Tveir hópar vaða nú uppi með mestu háreisti. Einangrunarsinnar og úrtölumenn. Sumir eru bæði, sumir bara annað og fáir tala á móti þessu liði.
Einangrunarsinnar birtast okkur í endalausum áróðri fyrir ESB aðild. Líklega er ekkert sem getur einangrað þjóðina jafn illa eins og einmitt að loka sig inni í tollamúrum þeirra þjóða sem standa verst allra í heimskreppunni. Framtíð okkar viðskipta er ekki síst austur og vestur þar sem blasa við tækifæri við hvert fótmál og hnattstaða okkar gefur ótrúlega möguleika á nýrri öld. Möguleika sem við höfum ekki ef við setjum frá okkur réttinn til að gera fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir. Þann rétt hafa aðildarlönd ESB ekki. Svo einfalt er það...
Smellið hér til að lesa meira.