja sem fyrst af stað.
Ég tel ekki vera hættu á að við sem þjóð förum á hausinn eins og margir hafa viljað tala um en í stað þess má segja að staða okkar versnar með hverri vikunni sem líður án þess að reynt sé að semja við erlendalánadrottna, sem er lykilatriði svo að við náum okkar innra kerfi til að fara að virka eðlilega. Við komum ekki til með að geta flutt inn það sem okkur dettur í hug á næstu 2 til 3 árum til þess skortir okkur fé sem við eigum ekki í augnablikinu, en við þurfum að finna leið til að koma hér inn erlendum traustu fyrirtæki til að geta farið að stunda eðlileg viðskipti á næstu mánuðum.
Vægi Íslands
Ef við hugsum okkur landið í miðjum kross þar sem alþjóðavæðingin er í X áttina og Evrópa í Y áttina þurfum við að gera upp við okkur hvert við eigum að stefna. Það er ekkert sem segir að okkur farnist betur að halla okkur að Evrópu og færa okkur eftir þeim ási því ef það verður verulegur samdráttur í alþjóðavæðingunni gætum við orðið Evrópuríki, en ef við reynum að semja um okkar stöðu þar til ró hefur færst á þennan markað gætum við orðið í mjög sterkri stöðu gagnvart Evrópu í samningum um viðskipti og samstarf, ég ætla ekki að bæta hér inní BNA þróun því þar tel ég að sé svo mikill vandi að þeir komi ekki til með að ná sér upp úr þessari lægð fyrr en um 2012 jafnvel ekki fyrr en 2015, með hrikalegum afleiðingum en vonandi tekst Obama að snúa þessu við á næstu vikum, því þar var enn meiri þvæla í gangi meðan Bush var við völd, sem eru bara allt of langt mála að fara yfir nema að viðurkenna að þetta verður aldrei bréf heldur skýrsla.
Leiðir að Framtíðinni
Til að ná landinu uppúr þessu verðum við að fá erlendafjárfesta til að koma hingað og hjálpa okkur við að endurreisa innviði samfélagsins og nærri öll fyrirtæki í landinu. Það er til samanburður við þessa aðferð og hún var notuð í Singapúr og vill ég benda mönnum á að skoða hvernig þeir fóru að því að byggja upp sitt stórveldi, þó ég hefði kosið að laga umhverfið mætti vera norrænna en þar.
Við þurfum ekki að selja öll þau fyrirtæki sem hafa komið í fangið á skilanefndunum við ættum að geta skapað ný fyrirtæki á grunni þeirra gömlu. Í fyrsta lagi að fá starfsmenn að samningum og bjóða þeim hlutdeild í félaginu, jafnvel 15% og bjóða erlendum fjárfestum 25% hlutdeild en síðan verður bankinn að eiga þessi síðustu 60% í einhver ár meðan markaðir og efnahagsástandið jafnar sig. Þetta er í raun og veru ekki hægt að gera nema fara með þetta í gegnum gömlubankana að einhverju leiti, þó er vel hægt að gera þetta með nýju bönkunum. Þetta er skinsöm leið og dregur ekki allan rekstur fyrirtækja í landinu lóðbeint í gjaldþrot.
Pólitíkin í framtíðinni
Það verður hægt að kjósa um umdeild lagafrumvörp í framtíðinni ef þær hugmyndir sem liggja fyrir þinginu verða samþykktar. Þá myndast mikil gróska í svokallaðri grasrótarhreyfingum innan íslenskra samtaka, sem er mjög góð þróun, síðan er að Stjórnlagaþingið sem mér líst mjög vel á og vona svo innilega að verði að lögum fyrir þessar kosningar.
Ég sem stuðningsaðili að L-listanum þó að ég hafi ekki getað svarað þeirri spurningu hvort ég hafi tíma til að vera á listanum hjá þeim í Suðurkjördæmi verður bara tíminn að leiða í ljós.
12.3.2009 | 16:59
Ísland-EFTA og ESB.
Ísland gekk í EFTA árið 1970. Fjögur ríki mynda í EFTA: Ísland, Noregur, Lichtenstein og Sviss. EFTA skapar samstarfsvettvang fyrir Ísland, Noreg og Lichtenstein gagnvart ESB á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningsins) en fjórða EFTA-ríkið, Sviss, er ekki aðili að EES-samningnum,en hefur þó einnig gert ýmsa samninga við ESB.
Eitt af grundvallarskilyrðunum í EES samningnum var að sérhvert EFTA-ríki héldu sjálfræði sínu til ákvarðanatöku. Samningurinn felur því ekki í sér framsal á löggjafarvaldi til stofnana EES, heldur er löggjafarvald áfram alfarið í höndum þjóðþinga EES/EFTA-ríkjanna og hver ný ákvörðun um breytingu á EES-reglum er því í raun nýr þjóðréttarsamningur sem Alþingi þarf að samþykkja.EFTA hefur gert fríverslunarsamninga við ýmis ríki utan ESB á undanförnum árum. EFTA ríkin undirrituðu til dæmis fríverslunarsamning við Kanada árið 2008 og hafa gert fríverslunarsamning við Suður-Kóreu og Singapúr og ákveðið hefur verið að hefja fríverslunarviðræður við Indland og Kína svo dæmi séu tekin.Utan við EES-samninginn eru ýmsir málaflokkar sem eru í eðli sínu ekki viðskiptamál, heldur innanríkis og utanríkismál þjóðríkis:
- a. Sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum,
- b. Náttúruvernd,
- c. Auðlindanýting,
- d. Tollabandalag við önnur ríki,
- e. Sameiginleg viðskiptastefna,
- f. Efnahags- og myntbandalag Evrópu
- g. Sameiginleg utanríkis- og öryggisstefna sambandsins.
- h. sameiginleg stefna á sviði dóms- og innanríkismála fellur einnig utan við EES-samninginn, en Ísland tekur hins vegar þátt í Schengen-samstarfinu, sem fellur undir dóms- og innanríkismál, á grundvelli sérstaks samnings þar að lútandi.
L-listinn vill ekki ganga í ESB og afhenda sjálfræði Íslands og gerast útkjálkasvæði með 2-3 atkvæði á 770 manna þingi ESB.
Með sambandssáttmálanum ( Maastricht-sáttmálanum), sem gildi tók 1. nóvember 1993, var nafnið: Evrópusambandið - ESB, á ensku nefnt European Union tekið upp fyrir heildarstarfsemina, en nafni efnahagssamvinnunnar var breytt í Evrópubandalagið - EB , sem á ensku er kallað European Community EC. Nú síðast með Lissabon sáttmálanum stefnir ESB að því að taka upp nýja stjórnarskrá sem öll aðildarríkin eiga að samþykkja og færir sig nær því að verða eitt ríki, Bandaríki Evrópu.
12.3.2009 | 14:28
Afhverju á að hafna ESB fyrirfram?
Bjarni Harðar ritar á bloggsíðu sína, og eru þar miklar og heitar umræður:
Er ekki rétt að leyfa fólki að kjósa? Er ekki rétt að sækja um ESB og sjá hvað við fáum út úr því? Við vitum það ekkert í dag! Við verðum að sjá hvað þeir hafa að bjóða, mennirnir!
Smelltu hér til að lesa meira.
12.3.2009 | 10:56
Höfðu Bretar rétt fyrir sér?
Bjarni Harðarson veltir þessu fyrir sér.
Bretar beittu íslenska þjóð miklu harðræði með því að setja hryðjuverkalög á ríkið allt og öll íslensk fyrirtæki. Við þær aðstæður vantaði mikið á að stjórnvöld sýndu þann myndugleika sem þjóðríki þarf að sýna gagnvart slíkum yfirgangi.
En getur það verið að framkoma íslenskra stjórnvalda hafi beinlínis kallað á þessa misbeitingu valds?
Smelltu hér til að lesa meira.