Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sköpum aftur störf fyrir banka og viðskiptageirann.

Guðrún Sæmundsdóttir skrifar á bloggsíðu sinni:

 

Nú verðum við íslenska þjóðin að byggja hér upp aukin verðmæti til útflutnings til þess að allt það reynslumikla fólk í viðskipta og bankageiranum geti notið sín á ný....

 

Smelltu hér til að lesa meira.


Fullveldissinnar vara við svikum VG í Evrópumálum !


    Nú liggur það fyrir skýrt og klárt  að Vinstri grænir hafa ALLT
GALOPIÐ í Evrópumálum í ríkisstjórnarsamstarfi  við Samfylking-
una eftir kosningar.  Þeir ESB-andstæðingar sem treyst hafa VG
í Evrópumálum geta nú ALGJÖRLEGA  gleymt því. VG munu  eftir
kosningar í nýrri vinstristjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir,
opna á aðildarviðræður. EKKERT í ályktun landsfundar VG bannar
þeim að samþykkja slíkar aðildarviðræður við ESB. EKKERT! En til
þess að þær geti farið fram verður Ísland fyrst að sækja formlega
um aðild að ESB.  VG er því í raun orðin meiriháttar ESB-flokkur *
undir fölsku flaggi.

   En auðvitað kemur þetta alls ekkert á óvart. Hvenær  hafa
sósíalistar og vinstrisinnaðir róttæklingar flaggað þjóðlegum
gildum og viðhorfum? ALDREI!  Þvert á móti hafa þeir  unnið
markvíst gegn ríkjandi þjóðskipulagi, og sýnt ótrúlegt ábyrgðar-
leysi  í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Á síðustu öld  var
Sóvet-Ísland draumaland fjölmargra vinstrisinna. Hvers vegna
gæti ESB ekki orðið það  núna á nýrri öld?

   Fullveldissinnar vara því mjög við Vinstri grænum í Evrópu-
málum. Ekki síst  þar sem þeir sjá ekki sólina lengur fyrir
öfgafullum krötum í Evrópumálum. - L-Listi fullveldissinna
er því EINA stjórnmálaaflið í komandi þingkosningum  sem
ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar geta treyst. stutt og kosið!

   X-L frjáls og fullvalda íslenzk þjóð!

Samantekt.

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar:

 

Spurningin um hvort niðurstaða heimskreppunnar verði verðhjöðnun eða óðaverðbólga er kjarnin í allri umræðu hagrýna um framvindu heimshagkerfisins og kreppunnar.

Vegna þess hversu sjaldgæf verðhjöðnun er eru fá hagstjórnartæki sem vinna á henni, og virðist nokkurt ráðaleysi ríkja hjá stjórnmálamönnum og hagspekingum um hana...

 

Smellið hér til að lesa meira.


Ríkið yfirtaki eignir skuldara

L-listi fullveldissinna vill að ríkið stofni sérstakan sjóð sem yfirtekur fasteignir þeirra fjölskyldna sem hafa skuldsett sig umfram fjárhagslega getu. Fyrri eigendur fái síðan forleigurétt og forkaupsrétt að eignunum. Aðferð þessi er þekkt og var notuð hér á landi með góðum árangri í Kreppunni miklu á fjórða áratug 20. aldar.

Jafnframt þessu þarf að rýmka verulega allar heimildir lánastofnana til greiðsluaðlögunar og lengingar lána þannig að sem flest heimili fái haldið eignum sínum.

Mikilvægt er að lágmarka eftir megni öll útgjöld ríkissjóðs en gæta jafnframt jafnræðis við lausn á vanda heimilanna. Þessvegna leggur L-listi fullveldissinna áherslu á þá aðferð að ríkissjóður leysi til sín eignir með yfirtöku skulda en gefi skuldurum jafnframt kost á að nýta eignirnar áfram með greiðslu á sanngjarnri leigu. Jafnframt fengju heimilin forkaupsrétt að íbúðarhúsnæði fjölskyldunnar og rýmileg kjör til að nýta sér þann rétt. Sömu leið má í ákveðnum tilvikum fara gagnvart öðrum eignum s.s. bújörðum og atvinnutækjum einyrkja.

Ríkissjóður fengi þannig eignir fyrir þá peninga sem skattgreiðendur leggja fram en fjölskyldum í landinu er forðað frá sársaukafullu ferli sem fylgir því að tapa heimilum sínum.

 

Ljóst er að þessi leið krefst mikillar yfirlegu og bakvið hvert einstakt tilvik þarf að vinna vandaða úttekt á fjármálum viðkomandi. Til þess verks er hægt að ráða hluta þeirra fjölmörgu fagaðila sem á undanförnum mánuðum hafa misst vinnuna.

L-listi fullveldissinna fagnar framkomnum hugmyndum Alþingis um frestun aðfaragerða en telur að enn frekari aðgerða sé þörf til að skapa nauðsynlegan frest fyrir skuldara meðan umfangsmikil úttekt á fjárhag heimilanna fer fram.

L-listi fullveldissinna varar við hugmyndum sem miða að því að ríkið deili peningum til allra skuldara, burtséð frá þörf þeirra fyrir aðstoð. Aldrei hefur verið meiri þörf á að ríkið haldi fast utan um þá litlu fjármuni sem til ráðstöfunar eru og því háskalegt að í aðdraganda kosninga skuli stjórnmálaflokkar leika sér að yfirboðum sem miða að flötum niðurskurði allra lána.

Þá telur L-listi fullveldissinna að allar hugmyndir um flatan niðurskurð á skuldum fyrirtækja séu misráðnar enda aðeins hluti fyrirtækja landsins í raunverulegum erfiðleikum og sum þeirra svo illa stödd að varasamt er að lengja um of líftíma þeirra.

 (Fréttatilkynning, L-listi fullveldissinna 19. mars 2009)

 

 


Hvað gerðu stjórnvöld í Kreppunni fyrir 76 árum?

Sigurbjörn Svavarsson skrifar á síðuna sína:

 

Árið 1933 bitu afleiðingar heimskreppuna illilega á Íslandi. Verð á útflutningsafurðum hafði lækkað verulega og byrgðarsöfnun afurða var mikil. Íslendingar áttu í erfiðum samningum við Breta. Mikið [var um] atvinnuleysi, fólk í bæjum og sveitum átti ekki fyrir afborgunum lána, jafnvel ekki fyrir fæði né klæði...

 

Smellið hér til að lesa meira.

 

 


Laumuaðdáun?

Að L-lista fullveldissinna stendur fólk allsstaðar að úr pólitík og utan.

Og svo á L-listinn aðdáendur á ýmsum stöðumHér líka.

 


ESB-reynsla Svía.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild var haldin 13. nóvember 1994.  Tímar erfiðleika og bankakreppu höfðu hrjáð Svía.  Sænskum kunningja mínum sagðist svo frá að fjölmiðlarnir hafi útvarpað linnulausum áróðri frá samtökum launþega, atvinnuveitenda og stjórnmálaflokkum sem sögðu; Svíþjóð verður útilokuð frá Evrópu ef við verðum ekki með, mikilvæg fyrirtæki leggjast af eða fara, atvinnuleysið eykst og lífskjörin rýrna.  Norðmenn ætluðu að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu nokkrum vikum síðar og töldu fjölmiðlarnir Svíum trú um að Norðmenn myndu samþykkja aðild.  Niðurstaðan varð að 52,3 % Svía sögðu já.  Norðmenn höfnuðu svo aðild.  Þegar það varð ljóst sáu margir Svíar eftir að hafa samþykkt aðildina, stuðningurinn hraðpaði niður fyrir 40%.

Á árunum eftir inngönguna flutti um tugur stærri fyrirtækja á ári höfuðstöðvar sínar frá Svíþjóð.  Verslunarhömlur ESB hafa valdið fyrirtækjum miklum búsifjum, mikilvæg verslun Svía hefur verið utan evrusvæðisins og s.k. innri markaður ESB í stöðnun.  Evrópurétturinn jók skrifræðið, ofan á sænska regluverkið bættust reglur ESB.  Góðar umbótatillögur í þinginu hafa tafist eða strandað á lögum ESB.  Atvinnuleysið hefur farið í 10% þrátt fyrir góðæri á heimsvísu síðustu 5 árin.

Nú hafa sænskir bændur fengið boð frá ESB um fjölda trjáa í beitarlöndum, það eru mörg tré í Svíþjóð og standa bændur í stórfelldu trjáhögi.  Stefna ESB hefur leitt til aukins stórreksturs, 7 býli hafa verið lögð niður að meðaltali daglega í Svíþjóð.  Starfsmönnum eftirlitsstofnunar landbúnaðarins fjölgaði samt úr 100 í 800.  Víða í dreifbýlinu hefur alla tíð verið fastmúruð andstaða við aðildina.

Aðildargjald Svía er 29 milljarðar sænskra króna á ári.  Þar á ofan bætist svipaður kostnaður við tilskipanir ESB.  Lokun landamæraeftirlits hefur valdið mikilli aukningu kostnaðar vegna áfengismisnotkunar, eiturneyslu og glæpa.  Bein útgjöld Svía af aðildinni eru því líklega orðin á annað þúsund milljarðar SEK auk óbeins taps.


Friðrik Daníelsson

Höfundur er efnaverkfræðingur og skipar 4. sætí í Reykjavíkurkjördæmi norður.


L-listi fullveldissinna gegn ESB aðild.

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar:

 

GunnarKristinnUmræðan um Evrópumálin er aftur komin á borð fjórflokkanna í aðdraganda kosninganna og eru þeir flestir tilbúnir til að gera málamiðlanir í því efni til að forðast klofning, en sérhver flokkur er klofinn í herðar niður í þeirri umræðu. Undantekning á því eru Vinstri-grænir, en þeim virðist kappsmál að leggjast gegn allri arðbærri atvinnuuppbyggingu á Íslandi. A-Evrópa er að sigla í greiðsluþrot en lánardrottnar þeirra eru flestir í N-Evrópu, þ.m.t. Austurríki og Svíþjóð. S-Evrópa er að reyna að slíta sig úr evrusamstarfinu en gjaldmiðillinn er að sliga þær þjóðir vegna þess að gengi evrunnar er of hátt m.t.t. útflutnings og þjóðartekna. Sagt er að gjaldþrot þessara þjóða muni reynast ódýrari kostur en að slíta samstarfinu innan Evrópubandalagsins; slíkir eru fjötrarnir. Ofan á þetta bætist að ábyrgir hagrýnar staðhæfa að fjármálakerfi Evrópu sé í raun hrunið, en talið er að það þurfi 25 billjónir dala til að endurfjármagna sig næstu fjögur árin. Slíku fjármagni er ekki til að dreifa í heiminum.
 
L-listinn leggst gegn ESB-aðild og telur gjaldmiðilsskipti ekki tímabær eða skynsamlegan kost eins og heimsefnahagurinn stendur. L-listinn boðar sókndirfsku í arðbærum framkvæmdum sem vænlegar eru til að skila þjóðarbúinu tekjum, á meðan við treystum grunnþætti velferðarinnar, sem eru: fæðuöryggi heimila og þjóðar, heilsugæsla fyrir alla óháð efnahag, og húsaskjól fyrir alla Íslendinga. L-listinn er skynsamlegur kostur sem vinnur að þjóðarhag.

 

Höfundur skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir L-listann.

 

 


Neikvæðir nafnvextir og tímastimplaðir seðlar

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar:

 

GunnarKristinnÞótt fræðimenn og fjölmiðlar vilji ekki tala um það, þá er nokkurra ára tímabil verðhjöðnunar á næsta leiti. Nánast allir í heiminum eru að búa sig undir þetta eða verjast þessu nema við Íslendingar. Bjartsýnismenn segja að aðgerðir Obama séu að virka þar sem peningaprentunin er að skila sér út í verðlagið í Bandaríkjunum og hlutabréf hækka, þegar þetta er skrifað.
 
Fleiri og meira sannfærandi rök lúta að því að um sé að ræða sápukúlu sem á brátt eftir að springa. ARM og Alt-a íbúðarveðlánavöndlanir eru komnir í vanskil í Bandaríkjunum upp á 1,7 billjón (1.700 milljarða!) dala en þeir voru seldir víðsvegar um heiminn. Það eru um 700 billjónir dala í hlutafleiðum og tryggingum í hagkerfi heimsins og AIG sýnir sig sem óseðjandi svarthol á bandarískt almannafé. General Motors og Chrysler verða án nokkurs vafa færðir í gjaldþrotaskipti með ófyrirséðum afleiðingum fyrir iðnað í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, þ.m.t. áliðnað á Íslandi.
 
Talið er að fjármálakerfi Evrópu þurfi 25 billjónir dala til að endurfjármagna sig á næstu fjórum árum, og eru ábyrgir menn að segja að fjármálakerfi heimsins sé í raun hrunið. Líklegt er að S-Evrópa reyni að slíta sig úr evrubandalaginu á meðan A- Evrópa reynir að komast inn í það. Evran er of há fyrir S-Evrópu og A-Evrópa er tæknilega gjaldþrota. Þetta gerist á meðan lánadrottnar A-Evrópu eru flestir frá N-Evrópu, eins og Austurríki, Belgíu, Svíþjóð og jafnvel Noregi.
 
Nú er svo komið að skuldir ríkja eru svo ofboðslegar að fjöldagjaldþrot heilu ríkjanna og stórfyrirtækja eru nær óhjákvæmileg og skilar það sér í gríðarlegu atvinnuleysi. Atvinnuleysi kallar á stórminnkaða eftirspurn sem svo leiðir til verðhjöðnunar. Þetta er vítahringurinn sem innsiglar nokkra ára verðhjöðnunartímabil á hnattrænum skala.
 
Viðbrögðin við verðhjöðnun eru aðallega prentun gjaldmiðla og lækkun stýrivaxta. Við Íslendingar eigum eftir að gera hvort tveggja, en umræður eru á meðal hagrýna um annan valkost. Vangaveltur eru um að koma á neikvæðum nafnvöxtum á bankainnlán og tímastimplaða seðla. Þetta þýðir að bankar taka þóknun fyrir að hýsa fjármuni almennings, og seðlar missa verðmæti sitt ef þeim er ekki eytt innan tiltekins tíma. Þetta er býsna róttæk aðgerð, en gæti verið óhjákvæmileg. Það besta við þessa aðgerð er að hún kemur ekki niður á þeim sem lítinn pening eiga eða hafa lág laun. Þetta úrræði neyðir aðeins þá sem töluverðan eða mikinn pening eiga inni á bókum til að fjárfesta í hagkerfinu; í hlutabréfum eða öðrum eignum sem vænlegar eru til ávöxtunar. Þannig má knýja hjól atvinnulífsins áfram og atvinnusköpun.
 
Það er ekki vænlegt að þeir sem eiga enga peninga séu að eyða þeim, það liggur í orðanna hljóðan. Hins vegar er hagkerfið og atvinnulífið botnfrosið vegna þess að þeir sem eiga peninga eru ekki að fjárfesta eða eyða. Ég vil hér með varpa þessari vangaveltu til hagrýna þjóðarinnar því umræða verður að skapast um komandi ár, sem eiga eftir að verða mögur í meira lagi.

 

Gunnar Kristinn Þórðarson skipar 2. sæti fyrir L-lista fullveldissinna í Reykjavík Norður

 

 


Upptaka Evru.

Evra  

Ein megin röksemd ESB-sinna fyrir inngöngu í sambandið er sú að þá getum við tekið upp Evru sem gjaldmiðil og þá muni komast á stöðugleiki í efnahagslífi íslendinga. Þessi röksemd er eins og margt í málflutningi þeirra, í besta falli fáviska eða þeir eru vísvitandi að blekkja almenning.

Lesendi getur séð hér að neðan hvað þarf að uppfylla til að komast í Evruklúbbinn, og spurt sig hve langan tíma það tekur að ná þessum markmiðum. Skuldastaða ríkissjóðs og halli á fjárlögum á komandi árum mun útiloka það, en þrátt fyrir það, lofa þeir okkur Evruhimnaríki.

Raunhæfara væri fyrir þá ( ESB-sinna) að bjóða okkur að taka upp US dollar, þar eru engi slík skilyrði.

" Til að taka upp evruna þurfa aðildarríkin að uppfylla eftirfarandi meginskilyrði um árangur í efnahagsmálum:220
  •  Halli á ríkissjóði má ekki vera meira en 3% af landsframleiðslu og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meira en 60% af landsframleiðslu.
  • Verðbólga má ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum ESB þar sem hún er lægst.
  • Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim löndum ESB þar sem verðlag er stöðugast
  • Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%.

Til að taka upp evruna þurfa aðildarríki ESB einnig m.a. að gera tilteknar lagabreytingar og uppfylla skilyrði um sjálfstæði seðlabanka sinna. 221 

"220 , Skilyrðin eru sett fram í bókun við stofnsáttmála ESB (Protocol on the convergence criteria referred to in Article121 of the Treaty establishing the European Community). Skilyrðin, skýringar á þeim og umfjöllun um hvernig þauhafa verið túlkuð af framkvæmdastjórn ESB eru á heimasíðu Seðlabanka Evrópu, á vefslóðinni: http://www.ecb.eu/ecb/orga/escb/html/convergence-criteria.en.html                                                                                        Úr skýrslu " Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Mars 2007 

 

 
 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband