VG vill sækja um ESB-aðild


    Vinstri grænir eru orðnir ESB-flokkur eins og Samfylkingin og
Framsókn. Á RÚV í dag sagði  formaður VG geta  samið  við við
Samfylkinguna um  Evrópumálin. En  sem kunnugt  er  krefst
Samfylkingin að sótt verði um aðild að ESB strax eftir kosningar. 
VG sjá því EKKERT til fyrirstöðu, að samið verði um umsókn að ESB,
enda útilokaði landsfundur VG ekki aðildarviðræður og umsókn
að ESB.  Allt GALOPIÐ í þeim efnum.

   Þetta er afar athyglisvert gagnvart þeim kjósendum VG sem
talið hafa VG til flokks ESB-andstæðinga. Þvert á móti ætlar það
að verða Vinstri grænir sem munu þröngva íslenzkri þjóð inn í
Evrópusambandið, bara til að halda völdum í nýrri vinstristjórn,
fái vinstriflokkarnir til þess fylgi.

   Ekki í fyrsta skipti sem kommúnistar ganga þvert á þjóðar-
hagsmuni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband