21.4.2009 | 09:29
Í aðdraganda þingkosninga
Af gefnu tilefni vill L-listi fullveldissinna taka það fram að listinn styður ekkert þeirra stjórnmálaafla sem eru í framboði til Alþingis, en hvetur stuðningsmenn sína til að taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu nú sem fyrr.
L-listi fullveldissinna hefur ekki hætt sinni starfsemi, en hefur haldið sig til hlés eftir að ljóst var að ekkert yrði úr framboði okkar fyrir þessar Alþingiskosningar til að leyfa þeim listum sem fyrirséð var að myndu bjóða fram að koma sínum sjónarmiðum betur á framfæri. Þeir sem standa að L-lista fullveldissinna hafa í hyggju að vinna áfram sem stjórnmálaafl og grasrótarhreyfing og útiloka ekki framboð í næstu Alþingiskosningum.
Við hvetjum þá sem hafa áhuga að starfa með okkur að gerast bloggvinir okkar, eða senda tölvupóst á l.listinn@gmail.com
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook