Grunngildin.

Nú þarf áherslan í þjóðfélaginu að vera á grunngildin.  Grunngildi og grunnatvinnuvegi.  Vinna þarf að því nú að gera þetta að fjölskylduvænu þjóðfélagi. Börn þekkja varla foreldra sína lengur vegna þess að við erum öll svo upptekinn af lífsgæðakapphlaupinu að við gleymum því dýrmætasta sem við eigum, sem eru börnin okkar.

L-listi fullveldissinna vill stuðla að fjölskylduvænna þjóðfélagi.  L-listinn vill einnig stuðla að bættri atvinnustefnu sem felur í sér að efla grunnatvinnuvegina okkar.  Í því felst m.a. að efla fiskvinnslu í landi og fullvinna afurðir.  Við eigum gríðarleg sóknarfæri þar, einnig að efla landbúnaðinn, að búin hafi tækifæri til að vinna sínar afurðir lengra en gert er í dag.  L-listinn hefur fram að tefla fólki sem leggur áherslu á þessi gildi, fólki sem kemur til dyranna eins og það er klætt, stendur og fellur með sínum orðum.

Nú í dag er mjög mikil þörf fyrir fólk sem hlustar á þjóðina og fer að vilja hennar.  Það vill brenna við að þeir sem eru við stjórnvölinn í dag geri bara það sem þeir telja best fyrir þjóðina.  Nú býðst okkur, fólkinu í landinu, loksins að kjósa á þing fólk sem framkvæmir í umboði þjóðarinnar, fólk sem hlustar á hvað þjóðin vill og framkvæmir eftir því.

 

Erla Jóna Steingrímsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband