Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að kasta atkvæði sínu á glæ?

Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir skrifar:

 

Þetta heyrir maður í tíma og ótíma þegar fjallað er um nýju framboðin. Þetta þýðir ekki,  þetta fellur bara dautt niður.

Ég horfi ekki svona á þetta, ég spurði sjálfa mig í upphafi hvort ég gæti hugsað mér að kjósa einhvern af fjórflokkunum??? og svarið var einfaldlega nei, og hvað ef ekkert annað býðst ?? nú þá mæti ég stolt á kjörstað og skila auðu svo einfalt er það...

 

Smelltu hér til að lesa meira.

 


Tilkynning um framboð

Már Wolfgang Mixa skrifar á síðu sína:
 
Tilkynnt er formlega í dag um framboð mitt í 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir hönd L-lista fullveldissinna.  Rétt er að koma fram með nokkur orð um mig og ástæðu þess að ég fer í framboð. Ég hóf störf á fjármálamarkaði á Íslandi árið 1985.  Fyrstu ár mín voru í Landsbanka Íslands, fyrst sem fastráðinn starfsmaður bankans og síðar sem sumarstarfsmaður samhliða námi...
 

Endurreisnarbanki.

Fiskveiðasjóður, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Iðnlánasjóður eru horfin. Bönkum þjóðarinnar, Útvegsbanka, Búnaðarbaka og Landsbanka var líka sóað. Reyturnar, nýju bankarnir, hrúgur misjafnra pappíra, eru komnar í fang þjóðarinnar í skiptameðferð. Nýju bankarnir hafa enn ekki fengið fé frá ríkinu til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Enn er ekki búið að gera upp efnahagsreikninga þeirra enda erfitt að meta eignir eftir sprungnar eignabólur og ekki víst að uppgjörið komist nálægt raunveruleikanum þó að menn sitji yfir því mánuði í viðbót. Og það sem veldur mikilli óvissu er að nýju bankarnir gætu fengið á sig málsóknir og veit enginn nú hvernig því mun lykta. Menn spyrja sig því: Er skynsamlegt að íslenska ríkið leggi þeim til alla 385 milljarðana, sem áætlað hefur verið í endurfjármögnunina, ef eigna- og skuldastaða þeirra er óviss og þeir þurfa að eyða kröftunum í varnarstríð og eiga á hættu að tapa máli og greiða tröllvaxnar bætur? Það væri ekki góð búmennska meðan enginn veit hverskyns hít er verið að ausa í. Þeir gætu líka lent í eigu hvers sem er og gæti landið staðið uppi með bankakerfi sem ekki uppfyllir allar þarfir landsmanna.

Þjóðin getur ekki beðið lengur eftir því að lánsfé verði aðgengilegt hér í eðlilegu magni. Atvinnulífið og fjölskyldurnar þurfa fé, það vantar banka sem getur hafið eðlilega lánastarfsemi. Nýr banki gæti strax fengið hluta af 385 milljörðunum og hafið nauðsynlega útlánastarfsemi, sérstaklega til atvinnuuppbyggingar. Hættulegar hugmyndir eru á kreiki í hrunflokkunum um að afhenda eignarhlut í orkuverum til þeirra sem bröskuðu með íslensku krónuna þegar glámskyggnir menn ætluðu að gera hana að alþjóðagjaldmiðli. Endurreisnarbanki gæti forðað virkjunum og veiðikvóta frá að lenda í eigu auðmanna. Aðgerðalömun stjórnvalda er greinilega viðvarandi, strax eftir hrun hefðu þau átt að leggja drög að stofnun endurreisnarbanka til þess að koma eðlilegri útlánastarfsemi í gang. Það er enn ekki of seint.

 

Friðrik Daníelsson

Höfundur skipar 4. sæti L-lista fullveldissinna í Reykjavík norður.


Oddvitar í Reykjavík-suður og suðurkjördæmi.

mar_mixa-03.jpgMár Wolfgang Mixa fæddist í Reykjavík 6. febrúar, 1965 og hefur búið í Hafnarfirði síðastliðin ár  Hann er giftur Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði.  Þau eiga 3 börn.

Már hefur víðtæka reynslu í fjármálum en hann hefur starfað í meira en áratug við innlendar og erlendar fjármálastofnanir.  Meðal starfa sem hann hefur gegnt eru framkvæmdastjóri, forstöðumaður verðbréfasviðs, sjóðsstjóri, eigin viðskipti, millibankaviðskipti, uppsetningu verðbréfa- og lífeyrissjóða og samskipti við alþjóðlega aðila.  Már hefur skrifað margar greinar um fjármál sem eru aðgengilegar á www.mixa.blog.is.

Á þessu ári klárar Már meistaranám í Fjármálum við Háskóla Íslands.  Már hefur áður lokið BS námi í fjármálafræði og BA námi í heimsspeki við University of Arizona.  Hann hefur einnig hlotið löggildingu sem verðbréfamiðlari hér á landi og í Bandaríkjunum.

Már Wolfgang Mixa skipar 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður.

 


kristbjorg_gisladottir0011.jpgKristbjörg Steinunn Gísladóttir fæddist á Hofsósi í Skagafirði 11. október 1963 og er uppalin þar Hún er gift Bjarna Ragnarssyni búfræðingi og eiga þau saman tvo syni og fyrir átti Bjarni dóttir. Kristbjörg lauk námi í Ritaraskólanum Mími árið 1989 og námi í Ráðgjafaskóla Íslands árið 2004.

Hún hefur unnið m.a. í fiski og á skrifstofu hjá Hraðfrystihúsinu Hofsósi. Flutti suður á Flúðir 1991, meðan hún bjó þar vann hún m.a. á skrifstofunni hjá Límtré verksmiðjunni í 9 ár. Árið 2001 flutti Kristbjörg til Selfoss þar sem hún býr enn. Vorið 2005 hóf hún störf sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Teigi LSH þar til hún flutti sig um set í nóvember 2006 til Krýsuvíkur þar sem hún starfar einnig sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi.

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir skipar 1. sæti í suðurkjördæmi.

 


Hvað með SDR?

Guðmundur Ásgeirsson skrifar áhugaverðann pistil á síðuna sína .
 
Árið 1969 varið komið á fót mynteiningunni SDR (Special Drawing Rights) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og í uppgjörum sjóðsins er notast við þessa viðmiðunareiningu. Gengið var upphaflega miðað við 0.888671g af gulli sem var sama verðgildi og þá var á Bandaríkjadollar. Eftir að gullfóturinn var endanlega afnuminn og Bretton-Woods kerfið leið undir lok 1973 með innleiðingu flotgengis helstu viðskiptamynta, var þetta viðmið endurskoðað...
 

Leiðtogar Evrópusambandsins ráðalausir gagnvart atvinnuleysisvofunni

Jón B Lorange stjórnmálafræðingur skrifar á bloggsíðu sinni:

 

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að mæta ekki á fyrirhugaðan fund um aðgerðir til að fjölga störfum í Evrópu. Í stað þeirra mæta embættismenn í framkvæmdastjórninni, Tékkar sem eru í forsæti Evrópusambandsins og aðilar úr viðskiptalífinu og verkalýðshreyfingunni. Ástæðan sem er nefnd er að leiðtogar ríkja Evrópusambandsins vildu koma í veg fyrir búa til falsar vonir hjá atvinnulausum um töfralausnir sem væri hægt að lofa á slíkum fundi, sem vel að merkja átti aðeins að standa í 1 dag. Einnig var það talið óheppileg tímasetning að hafa slíkan fund nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins...

 

Smelltu hér til að lesa meira.


ESB í sögulegu samhengi.

Mikil umræða fer fram um Ísland og ESB þessi misserin. Skoðanir eru mjög skiptar og umræðan getur oft orðið heit og tilfinningahlaðin.

Af því tilefni vil ég benda á bók eftir danska sagnfræðinginn og bókasafnsvörðinn Kristian Hvidt sem nú er að koma út í annarri útgáfu hjá Gyldendal í Danmörku (2009) og heitir einfaldlega EVROPA.

Þessi bók hefur fengið mjög góðar viðtökur jafnt hjá þeim sem eru meðmæltir og andsnúnir bandalaginu í Danaveldi.

Hvidt rekur sögu Evrópu í 1000 ár og tengir ESB og stöðuna í dag við atburði liðinna alda. Það ferst honum mjög vel úr hendi og sýnir hann fram á hversu nauðsynlegt er að horfa á ESB í sögulegu samhengi.

Þ.e. ef menn á annað borð vilja fá botn í það sem nú er að gerast á meginlandinu. 

Okkur hættir stundum til að tala aðeins um málefni ESB út frá efnahagslegum forsendum líðandi stundar. En ESB er svo miklu meira en peningar og viðskipti eins og Hvidt sýnir svo vel fram á.

ESB er líka 1000 ára draumur um sameinaða Evrópu sem margann mektar manninn hefur dreymt í gegnum aldirnar í London, París, Berlín og Róm, já meira að segja í Stokkhólmi og Köben. Og sumir hafa reynt að láta drauminn rætast með sínum eigin aðferðum sem sumar eru umdeildar.

Spurningin hvort sá draumur sé líka okkar draumur?

 

Þórhallur Heimisson

Höfundur skipar 1.sæti L-lista fullveldissinna í Suðvesturkjördæmi.


Framtíðin í ljósvakamálunum.

Það má kannski segja að svipað gildi um ljósvakamiðla og  stjórnmálaflokka að það sé heppilegra að þeir séu fleiri en færri svo meiri líkur en minni séu á því að kjósendur og hlustendur finni eitthvað við sitt hæfi. Ef lög tryggðu að smáir ljósvakamiðlar ættu sér tilverugrundvöll og vaxtarmöguleika án þess að eiga á hættu stöðugar sameiningar eða yfirtökur stórra aðila með tilheyrandi róti á starfsmannahaldi og starfsemi þá væri mikið unnið. Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði ætti frekar að hindra með því að tryggja tilverurétt smærri aðila heldur en setja strangar og íþyngjandi reglur um eignarhald á fjölmiðlum umfram ákvæði samkeppnislaga.

Ég hef skrifað nokkuð um Ríkisútvarpið. Atburðirnir í kjölfar niðurskurðartillagnanna hjá RÚV þegar fjöldinn allur af félagasamtökum mótmælti því að skera niður á svæðisstöðvum RÚV úti á landi sýna svo ekki verður um villst hvert straumurinn liggur í menningarmálum ljósvakans. Það virðast margir á þeirri skoðun að landsbyggðarstöðvarnar beri að efla frekar en hitt. Þess má geta til upplýsingar að á Suðurlandi er engin slík fjórðungsstöð starfandi. Svo virðist sem þau mótmæli hafi komið bæði þáverandi stjórnvöldum sem og stjórnendum RÚV ohf algerlega í opna skjöldu.

Hugmyndir mínar byggja í stuttu máli á því að byggja upp flóru sjálfstæðra aðila, sem þrátt fyrir að vera ekki stórir eru stöndugir og hafa burði til að vera til í áratugi ef þeir fara vel með fé. Þessir aðilar gætu sem best myndað efnismarkað sín á milli svo að vinsælir útvarpsþættir gætu heyrst á fleiri stöðvum en þeirri sem framleiðir efnið.

Ljósvakamiðlarnir eiga að sitja við sama borð hvað varðar framlög frá ríkinu. Einn þessara miðla getur sem best verið í eigu ríkisins, þ.e. RÚV og þá á þeim forsendum að tryggja þurfi öryggi almennings og dreifingu til fjarlægra staða. Ef þessa jafnræðis er gætt þá geta þeir allir verið á auglýsingamarkaði. Framlög ríkisins til ljósvakamiðlanna ættu síðan að vera í réttu hlutfalli við flutning þessara miðla á innlendu efni eða efni sem tengist Íslandi á einhvern hátt. Þessir
miðlar gætu sem best sameinast um rekstur öflugrar og óháðrar fréttastofu eða notið þeirrar þjónustu frá RÚV en haft frjálsar hendur þar fyrir utan. Það er í rauninni skammarlegt að þeir peningar sem innheimtir voru sem afnotagjöld en núna nefskattur séu notaðir til að flytja landanum textaðar erlendar sápuóperur í ríkissjónvarpinu kvöld eftir kvöld svo árum skiptir.

Í þessu sambandi er nærtækt að horfa til þess að leggja RÚV þær skyldur á herðar að byggja upp starfsstöð í hverjum landsfjórðungi, því auk þess að byggja upp fjölbreytni og menningarlegt sjálfstæði landsbyggðarinnar byggir slíkt fyrirkomulag einnig upp aukið öryggi þegar náttúruhamfarir bresta á. Sjá t.d. pistilinn  þar sem ég mæli með því að öflugum miðbylgjusendum verði komið fyrir í hverjum landsfjórðungi.

Flest útvarpsviðtæki sem seld eru á Íslandi í dag eru bara með AM/FM móttöku sem gerir að verkum að langbylgjustöðvarnar eru smátt og smátt að verða úreltar þó sjómenn og ferðamenn noti þær eflaust mikið. En horfa ber á að öflug miðbylgjustöð er líka langdræg og ef hún er vel staðsett þá gætu fjórar slíkar stöðvar trúlega þjónað jafn vel eða betur en gert er með núverandi fyrirkomulagi tveggja langbylgjustöðva.

Ýmis önnur félagaform en hlutafélagaformið henta trúlega betur til reksturs menningarstarfsemi á vegum ríkisins. Arðurinn af starfseminni kemur fram í auknum lífsgæðum, gagnrýnni hugsun og víðsýni þegnanna og er að því leyti eftirsóknarverður þó erfitt sé að leggja á hann efnahagslegan mælikvarða.

Þegar landið fer að rísa á nýjan leik í efnahagsmálum þarf að stofna ljósvakasafn sem hefur það hlutverk að safna ljósvakaefni sem flutt er á íslensku eða hefur að öðru leyti ótvíræð tengsl við íslenska menningu. Þjóðarbókhlaðan gegnir nú þegar þessu hlutverki hvað varðar prentað mál og ljósvakasafnið yrði því aðeins útvíkkun á sömu hugsun þegar kemur að ljósvakaefni.  Hugsanlega er hægt að fara að athuga þessi mál strax ef vitað er hvert á að stefna.

RÚV yrði þá nokkurs konar þjónustu- og öryggismiðstöð rekin af ríkinu en myndi sjá um rekstur öflugrar fréttastofu þar sem gerðar verða miklar kröfur til menntunar starfsmanna og óhlutdrægni í efnistökum. Þeir myndu einnig vera þjónustuaðilar og sjá um að leigja út efni úr ljósvakabankanum til hinna smærri aðila sem vilja sína til þess að miðla gömlum menningarperlum.

Ef þessar leiðir eru farnar þá gæti landið farið að rísa hjá litlu útvarpsstöðvunum og þær eignast tilverugrundvöll sem annars væri ekki til staðar. Þær gætu boðið upp á prýðilega þjónustu á ýmsum svæðum og byggt upp fjölbreytta og sérstæða en jafnframt sjálfstæða flóru menningar sem ekki er ríkisstýrð þó hún væri ríkisstyrkt að hluta. Fjölbreytt flóra minni en stöndugri aðila ætti líka að stuðla að meiri möguleikum fyrir lýðræðið og þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Með þessu móti yrði jafnræði gert hærra undir höfði en nú er.

 

 


Fylgisaukning.

Samkvæmt nýjustu vefkönnun Reykjavík síðdegis þá bætir L-listi fullveldissinna við sig fylgi og mælist nú 3%

skod23mar.jpg

 


Fiskveiðistefna ESB og íslenskur sjávarútvegur.

Nokkrar staðreyndir: 

Verðmæti sjávarafurða í ESB er innan við 1 % af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna og því er efnahagsleg áhrif þeirra ekki mikil, öfugt við efnahagsleg áhrif sjávarútvegsins á Íslandi og þá sérstaklega í öflun gjaldeyristekna. Hinsvegar eru pólitísk áhrif sjávarútvegsins mikil innan sambandsins vegna þess að hann er á jaðar og láglaunasvæðum. Smæð Íslands sem meðlimir í ESB myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB vegna ólíkra hagsmuna innan greinarinnar. 

 Mannfjöldi íFjöldiAflamagnVerðmæti af
 greininni.skipatonnþjóðarframleiðslu
     
ESB226.00088.0005,7 millj.0,9%
     
Ísland8.0001.6401,2 millj.6,2%
     
     

Greinar sjávarútvegs eru stórlega ríkisstyrktar í ESB og eru hluti af landbúnaðarstefnu sambandsins. Sjávarútvegur teygir sig yfir strandlengju og eyjar 22 ríkja sambandsins og er allsstaðar láglaunuð grein.    Sjö ára áætlun 2007-2113 1)  gerir ráð fyrir að greiða yfir 4.305 milljónir Evra. (620 milljarða ISK) í styrki til sjávarútvegsfyrirtækja í í löndum ESB og þar inni er ekki rekstrarkostnaður stofnanna sem þjóna eða hafa eftirlit með greininni.

Þessir styrkir nema um 2,8 millj. ISK á hvern 226.400 starfsmann í greininni. Þeim er deilt á aðildarlöndin miðað við fjölda starfsmanna í greininni og stærð flotans. Þrjú hæstu löndin eru Spánn 160 milljarða, Pólland 100 milljarða og Ítalía 60 milljarða. 2)

80% fiskstofna sem nýttir eru í ríkjum sambandsins er ofveiddir og sumir að hruni komnir. Mikið af fiski hent og ekki er gefið upp og því ekki inní aflatölum. Afli ESB flotans hefur minnkað um 2,3 millj. tonna á síðustu 10 árum, úr 8 millj. í 5,7 millj. tonna. 

Áhrif á íslenskan sjávarútveg við inngöngu í ESB:

Við missum fullveldi um allar ákvarðanir í sjávarútvegsmálum.

Ákvörðun um heildarafla færist til Brussel, samningar um fiskveiðar við erlend ríki færist til Brussel.

Allir gallar fiskveiðistjórnunar ESB innleiddir hér á landi. Brottkast leyfilegt.

Ýmsar reglur sem þróast hafa hér á landi um stjórn fiskveiða munu ekki standast reglur ESB m.a. takmarkanir á aflaheimildum til einstakra fyrirtækja, lámark veiðiskyldu ofl.

Erlend fyrirtæki gætu eignast hlutdeild í íslenskum sjávarauðlindum, erlendum sjómönnum fjölgar á kostnað íslenskra og lækkar laun sjómanna.

Styrkjakerfi dregur úr frumkvæði og hagkvæmni.

Hvalveiðar bannaðar og  ýmsar aðrar tilskipanir í umhverfismálum teknar upp. 

ESB sinnar og jafnvel starfsmenn ESB eins og Mr. Michael Köhler ráðuneytisstjóri Sjávarútvegsmála ESB sem hélt hér fyrirlestur fyrir tæpum tveim árum reyna að slá á hræðslu íslendinga um að erlend skip fái veiðirétt á Íslandsmiðum með þeim rökum að veiðiréttur í ESB er byggður á veiðireynslu. Þetta er alveg rétt, hér munu engin erlend skip geta komið á Íslandsmið og veitt vegna þessara reglu, en raunveruleg hætta er fyrir hendi að kvótinn geti færst á hendur erlendum fyrirtækjum engu að síður og arður af veiðum og vinnslu hans hverfi frá Íslandi.

Rök ESB sinna eru þau, að af því að við séum betri fiskveiðiþjóð þá gæti þetta verið tækifæri fyrir okkur að fjárfesta erlendis eins og Samherji hafi gert í ESB og að fjárfestingar eigi ekki bara að vera frjálsar á annan veginn. Þessi rök halda ekki þegar litið er til hagsmuna íslensku þjóðarinnar. Ef erlent fyrirtæki eignast íslenska útgerð, þá eignast það vegna eðlis kvótakerfis okkar, varanlega % hlutdeild af íslenskri auðlind.

Það eru hagsmunir þjóðarinnar að helsta auðlind hennar haldist í íslenskri eigu og henni sé stjórnað af ábyrgð og arðsemi af íslendingum sjálfum. Hverfi arður hennar úr okkar höndum er illa farið.

1) European Fisheries Fund (EFF)

2) http://ec.europa.eu/fisheries/cfp/fisheries_sector_en.htm

461527B

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband