Samtök fullveldissinna stofnuð.

Fyrr í þessum mánuði voru Samtök fullveldissinna stofnuð.  Fram að stofnfundi sem fyrirhugað er að halda í Ágúst var útnefnd þriggja manna bráðabrigða stjórn.

Samtökin hafa í hyggju að vinna á pólitískum grunni og stefna að framboði til Alþingis.

Meðal helstu baráttumála er að standa vörð um fullveldi Íslands, breytingar á lagaumhverfi fjármálastofnanna, endurskoðun hagstjórnar, aukin sjálfbærni þjóðarinnar og aukin samskipti við þjóðir heimsins með gerð fríverslunarsamninga og tvíhliða viðskiptasamninga.

Fulltrúar samtakana munu ferðast um landið í sumar til að kynna starf samtakanna og hugmyndir ásamt því að bjóða fólki að taka þátt í starfi okkar og móta sameiginlega grunnstefnu.  Tilkynnt verður um dagsetningar og staðsetningar þessara funda á þessari vefsíðu ásamt því að vefpóstur verður sendur til þeirra sem eru á póstlista okkar.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á póstlista eru beðnir um að senda tilkynningu um það á l.listinn@gmail.com

Einnig er hægt að lesa um hugmyndir okkar í þessari skrá (pdf).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ekki síst er ástæða fyrir svona hóp að bjóða fram til stjórnlagaþingsins.

Héðinn Björnsson, 22.5.2009 kl. 12:11

2 identicon

Heilir og sælir; L lista liðar allir - líka, sem þið hin, hver geyma síðu þeirra, og brúka !

Fyrir hönd sjóhundanna- og bændanna hliðhollu þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins, vil ég ég senda ykkur árnaðar óskir góðar - héðan; úr Árnesþingi.

Tek að nokkru; undir viðhorf hins mæta jarðeðlisfræðings - hér að ofan.

Með; hinum beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:26

3 identicon

Er aðskilnaður milli ríkis og kirkju hluti af fullveldisstefnunni - eða verður gefinn afsláttur af fullveldi þjóðarinnar?

jóhanna (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 18:51

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Samtökin hafa ekki tekið afstöðu til þess Jóhanna, en ég er persónulega hlynntur því.  Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í mótun stefnunar þá er þér velkomið að taka þátt.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.5.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Gott mál !

Ísleifur Gíslason, 22.5.2009 kl. 22:10

6 identicon

Frábært ég er með.

(IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 08:13

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er gott mál og ég stend með ykkur.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.5.2009 kl. 17:32

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tel afar mikilvægt að Samtök Fullveldissinna skipuleggi sig sem ALLRA FYRST
sem STJÓRNMÁLAFLOKK. Og að sem flestir þjóðfrelsis-fullveldis-og sjálfstæðissinnar komi að stefnumótun og uppbyggingu flokksins SEM FYRST.
ALDREI hefur þörfin verið eins mikil og nú á ÞJÓÐLEGUM stjórnmálaflokki á
BORGARALEGUM grunni, sbr Alþingi nú, en þar virðist FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI
Íslands eiga sér fáa fulltrúa. Flokkur sem vílar ekki fyrir sér að berjast AF HÖRKU
gegn landssöluliðinu. - Þá tel ég að flokkurinn eigi að höfða til þjóðlegra gilda
og viðhorfa ÁN NEINNA FORDÓMA gegn öðrum þjóðum og kynþáttum. En
mikilvægast er að samtökin kynni sig sem mest á næstunni til að fá sem FLESTA
til að taka þátt í stefnumótun og flokksuppbyggingu frá upphafi. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.5.2009 kl. 13:11

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

FF er að liðast í sundur.eða hvað ? Magnús Þór Hafsteinsson hættur. Er hugsanlegt, að fyrrum meðlimir þesss ágæta flokks myndu ganga til liðs við Samtök Fullveldissinna ? Kannski mætti kanna það.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.6.2009 kl. 17:02

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem flokksmaður í Samtökum fullveldissinna fagna ég ÖLLUM sem eru SANNIR
fullveldissinnar, þjóðfrelsis- og sjálfstæðissinnar að ganga til liðs við samtökin.
Samtökin standa ÖLLUM opin sem standa vilja vörð um sjálfstæði Íslands og
íslenzka þjóðartilveru. Þannig, Kristján, Magnús og ALLIR aðrir. Komið til
liðs við okkur í stríðinu sem framundan er við þetta landssöluðlið allt sem
veður nú uppi. Þurfum á ÖLLUM liðstyrk að halda!!!!!!!!!!!!!!!!  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.6.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband